Vertu úti - viðskiptavinur! Jón Jósafat Björnsson skrifar 23. febrúar 2021 14:01 Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í bakaríi ásamt 11 öðrum þegar viðskiptavinur númer 13 gerði sig líklegan til að koma inn. Um leið og hann opnar hurðina hrópar starfsmaður bakarísins „út út.......þú verður að fara út......það eru of margir hér inni“. Viðskiptavinurinn sem var karlmaður á efri árum brá svo mikið að minnstu munanði að hann félli við þegar hann hrökklaðist út. Á þessum tímapunkti var mér fullkomlega ljóst að starfsfólki bakarísins var mjög umhugað um sóttvarnir. Óljósara var hvort upplifun viðskiptavinarins skipti jafn miklu máli. Undanfarna mánuði hefur fólk í framlínu fengið það hlutverk að fylgja eftir reglum stjórnvalda sem hafa verið misskýrar og tekið tíðum breytingum. Flugfreyjur og flugþjónar hafa ólíkt öðrum starfsstéttum lengi gætt öryggis farþega en um leið að tryggt ánægju þeirra og upplifun. Þegar ég beið eftir að röðin kæmi að mér, velti ég fyrir mér hvernig stjórnendur viðkomandi fyrirtækisins hafi þjálfað starfsfólkið sitt í þessu nýja hlutverki. Hafði það yfirleitt fengið einhverja þjálfun? Nú þegar við förum að sjá fyrir endann á Covid aukast væntingar okkar að ferðamönnum fjölgi með haustinu. Víða heyrist að við ættum að horfa meira á gæði ferðamanna en magn þ.e.a.s. að laða til okkar ferðmenn sem skilja meiri peninga eftir. Í þeirri umræðu ættum við að hafa hugfast að ferðamenn sem eyða miklu gera líka miklar kröfur um gæði og góða þjónustu. Ef við viljum að Ísland verði ,,hágæða vara“ í augum ferðamanna þarf hver og einn að standa klár á sínu hlutverki. Til að sinna starfi sínu vel þarf hæfni að vera til staðar og hún fæst með þekkingu og þjálfun. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í bakaríi ásamt 11 öðrum þegar viðskiptavinur númer 13 gerði sig líklegan til að koma inn. Um leið og hann opnar hurðina hrópar starfsmaður bakarísins „út út.......þú verður að fara út......það eru of margir hér inni“. Viðskiptavinurinn sem var karlmaður á efri árum brá svo mikið að minnstu munanði að hann félli við þegar hann hrökklaðist út. Á þessum tímapunkti var mér fullkomlega ljóst að starfsfólki bakarísins var mjög umhugað um sóttvarnir. Óljósara var hvort upplifun viðskiptavinarins skipti jafn miklu máli. Undanfarna mánuði hefur fólk í framlínu fengið það hlutverk að fylgja eftir reglum stjórnvalda sem hafa verið misskýrar og tekið tíðum breytingum. Flugfreyjur og flugþjónar hafa ólíkt öðrum starfsstéttum lengi gætt öryggis farþega en um leið að tryggt ánægju þeirra og upplifun. Þegar ég beið eftir að röðin kæmi að mér, velti ég fyrir mér hvernig stjórnendur viðkomandi fyrirtækisins hafi þjálfað starfsfólkið sitt í þessu nýja hlutverki. Hafði það yfirleitt fengið einhverja þjálfun? Nú þegar við förum að sjá fyrir endann á Covid aukast væntingar okkar að ferðamönnum fjölgi með haustinu. Víða heyrist að við ættum að horfa meira á gæði ferðamanna en magn þ.e.a.s. að laða til okkar ferðmenn sem skilja meiri peninga eftir. Í þeirri umræðu ættum við að hafa hugfast að ferðamenn sem eyða miklu gera líka miklar kröfur um gæði og góða þjónustu. Ef við viljum að Ísland verði ,,hágæða vara“ í augum ferðamanna þarf hver og einn að standa klár á sínu hlutverki. Til að sinna starfi sínu vel þarf hæfni að vera til staðar og hún fæst með þekkingu og þjálfun. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar