Tryggvi flytur á Blönduós og snýr aftur í þjálfun Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2021 10:00 Koma Trygga Guðmundssonar er hvalreki fyrir húnvetnskt íþróttalíf, segir í tilkynningu frá Kormáki/Hvöt. Tryggvi Guðmundsson, markahæsti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi, er orðinn þjálfari á nýjan leik en hann verður búsettur á Blönduósi í sumar og mun stýra liði Kormáks/Hvatar í 4. deild karla. Tryggvi viðurkenndi í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf fyrir skömmu að hann hefði áhuga á að snúa aftur í þjálfun og nú er það orðið að veruleika. Eftir einstakan feril sem leikmaður hefur Tryggvi reynt lítillega fyrir sér sem þjálfari. Hann var um tíma aðstoðarþjálfari ÍBV en var rekinn sumarið 2015 í kjölfar þess að hann mætti undir áhrifum áfengis á æfingu. Hann var svo aðalþjálfari Grafarvogsliðsins Vængja Júpiters í 3. deild sumarið 2019 en hefur ekki þjálfað síðan. „Ef að einhver vill prófa að láta mig taka við, þá er bara að hafa samband. En ég veit að það eru rosalega margir sem hafa áhyggjur af því að ég gæti runnið til á svellinu. Menn eru kannski hræddir við að ráða mig, og það er bara sanngjarnt,“ sagði Tryggvi í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. Ætla sér upp í þriðju deild Þar tók Tryggvi reyndar fram að hann hygðist áfram búa í Reykjavík. Það breyttist þegar forráðamenn Kormáks/Hvatar höfðu samband en í tilkynningu hins sameinaða félags, sem staðsett er á Blönduósi og Hvammstanga, segir að Tryggvi muni búa á Blönduósi. Þar segir einnig að hann hafi þegar tekið til starfa og vonir standi til þess að undir stjórn Tryggva nái Kormákur/Hvöt því markmiði sínu að komast upp í 3. deild eftir að hafa verið nærri því tvö síðustu ár. Tryggvi átti afar farsælan feril sem leikmaður og er sá íslenski leikmaður sem skorað hefur flest mörk í deildakeppni ef horft er til leikja innanlands og erlendis, eða 223 mörk. Hann er jafnframt markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi með 131 mark en önnur mörk skoraði hann í neðri deildum á Íslandi og í norsku og sænsku úrvalsdeildinni. Íslenski boltinn Blönduós Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Tryggvi viðurkenndi í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf fyrir skömmu að hann hefði áhuga á að snúa aftur í þjálfun og nú er það orðið að veruleika. Eftir einstakan feril sem leikmaður hefur Tryggvi reynt lítillega fyrir sér sem þjálfari. Hann var um tíma aðstoðarþjálfari ÍBV en var rekinn sumarið 2015 í kjölfar þess að hann mætti undir áhrifum áfengis á æfingu. Hann var svo aðalþjálfari Grafarvogsliðsins Vængja Júpiters í 3. deild sumarið 2019 en hefur ekki þjálfað síðan. „Ef að einhver vill prófa að láta mig taka við, þá er bara að hafa samband. En ég veit að það eru rosalega margir sem hafa áhyggjur af því að ég gæti runnið til á svellinu. Menn eru kannski hræddir við að ráða mig, og það er bara sanngjarnt,“ sagði Tryggvi í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. Ætla sér upp í þriðju deild Þar tók Tryggvi reyndar fram að hann hygðist áfram búa í Reykjavík. Það breyttist þegar forráðamenn Kormáks/Hvatar höfðu samband en í tilkynningu hins sameinaða félags, sem staðsett er á Blönduósi og Hvammstanga, segir að Tryggvi muni búa á Blönduósi. Þar segir einnig að hann hafi þegar tekið til starfa og vonir standi til þess að undir stjórn Tryggva nái Kormákur/Hvöt því markmiði sínu að komast upp í 3. deild eftir að hafa verið nærri því tvö síðustu ár. Tryggvi átti afar farsælan feril sem leikmaður og er sá íslenski leikmaður sem skorað hefur flest mörk í deildakeppni ef horft er til leikja innanlands og erlendis, eða 223 mörk. Hann er jafnframt markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi með 131 mark en önnur mörk skoraði hann í neðri deildum á Íslandi og í norsku og sænsku úrvalsdeildinni.
Íslenski boltinn Blönduós Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira