Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2021 13:55 Jón Bjarni veitingamaður segist sáttur við þær breytingar sem Svandís kynnti í dag og hann segir að svo sé um þá sem hann hefur heyrt í nú í dag. Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. Jón Bjarni Steinsson veitingamaður á Dillon segist þokkalega sáttur við nýjar tilslakanir sem greint var frá fyrr í dag. Og svo sé um kollega hans í veitingabransanum. „Allavega þeir sem ég hef heyrt í. Það munar um þetta.“ Myndi þiggja að lögreglan slaki á í sínu eftirliti Svandís Svavarsdóttir kynnti nýja tilhögun á samkomubanni í dag. Takmarkanir á samkomum hafa verið rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Varðandi skemmti -og veitingastaði þá mega þeir taka við nýjum gestum til klukkan 22 og þarf að vera búið að loka stöðunum klukkan 23. Er verið að seinka lokun staðanna um klukkustund. Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um að hart hefur verið í ári hjá veitingamönnum. Og þeir hafa gagnrýnt þær reglur sem þeim hefur verið gert að fara eftir. Hljóðið er ólíkt betra í Jóni Bjarna nú en þegar Vísir ræddi við hann snemma í október á síðasta ári. Segist þokkalega sáttur við hinar nýju tilslakanir; „gott að taka svo af allan vafa um það hvenær þarf að henda öllum út. Það sem mér finnst samt vanta er að fá smá hvíld frá stöðugu lögreglueftirliti - það er orðið meira en þreytt að fá inn til sín lögregluþjóna allar helgar.“ Munar um auka klukkutíma á kvöldi Jón Bjarni segir gott að sjá hreyfingu á málum. Hann segist hafa búið sig undir engar breytingar. Og er þá Svandís óvænt komin í náðina hjá veitingamönnum? „Jájá. Ég held líka að menn séu farnir að sjá fyrir endann á þessu. Mér sýnist febrúar hjá mér stefna i að það komi meira inn en fer út. Ég bið ekki um mikið meira.“ Jón Bjarni segist spurður þetta svo sem ekki breyta miklu fyrir sig og sinn rekstur. „Ég kem ekki mikið fleirum inn með tveggja metra reglu. En það munar um auka klukkutíma á kvöldi.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Fimmtíu manns mega koma saman Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Reglugerðin tekur gildi á morgun. 23. febrúar 2021 11:33 Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Jón Bjarni Steinsson veitingamaður á Dillon segist þokkalega sáttur við nýjar tilslakanir sem greint var frá fyrr í dag. Og svo sé um kollega hans í veitingabransanum. „Allavega þeir sem ég hef heyrt í. Það munar um þetta.“ Myndi þiggja að lögreglan slaki á í sínu eftirliti Svandís Svavarsdóttir kynnti nýja tilhögun á samkomubanni í dag. Takmarkanir á samkomum hafa verið rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Varðandi skemmti -og veitingastaði þá mega þeir taka við nýjum gestum til klukkan 22 og þarf að vera búið að loka stöðunum klukkan 23. Er verið að seinka lokun staðanna um klukkustund. Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um að hart hefur verið í ári hjá veitingamönnum. Og þeir hafa gagnrýnt þær reglur sem þeim hefur verið gert að fara eftir. Hljóðið er ólíkt betra í Jóni Bjarna nú en þegar Vísir ræddi við hann snemma í október á síðasta ári. Segist þokkalega sáttur við hinar nýju tilslakanir; „gott að taka svo af allan vafa um það hvenær þarf að henda öllum út. Það sem mér finnst samt vanta er að fá smá hvíld frá stöðugu lögreglueftirliti - það er orðið meira en þreytt að fá inn til sín lögregluþjóna allar helgar.“ Munar um auka klukkutíma á kvöldi Jón Bjarni segir gott að sjá hreyfingu á málum. Hann segist hafa búið sig undir engar breytingar. Og er þá Svandís óvænt komin í náðina hjá veitingamönnum? „Jájá. Ég held líka að menn séu farnir að sjá fyrir endann á þessu. Mér sýnist febrúar hjá mér stefna i að það komi meira inn en fer út. Ég bið ekki um mikið meira.“ Jón Bjarni segist spurður þetta svo sem ekki breyta miklu fyrir sig og sinn rekstur. „Ég kem ekki mikið fleirum inn með tveggja metra reglu. En það munar um auka klukkutíma á kvöldi.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Fimmtíu manns mega koma saman Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Reglugerðin tekur gildi á morgun. 23. febrúar 2021 11:33 Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Fimmtíu manns mega koma saman Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Reglugerðin tekur gildi á morgun. 23. febrúar 2021 11:33