Leysum nýjan vanda með nýjum lausnum Kolbeinn Óttarsson Proppé og Jónína Riedel skrifa 26. febrúar 2021 08:00 Það er ekki hægt að vilja grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsvánni, taka hamfarahlýnun alvarlega og vera á sama tíma fylgjandi hergagnaframleiðslu og uppbyggingu herja. Þetta tvennt fer einfaldlega ekki saman. Ísland er aðili að hernaðarbandalagi. Í svarthvítum heimi kalda stríðsins þótti mikilvægt að taka afstöðu með öðrum deiluaðilanum og nýyfirlýstu ævarandi hlut- og herleysi landsins var kastað fyrir róða fyrir þá aðild. Kalda stríðinu er lokið, sem betur fer, og allt aðrar ógnir steðja að okkur í dag en 30. mars 1949, þegar Ísland gerðist aðili að hernaðarbandalaginu, að þjóðinni forspurði. Loftslagsváin er helsta ógnin sem steðjar að heiminum. Æ fleiri hafa opnað augun fyrir því að loftslagsmál eru alltumlykjandi. Óheft hamfarahlýnun mun gera jörðina óbyggilega og þá skiptir engu hvar í flokk lönd skipuðu sér í kalda stríðinu. Hergagnaiðnaðurinn er mengandi iðnaður. Framleiðsla vopna og stórhættulegs sprengiefnis hefur gríðarlegt kolefnisspor í för með sér og heræfingar, ágangur herja og notkun vopna eykur á hamfarahlýnunina. Herir, vopn og tól eru allt mengandi fyrirbæri. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt eftir sönnun á því. Blýmengun á Reykjanesi hefur fært okkur nær veruleika sem ætti að vera okkur fjarri; möguleikum á vatnsmengun. Þá er viðskilnaður hersins á Heiðarfjalli á Langanesi slíkur að landeigendur geta ekki stundað eðlilega starfsemi á jörðum sínum. Ógnin sem að heiminum steðjar með loftslagsbreytingum og hækkandi hitastigi sjávar eru mannlegar afleiðingar mengunar. Þetta á sérstaklega við á norðurslóðum þar sem viðkvæm náttúran hefur verið laus við ágang mannanna. Nútímavæðing sjóherja og vígvæðing norðurslóða skapar áður óþekkta umhverfishættu fyrir brothætt lífríki sjávar í norðri. Rostungar, selir, náhvalir, hvalir og hvítabirnir eru nokkrar af þeim tegundum sem eru í útrýmingarhættu og er enn fremur ógnað af iðn- og vígvæðingu norðurslóða. Norðurslóðir á að friða fyrir umferð kjarnorkuvopna og allri hernaðaruppbyggingu. Ísland á að skrifa undir sáttmála SÞ um bann við kjarnorkuvopnum og vinna að samstöðu um það á meðal þjóða heims. Loftslagsmál eru öryggismál, eins og sjá má á samþykktri þjóðaröryggisstefnu Íslands þar sem segir að taka verði mið af ógnum sem tengjast loftslagsbreytingum, náttúruhamförum, fæðu- og matvælaöryggi, heilbrigðisöryggi og farsóttum. Stríð menga ekki bara, þau rústa þeim innviðum sem eru nauðsynlegir til að takast á við farsóttir og hvers kyns óáran. Vera Íslands í NATÓ skuldbindur ríkið til að leyfa heræfingar með tilheyrandi mengun. Brennsla herþotueldsneytis eykur á loftslagsvána og ekki hafa fengist upplýsingar um mengun af henni þegar að er spurt. Íslendingar eiga með öllum sínum gerðum og stefnum að vinna gegn útblæstri, draga úr losun. Heræfingar stangast á við það, þar er verið að horfa á ógnir eftir gamaldags hugmyndum um stríðsmálaða erlenda hermenn. Ógnin er loftslagsváin. Heræfingar auka við hana og auka því við ógnina. Opnum augun fyrir því að hernaðaruppbygging á ekki heima í veröld sem berst gegn loftslagsvánni. Lyftum höfði okkar upp fyrir brúnir hins úrelta asks kalda stríðsins sem allt of mörg láta enn takmarka sína heimsmynd. Tökumst á við ný vandamál með nýjum lausnum, ekki gamaldsags hernaðarhyggju. Meinum það sem við segjum þegar við berjumst gegn loftslagsvá og berjumst líka gegn herhyggjunni. Þar með talið veru Íslands í hernaðarbandalaginu. Ísland úr NATÓ. