Sérvitringurinn Frasier Crane snýr aftur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2021 08:34 Gamlir vinir snúa aftur en á dögunum var tilkynnt að nýir þættir af Sex and the City væru væntanlegir á skjáinn. CBS Leikarinn Kelsey Grammer hefur staðfest að Frasier Crane muni snúa aftur á skjáinn innan tíðar. Ekki er vitað hvort aðrar persónur þáttanna um geðlækninn sérvitra verða einnig endurlífgaðar. Frasier eru meðal ástsælustu gamanþátta sögunnar og geðlæknirinn sjálfur meðal langlífustu karaktera sjónvarpsins. Þáttaraðirnar urðu ellefu talsins og þættirnir unnu til 37 Emmy-verðlauna. Frasier kom fyrst fram á sjónarsviðið í Cheers, sem gerðist í Boston, en framhaldsþættirnir um geðlækninn fylgdust með honum flytja heim til Seattle, glíma við nýtt starf og litríka fjölskyldu, og freista þess að finna ástina. „Aðdáendur hafa löngum kallað eftir því að þættirnir snúi aftur og því kalli hefur nú verið svarað,“ hefur BBC eftir David Stapf, forseta CBS. Þættirnir verða sýndir á streymisveitunni Paramunt+ en enn hefur ekki verið gefið upp hvenær frumsýningar er að vænta. John Mahoney, sem lék föður Frasier, lést árið 2018. Hins vegar er mögulegt að glitti í önnur kunnugleg andlit; David Hyde Pierce í hlutverki Niles Crane, Jane Leeves sem sjúkraþjálfarann Daphne Moon og Peri Gilpin, sem lék framleiðanda Frasier. Deadline hefur heimildir fyrir því að verið sé að ræða við Pierce. The #Frasier revival has officially been ordered at Paramount Plus. Kelsey Grammer will return in the title role in addition to executive producing https://t.co/y9KCfZ9rpJ pic.twitter.com/0ANqC0B3JD— Variety (@Variety) February 24, 2021 Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Frasier eru meðal ástsælustu gamanþátta sögunnar og geðlæknirinn sjálfur meðal langlífustu karaktera sjónvarpsins. Þáttaraðirnar urðu ellefu talsins og þættirnir unnu til 37 Emmy-verðlauna. Frasier kom fyrst fram á sjónarsviðið í Cheers, sem gerðist í Boston, en framhaldsþættirnir um geðlækninn fylgdust með honum flytja heim til Seattle, glíma við nýtt starf og litríka fjölskyldu, og freista þess að finna ástina. „Aðdáendur hafa löngum kallað eftir því að þættirnir snúi aftur og því kalli hefur nú verið svarað,“ hefur BBC eftir David Stapf, forseta CBS. Þættirnir verða sýndir á streymisveitunni Paramunt+ en enn hefur ekki verið gefið upp hvenær frumsýningar er að vænta. John Mahoney, sem lék föður Frasier, lést árið 2018. Hins vegar er mögulegt að glitti í önnur kunnugleg andlit; David Hyde Pierce í hlutverki Niles Crane, Jane Leeves sem sjúkraþjálfarann Daphne Moon og Peri Gilpin, sem lék framleiðanda Frasier. Deadline hefur heimildir fyrir því að verið sé að ræða við Pierce. The #Frasier revival has officially been ordered at Paramount Plus. Kelsey Grammer will return in the title role in addition to executive producing https://t.co/y9KCfZ9rpJ pic.twitter.com/0ANqC0B3JD— Variety (@Variety) February 24, 2021
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira