Körfubolti

NBA dagsins: Glæsileg tilþrif og ekkert virðist stöðva Utah

Sindri Sverrisson skrifar
Donovan Mitchell á ferðinni gegn LA Lakers í nótt.
Donovan Mitchell á ferðinni gegn LA Lakers í nótt. Getty/Alex Goodlett

Það var nóg um falleg tilþrif í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Vísir birtir að vanda tíu bestu tilþrifin í NBA dagsins.

Leikmenn Utah Jazz einbeittu sér að því að vinna meistara LA Lakers, 114-89, en áttu líka ein af tíu bestu tilþrifunum þegar Donovan Mitchell tróð boltanum með tilþrifum. Utah hefur leikið liða best í vetur og er með 26 sigra en aðeins 6 töp.

Tíu bestu tilþrifin í nótt og svipmyndir úr þremur af níu leikjum næturinnar má sjá hér að neðan.

Klippa: NBA dagsins 25. febrúar

Stephen Curry skoraði 24 stig fyrir Golden State Warriors sem unnu Indiana Pacers í jöfnum og spennandi leik, 111-107.

Danilo Gallinari virtist svo geta skotið hvaðan sem var og hitt, í 127-112 sigri Atlanta Hawks á Boston Celtics. Gallinari skoraði úr tíu þriggja stiga skotum, fleirum en nokkur leikmaður hefur gert í sögu Atalanta, og skoraði alls 38 stig í leiknum.

Svipmyndir úr sigrum Golden State og Atalanta eru einnig í myndbandinu hér að ofan.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×