Fótbolti

Ungur leikmaður Atalanta lést úr krabbameini

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Willy Ta Bi varð Ítalíumeistari með U-19 ára liði Atalanta.
Willy Ta Bi varð Ítalíumeistari með U-19 ára liði Atalanta. getty/Emmanuele Ciancaglini

Willy Ta Bi, 21 árs leikmaður Atalanta, lést í gær eftir baráttu við lifrarkrabbamein.

Ta Bi gekk í raðir Atalanta 2019 og varð ítalskur meistari með U-19 ára liði félagsins. Meðal leikmanna í því liði var Amad Diallo, sem leikur nú með Manchester United.

Ta Bi greindist með krabbamein í lifrinni fyrir ári. Síðustu mánuði sína dvaldi hann í heimalandinu, Fílabeinsströndinni.

Atalanta greindi frá andláti Ta Bis í gær. „Við syrgjum leikmann okkar og meistara með U-19 ára liðinu sem féll frá alltof snemma og sameinust fjölskyldu hans og vinum í sorginni. Hvíl í friði, Willy.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×