Fasteignamat eignarinnar er 80,8 milljónir en ásett verð er 87,9 milljónir sem er í raun nokkuð undir markaðsvirði enda eitt vinsælasta svæði landsins.
Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Innréttingar og gólfefni eru upprunalegar og var allt hannað á sínum tíma af Gunnari Magnússyni innanhúshönnuði enda má segja að það sé eins og að ganga inn í tímavél að líta þangað inn.
Líklega þarf að endurnýja umtalsvert í eigninni en sjá má myndir af húsinu hér að neðan.







