Stakk besta vin sinn með hnífi í bakið Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2021 13:31 Birgir Hákon hefur snúið við blaðinu og einbeitir sér að tónlistinni í dag. Rapparinn Birgir Hákon vakti mikla athygli þegar hann kom fram á sjónarsviðið með sannar og hispurslausar lýsingar og myndbönd á íslenskum undirheimum og lífsstíl sem fæstir þekkja vel. Hann er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Eftir að hafa verið djúpt sokkinn í glæpi og neyslu sneri Birgir við blaðinu. Í þættinum fer hann yfir kvöldið sem breytti öllu, þegar mamma hans greindist með krabbamein. Sama kvöld og hann fékk fréttirnar lenti honum og besta vini hans saman og Birgir slasaði vin sinn illa: „Ég var ekki búinn að vera í neinu sambandi við mömmu og ég var bara ekki búinn að vera í neinum tengslum við raunveruleikann lengi og svo slasaði ég líka besta vin minn mjög illa sama kvöld og ég fékk fréttirnar af mömmu. Ég var búinn að vera vakandi í 4 daga og það dó eitthvað inni í mér eftir þetta kvöld,” segir Birgir, sem á erfitt með að rifja upp atvikið þegar hann slasaði vin sinn. „Þetta er minn allra besti vinur og við fórum að rífast og svo fór hann út og kom svo aftur inn og dinglaði og réðist á mig og það gerðist í þrígang þar til ég réðist að honum með hníf. Það urðu mikil átök og við rúlluðum niður stiga og svo ranka ég við mér þegar ég sé að hann er kominn með hníf djúpt inn í bakið. Ég hef aldrei verið jafnhræddur á ævi minni eins og á þessu augnabliki. Þessi drengur er eins og bróðir minn og mamma mín kallar hann son sinn, þannig að þetta var bara hræðilegt. Löggan var búin að vera að fylgjast mjög mikið með mér og ég var handtekinn af sérsveitinni í kjölfarið af þessu atviki. Það komu 14 bílar á planið…. Ef þú hefðir spurt mig viku fyrir þetta hvort ég væri að fara að hætta lífsstílnum mínum hefði ég hlegið að þér, en þarna gerðist eitthvað innra með mér sem breytti öllu.“ Birgir sagði sögu sína einnig í viðtali við Frosta Logason í Íslandi í dag fyrir skemmstu. Klippa: Ísland í dag Gróft ofbeldi er daglegt brauð Ætlaði aldrei að drekka Birgir segist snemma hafa leiðst á ranga braut. „Ég átti flókna æsku og það gekk mikið á. Pabbi minn og bræður mínir voru í mikilli neyslu og það mótaði mínar hugmyndir um lífið, þó að ég hafi kannski ekki fattað það. Ég var 5 ára gamall þegar ég sá í fyrsta skipti mjög alvarlegt ofbeldi og það sat lengi í mér og er í raun ein mín fyrsta minning. Svo var ég lagður í mikið einelti þegar ég var í grunnskóla og ég horfði á bræður mína sem voru inn og út úr fangelsi og beittu fólk ofbeldi og það kom enginn svona fram við þá, þannig að mér leið eins og ég yrði að vera meira eins og þeir. Af því að bræður mínir og pabbi voru í neyslu og oft ekki á staðnum leið mér eins og ég yrði að passa upp á heimilið frá því ég var mjög ungur. Í rauninni leið mér svoleiðis frá því ég man eftir mér. Svo sótti ég eðlilega ekki í góðan félagsskap og ég man að ég ætlaði aldrei að drekka, en flestir í kringum mig voru byrjaði á því 12 ára, þannig að mér fannst ég mjög seinn að byrja 14 ára. Þaðan man ég að ég vildi bara komast í það ástand sem oftast.” Þegar Birgir var að byrja í tónlistinni sagði fólk í kringum hann að hann yrði þá að hætta öllum glæpum, af því að hann væri annars að vekja of mikla athygli á sér. Klippa: Birgir Hákon - Starmýri Lítill hræddur mömmustrákur „Frændi minn sagði við mig að ég gæti ekki bæði gert tónlist og verið í því að selja eiturlyf og fremja glæpi, en ég var ekki sammála því og ætlaði bara að gera bæði. Ég var nokkur ár í því að selja eiturlyf og það var fullt af peningum í því. Ég var mest með 10 milljónir á mér í reiðufé. Ég seldi á virkum dögum, en djammaði um helgar í ákveðinn tíma, en svo tók neyslan yfir og rústaði lífi mínu og öllu í kringum mig. Ég var á hraðri leið inn á Litla Hraun þegar ég loksins hætti. Ég gerði nokkrar tilraunir þar sem ég náði að vera edrú í viku eða nokkrar vikur, en það tók tíma að verða loksins í alvöru edrú. Það er flókið að hætta þegar allur félagsskapurinn manns og tengslin eru inni í þessum heimi og hafa verið frá því að maður man eftir sér.“ Birgir hefur nú eins og fyrr segir snúið við blaðinu og vill gera allt sem hann getur til að bæta fyrir brot sín og hjálpa öðrum. „Ég lýsi mér oft sem litlum hræddum mömmustrák svona innst inni og allt þetta sem ég hef gert í gegnum tíðina kom frá rosalegum ótta. Ég vil nýta allt það sem ég hef gert sem reynslu sem ég vonandi get notað til góðs og hjálpað öðru fólki sem er eða hefur verið í svipuðum sporum. Ég held að ég hafi verið búinn að vera edrú í hálft ár þegar það óx á mig samviska. Þá fékk ég í magann og fann að ég yrði að byrja að bæta upp fyrir það sem ég hef gert.” Í þættinum ræða Sölvi og Birgir um rappið, glæpaheiminn á Íslandi, nýjan lífsstíl Birgis og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
Eftir að hafa verið djúpt sokkinn í glæpi og neyslu sneri Birgir við blaðinu. Í þættinum fer hann yfir kvöldið sem breytti öllu, þegar mamma hans greindist með krabbamein. Sama kvöld og hann fékk fréttirnar lenti honum og besta vini hans saman og Birgir slasaði vin sinn illa: „Ég var ekki búinn að vera í neinu sambandi við mömmu og ég var bara ekki búinn að vera í neinum tengslum við raunveruleikann lengi og svo slasaði ég líka besta vin minn mjög illa sama kvöld og ég fékk fréttirnar af mömmu. Ég var búinn að vera vakandi í 4 daga og það dó eitthvað inni í mér eftir þetta kvöld,” segir Birgir, sem á erfitt með að rifja upp atvikið þegar hann slasaði vin sinn. „Þetta er minn allra besti vinur og við fórum að rífast og svo fór hann út og kom svo aftur inn og dinglaði og réðist á mig og það gerðist í þrígang þar til ég réðist að honum með hníf. Það urðu mikil átök og við rúlluðum niður stiga og svo ranka ég við mér þegar ég sé að hann er kominn með hníf djúpt inn í bakið. Ég hef aldrei verið jafnhræddur á ævi minni eins og á þessu augnabliki. Þessi drengur er eins og bróðir minn og mamma mín kallar hann son sinn, þannig að þetta var bara hræðilegt. Löggan var búin að vera að fylgjast mjög mikið með mér og ég var handtekinn af sérsveitinni í kjölfarið af þessu atviki. Það komu 14 bílar á planið…. Ef þú hefðir spurt mig viku fyrir þetta hvort ég væri að fara að hætta lífsstílnum mínum hefði ég hlegið að þér, en þarna gerðist eitthvað innra með mér sem breytti öllu.“ Birgir sagði sögu sína einnig í viðtali við Frosta Logason í Íslandi í dag fyrir skemmstu. Klippa: Ísland í dag Gróft ofbeldi er daglegt brauð Ætlaði aldrei að drekka Birgir segist snemma hafa leiðst á ranga braut. „Ég átti flókna æsku og það gekk mikið á. Pabbi minn og bræður mínir voru í mikilli neyslu og það mótaði mínar hugmyndir um lífið, þó að ég hafi kannski ekki fattað það. Ég var 5 ára gamall þegar ég sá í fyrsta skipti mjög alvarlegt ofbeldi og það sat lengi í mér og er í raun ein mín fyrsta minning. Svo var ég lagður í mikið einelti þegar ég var í grunnskóla og ég horfði á bræður mína sem voru inn og út úr fangelsi og beittu fólk ofbeldi og það kom enginn svona fram við þá, þannig að mér leið eins og ég yrði að vera meira eins og þeir. Af því að bræður mínir og pabbi voru í neyslu og oft ekki á staðnum leið mér eins og ég yrði að passa upp á heimilið frá því ég var mjög ungur. Í rauninni leið mér svoleiðis frá því ég man eftir mér. Svo sótti ég eðlilega ekki í góðan félagsskap og ég man að ég ætlaði aldrei að drekka, en flestir í kringum mig voru byrjaði á því 12 ára, þannig að mér fannst ég mjög seinn að byrja 14 ára. Þaðan man ég að ég vildi bara komast í það ástand sem oftast.” Þegar Birgir var að byrja í tónlistinni sagði fólk í kringum hann að hann yrði þá að hætta öllum glæpum, af því að hann væri annars að vekja of mikla athygli á sér. Klippa: Birgir Hákon - Starmýri Lítill hræddur mömmustrákur „Frændi minn sagði við mig að ég gæti ekki bæði gert tónlist og verið í því að selja eiturlyf og fremja glæpi, en ég var ekki sammála því og ætlaði bara að gera bæði. Ég var nokkur ár í því að selja eiturlyf og það var fullt af peningum í því. Ég var mest með 10 milljónir á mér í reiðufé. Ég seldi á virkum dögum, en djammaði um helgar í ákveðinn tíma, en svo tók neyslan yfir og rústaði lífi mínu og öllu í kringum mig. Ég var á hraðri leið inn á Litla Hraun þegar ég loksins hætti. Ég gerði nokkrar tilraunir þar sem ég náði að vera edrú í viku eða nokkrar vikur, en það tók tíma að verða loksins í alvöru edrú. Það er flókið að hætta þegar allur félagsskapurinn manns og tengslin eru inni í þessum heimi og hafa verið frá því að maður man eftir sér.“ Birgir hefur nú eins og fyrr segir snúið við blaðinu og vill gera allt sem hann getur til að bæta fyrir brot sín og hjálpa öðrum. „Ég lýsi mér oft sem litlum hræddum mömmustrák svona innst inni og allt þetta sem ég hef gert í gegnum tíðina kom frá rosalegum ótta. Ég vil nýta allt það sem ég hef gert sem reynslu sem ég vonandi get notað til góðs og hjálpað öðru fólki sem er eða hefur verið í svipuðum sporum. Ég held að ég hafi verið búinn að vera edrú í hálft ár þegar það óx á mig samviska. Þá fékk ég í magann og fann að ég yrði að byrja að bæta upp fyrir það sem ég hef gert.” Í þættinum ræða Sölvi og Birgir um rappið, glæpaheiminn á Íslandi, nýjan lífsstíl Birgis og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira