„Þær hneyksluðust ógurlega eins og þetta væri einhver dauðasynd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2021 07:00 Líf Magneudóttir segist oft ulla á börnin sín án þess að það sé eitthvert stórmál. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir borgarfulltrúi hefur brennandi áhuga á fólki og hefur það leitt hana niður alls konar brautir í lífinu. Hún er kennaramenntuð og hvatvís, andkapítalisti og með einstaka ástríðu fyrir mennta- og umhverfismálum landsins. Líf þreytist seint á að klofa þangfjöru stjórnmálanna, sem hún skilur þó eftir við þröskuldinn þegar hún kemur heim að hjálpa barninu við túbuæfingar dagsins – þótt hún sé laglaus sjálf. Líf telur mikilvægt að allir taki þátt í pólitík, enda sé hún fyrir alla, og vinni að þeim breytingum sem það vill sjálft sjá í samfélaginu. Líf er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Líf Magneudóttir Í þættinum rifjar Líf upp mál sem komst í fjölmiðla árið 2018 þegar hún ullaði á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Ráðhúsi Reykjavíkur og var það bókað inn í fundargerð borgarráðs. „Þetta var á lokuðum fundi og þetta voru bara einhver viðbrögð yfir einhverju sem ég var alveg brjáluð yfir. Svo starði Marta [Guðjónsdóttir] svona á mig illskulega á mig og þetta varð allt mjög kjánalegt. Þær hneyksluðust ógurlega eins og þetta væri einhver dauðasynd að ulla á einhvern. Ég ulla stundum á börnin mín og þau á móti. Þetta var svo sem merkingarlaust í mínum huga og ég sá ekkert eftir þessu,“ segir Líf og heldur áfram og fannst henni í raun galið að þetta hafi verið bókað inn í fundargerðina eins og Marta gerði. Marta hafði þetta um málið að segja í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það hefur viðgengist allt of lengi að það sé sýndur dónaskapur og óháttvísi. Andrúmsloftið er orðið ansi eitrað og í stað þess að við séum að einbeita okkur að þeim málum sem við höfum verið kjörin til að þá fer tíminn í svona óþarfa mál og því verður að linna. Þess vegna lagði ég fram þessa bókun til þess að varpa ljósi á þessi mál svo fólk fari aðeins að velta fyrir sér til hvers þau voru kjörin og fari að vinna að þeim verkefnum sem við eigum að vera vinna að,“ sagði Marta. Hér að ofan má hlusta á brot úr þættinum og hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Borgarstjórn Reykjavík Vinstri græn Tengdar fréttir Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Líf þreytist seint á að klofa þangfjöru stjórnmálanna, sem hún skilur þó eftir við þröskuldinn þegar hún kemur heim að hjálpa barninu við túbuæfingar dagsins – þótt hún sé laglaus sjálf. Líf telur mikilvægt að allir taki þátt í pólitík, enda sé hún fyrir alla, og vinni að þeim breytingum sem það vill sjálft sjá í samfélaginu. Líf er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Líf Magneudóttir Í þættinum rifjar Líf upp mál sem komst í fjölmiðla árið 2018 þegar hún ullaði á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Ráðhúsi Reykjavíkur og var það bókað inn í fundargerð borgarráðs. „Þetta var á lokuðum fundi og þetta voru bara einhver viðbrögð yfir einhverju sem ég var alveg brjáluð yfir. Svo starði Marta [Guðjónsdóttir] svona á mig illskulega á mig og þetta varð allt mjög kjánalegt. Þær hneyksluðust ógurlega eins og þetta væri einhver dauðasynd að ulla á einhvern. Ég ulla stundum á börnin mín og þau á móti. Þetta var svo sem merkingarlaust í mínum huga og ég sá ekkert eftir þessu,“ segir Líf og heldur áfram og fannst henni í raun galið að þetta hafi verið bókað inn í fundargerðina eins og Marta gerði. Marta hafði þetta um málið að segja í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það hefur viðgengist allt of lengi að það sé sýndur dónaskapur og óháttvísi. Andrúmsloftið er orðið ansi eitrað og í stað þess að við séum að einbeita okkur að þeim málum sem við höfum verið kjörin til að þá fer tíminn í svona óþarfa mál og því verður að linna. Þess vegna lagði ég fram þessa bókun til þess að varpa ljósi á þessi mál svo fólk fari aðeins að velta fyrir sér til hvers þau voru kjörin og fari að vinna að þeim verkefnum sem við eigum að vera vinna að,“ sagði Marta. Hér að ofan má hlusta á brot úr þættinum og hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Borgarstjórn Reykjavík Vinstri græn Tengdar fréttir Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30
Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30