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Jónína Riedel situr í stjórn Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að vilja grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsvánni, taka hamfarahlýnun alvarlega og vera á sama tíma fylgjandi hergagnaframleiðslu og uppbyggingu herja. Þetta tvennt fer einfaldlega ekki saman. Ísland er aðili að hernaðarbandalagi. Í svarthvítum heimi kalda stríðsins þótti mikilvægt að taka afstöðu með öðrum deiluaðilanum og nýyfirlýstu ævarandi hlut- og herleysi landsins var kastað fyrir róða fyrir þá aðild. Kalda stríðinu er lokið, sem betur fer, og allt aðrar ógnir steðja að okkur í dag en 30. mars 1949, þegar Ísland gerðist aðili að hernaðarbandalaginu, að þjóðinni forspurði. Loftslagsváin er helsta ógnin sem steðjar að heiminum. Æ fleiri hafa opnað augun fyrir því að loftslagsmál eru alltumlykjandi. Óheft hamfarahlýnun mun gera jörðina óbyggilega og þá skiptir engu hvar í flokk lönd skipuðu sér í kalda stríðinu. Hergagnaiðnaðurinn er mengandi iðnaður. Framleiðsla vopna og stórhættulegs sprengiefnis hefur gríðarlegt kolefnisspor í för með sér og heræfingar, ágangur herja og notkun vopna eykur á hamfarahlýnunina. Herir, vopn og tól eru allt mengandi fyrirbæri. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt eftir sönnun á því. Blýmengun á Reykjanesi hefur fært okkur nær veruleika sem ætti að vera okkur fjarri; möguleikum á vatnsmengun. Þá er viðskilnaður hersins á Heiðarfjalli á Langanesi slíkur að landeigendur geta ekki stundað eðlilega starfsemi á jörðum sínum. Ógnin sem að heiminum steðjar með loftslagsbreytingum og hækkandi hitastigi sjávar eru mannlegar afleiðingar mengunar. Þetta á sérstaklega við á norðurslóðum þar sem viðkvæm náttúran hefur verið laus við ágang mannanna. Nútímavæðing sjóherja og vígvæðing norðurslóða skapar áður óþekkta umhverfishættu fyrir brothætt lífríki sjávar í norðri. Rostungar, selir, náhvalir, hvalir og hvítabirnir eru nokkrar af þeim tegundum sem eru í útrýmingarhættu og er enn fremur ógnað af iðn- og vígvæðingu norðurslóða. Norðurslóðir á að friða fyrir umferð kjarnorkuvopna og allri hernaðaruppbyggingu. Ísland á að skrifa undir sáttmála SÞ um bann við kjarnorkuvopnum og vinna að samstöðu um það á meðal þjóða heims. Loftslagsmál eru öryggismál, eins og sjá má á samþykktri þjóðaröryggisstefnu Íslands þar sem segir að taka verði mið af ógnum sem tengjast loftslagsbreytingum, náttúruhamförum, fæðu- og matvælaöryggi, heilbrigðisöryggi og farsóttum. Stríð menga ekki bara, þau rústa þeim innviðum sem eru nauðsynlegir til að takast á við farsóttir og hvers kyns óáran. Vera Íslands í NATÓ skuldbindur ríkið til að leyfa heræfingar með tilheyrandi mengun. Brennsla herþotueldsneytis eykur á loftslagsvána og ekki hafa fengist upplýsingar um mengun af henni þegar að er spurt. Íslendingar eiga með öllum sínum gerðum og stefnum að vinna gegn útblæstri, draga úr losun. Heræfingar stangast á við það, þar er verið að horfa á ógnir eftir gamaldags hugmyndum um stríðsmálaða erlenda hermenn. Ógnin er loftslagsváin. Heræfingar auka við hana og auka því við ógnina. Opnum augun fyrir því að hernaðaruppbygging á ekki heima í veröld sem berst gegn loftslagsvánni. Lyftum höfði okkar upp fyrir brúnir hins úrelta asks kalda stríðsins sem allt of mörg láta enn takmarka sína heimsmynd. Tökumst á við ný vandamál með nýjum lausnum, ekki gamaldsags hernaðarhyggju. Meinum það sem við segjum þegar við berjumst gegn loftslagsvá og berjumst líka gegn herhyggjunni. Þar með talið veru Íslands í hernaðarbandalaginu. Ísland úr NATÓ. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Jónína Riedel situr í stjórn Ungra vinstri grænna.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun