Innlent

Hundrað þúsund króna sekt við broti á reglum um PCR-próf

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sóttvarnayfirvöldum þótti rétt að gefa fólki ráðrúm til að bregðast við nýju reglunum og var ákveðið að fyrst um sinn yrði ekki sektað fyrir broti á reglum um PCR-próf. Síðdegis tók ríkissaksóknari ákvörðun um að sekt við brotinu muni nema 50.000 krónum.
Sóttvarnayfirvöldum þótti rétt að gefa fólki ráðrúm til að bregðast við nýju reglunum og var ákveðið að fyrst um sinn yrði ekki sektað fyrir broti á reglum um PCR-próf. Síðdegis tók ríkissaksóknari ákvörðun um að sekt við brotinu muni nema 50.000 krónum.

Á næstu dögum þurfa þeir ferðalangar sem ekki framvísa nýlegu PCR-prófi fyrir brottför til Íslands að borga 100 þúsund krónur í sekt.

Fyrir viku tóku gildi nýjar reglur á landamærunum sem fela meðal annars í sér að öllum þeim sem koma til landsins verður gert skylt að framvísa nýlegu vottorði um neikvæða niðurstöðu PCR-prófs fyrir brottför til Íslands.

Sóttvarnayfirvöldum þótti rétt að gefa fólki ráðrúm til að bregðast við nýju reglunum og var ákveðið að fyrst um sinn yrði ekki sektað fyrir brot á reglum um PCR-próf. Síðdegis tók ríkissaksóknari ákvörðun um að sekt við brotinu muni nema 100 þúsund krónum.

Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar telur að reglugerðin verði innleidd að fullu af hálfu löggæsluyfirvalda á næstu dögum þar sem fólk verður sektað ef það getur ekki framvísað nýlegu PCR-prófi.

Upphaflega átti sektin að nema 50 þúsund krónum en hefur verið hækkuð upp í 100 þúsund krónur. Hér má nálgast uppfærð sektarfyrirmæli ríkissaksóknara vegna Covid-19 sem birt voru síðdegis. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×