Málsvörn fimmmenninganna: Opið bréf til Kára Stefánssonar Úlfur Atli Stefaníuson skrifar 23. febrúar 2021 15:30 Sæll Kári. Ég vil hefja þessa grein á því að þakka þér fyrir gott framlag gegn veirunni, sem og fyrir vinnuna sem fór í að kanna möguleikann á rannsókn með Pfizer. Persónulega, eins og margir aðrir, var ég fyrst og fremst upptekinn af því að rannsóknin yrði að veruleika, enda mikil spenna og væntingar í samfélaginu á tímabili. Fyrir mitt leyti, þá gerði þessi grein fimmmenninganna mér kleift að sjá hlutina í aðeins víðara samhengi. Vissulega varð ekkert úr rannsókninni, en það skaðar þó aldrei neinn að velta fyrir sér hlutunum út frá fersku sjónarhorni. Eflaust voru einhverjir á bakvið tjöldin nú þegar komnir í þessar pælingar en það er kostur þegar almenningur fær tækifæri til þess að vera með í þeim. Þessi grein heimspekinganna var því ágætis innlegg í umræðuna rétt eins og ýmsir pistlar þínir. Ég ætla ekki að leggja í þá vegferð að vega og meta kosti röksemdanna sem búa þar að baki, mig langar fremur til þess að grípa þennan bolta og koma með mínar eigin vangaveltur um samfélagsumræðuna nú til dags. Sem samfélag í heild þá held ég að við ættum að passa okkur á því að tala ekki niður fólk sem nálgast hlutina út frá öðruvísi sjónarhorni en við sjálf. Samfélagið þrífst nefnilega best þegar við leggjum okkur fram við að vera málefnaleg og erum opin fyrir því að taka skoðanir annarra til vangaveltu. Munum að það er eitt af hlutverkum heimspekinga að velta steinum, spyrja erfiðra spurninga um framtíðina og gera sitt besta til þess að bjóða öðru fólki með í þær vangaveltur. Í þessu samhengi getum við einnig talað um „heimspekinga“ í mun víðara samhengi en einungis prófessora í háskólum. Það er öllum frjálst að tileinka sér heimspekilegt hugarfar og ég held að við gerum það flest ómeðvitað að einhverju leyti. Að lokum velti ég því fyrir mér hvort við sem samfélag hefðum ekki gott af því ef þessi metingur á milli raunvísinda, félagsvísinda og hugvísinda myndi lúta í lægra haldi fyrir jákvæðri umræðu um samvinnuflöt þessara þriggja víðu sviða. Boltinn er hjá ykkur kæra samfélag. Höfundur er nemandi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Sæll Kári. Ég vil hefja þessa grein á því að þakka þér fyrir gott framlag gegn veirunni, sem og fyrir vinnuna sem fór í að kanna möguleikann á rannsókn með Pfizer. Persónulega, eins og margir aðrir, var ég fyrst og fremst upptekinn af því að rannsóknin yrði að veruleika, enda mikil spenna og væntingar í samfélaginu á tímabili. Fyrir mitt leyti, þá gerði þessi grein fimmmenninganna mér kleift að sjá hlutina í aðeins víðara samhengi. Vissulega varð ekkert úr rannsókninni, en það skaðar þó aldrei neinn að velta fyrir sér hlutunum út frá fersku sjónarhorni. Eflaust voru einhverjir á bakvið tjöldin nú þegar komnir í þessar pælingar en það er kostur þegar almenningur fær tækifæri til þess að vera með í þeim. Þessi grein heimspekinganna var því ágætis innlegg í umræðuna rétt eins og ýmsir pistlar þínir. Ég ætla ekki að leggja í þá vegferð að vega og meta kosti röksemdanna sem búa þar að baki, mig langar fremur til þess að grípa þennan bolta og koma með mínar eigin vangaveltur um samfélagsumræðuna nú til dags. Sem samfélag í heild þá held ég að við ættum að passa okkur á því að tala ekki niður fólk sem nálgast hlutina út frá öðruvísi sjónarhorni en við sjálf. Samfélagið þrífst nefnilega best þegar við leggjum okkur fram við að vera málefnaleg og erum opin fyrir því að taka skoðanir annarra til vangaveltu. Munum að það er eitt af hlutverkum heimspekinga að velta steinum, spyrja erfiðra spurninga um framtíðina og gera sitt besta til þess að bjóða öðru fólki með í þær vangaveltur. Í þessu samhengi getum við einnig talað um „heimspekinga“ í mun víðara samhengi en einungis prófessora í háskólum. Það er öllum frjálst að tileinka sér heimspekilegt hugarfar og ég held að við gerum það flest ómeðvitað að einhverju leyti. Að lokum velti ég því fyrir mér hvort við sem samfélag hefðum ekki gott af því ef þessi metingur á milli raunvísinda, félagsvísinda og hugvísinda myndi lúta í lægra haldi fyrir jákvæðri umræðu um samvinnuflöt þessara þriggja víðu sviða. Boltinn er hjá ykkur kæra samfélag. Höfundur er nemandi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun