Dag vantar bara tvö mörk til að verða fyrstur í hundrað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 15:31 Dagur Arnarsson fékk tíu í einkunn frá HB Statz fyrir frammistöðu sína á móti FH um helgina. Vísir/Vilhelm Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson er efstur í Olís deild karla í handbolta á listanum yfir þá sem hafa átt þátt í flestum mörkum með því annaðhvort að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu. Dagur Arnarsson hefur alls komið með beinum hætti að 98 mörkum til þessa í deildinni en þetta má sjá í tölfræði HB Statz um deildina. Dagur er með flestar stoðsendingar í deildinni eða 55 í tíu leikjum sem gera 5,5 stoðsendingar í leik. Hann er tólf stoðsendingum meira en FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson. Dagur er einnig búinn að skora 43 mörk sjálfur. Dagur komst mjög nálægt hundraðinu í leik ÍBV og FH um helgina þar sem hann kom að fimmtán mörkum Eyjaliðsins, skoraði átta og gaf sjö stoðsendingar. Reyndar hefðu liðsfélagar hans getað hjálpað honum upp í hundraðið því þeri klúðruðu fimm sköpuðu skotfærum hjá honum. Dagur skapaði því alls tólf skotfæri í leiknum og átti síðan fjórar sendingar að auki sem gáfu vítaköst. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að strákurinn fékk tíu í einkunn frá HB Statz fyrir frammistöðu sína. Því miður fyrir Eyjamenn þá dugði það ekki til sigurs. FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson átti líka möguleika á að komast í hundraðið í þessum leik í Eyjum en meiðsli komu í veg fyrir það og hann er nú fimm mörkum frá hundrað með 68 mörk og 27 stoðsendingar. Það eru leikmenn á topplistanum sem eiga inni leik í kvöld en þá fara fram síðustu þrír leikirnir í elleftu umferðinni. Af þeim er Valsarinn Anton Rúnarsson hæstur með 80 mörk en Selfyssingurinn Guðmundur Hólmar Helgason er fjórum mörkum á eftir honum. Þáttur í flestum mörkum í Olís deild karla: (Mörk + stoðsendingar / Frá HB Statz) Dagur Arnarsson, ÍBV 98 (43+55) Ásbjörn Friðriksson, FH 95 (68+27) Tandri Már Konráðsson, Stjarnan 85 (58+27) Vilhelm Poulsen, Fram 85 (48+37) Einar Rafn Eiðsson, FH 80 (37+43) Anton Rúnarsson, Val 79 (46+33) Aki Egilsnes, KA 77 (40+37) Guðmundur Hólmar Helgason, Selfossi 76 (46+30) Ihor Kopyshynskyi, Þór Ak. 75 (70+5) Árni Bragi Eyjólfsson, KA 74 (55+19) Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsending frá leik ÍR og Hauka hefst klukkan 17.50 og útsending frá leik Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.30. Seinni bylgjan er síðan á dagskrá klukkan 21.15 á Stöð 2 Sport en þar verður farið yfir alla umferðina. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Sjá meira
Dagur Arnarsson hefur alls komið með beinum hætti að 98 mörkum til þessa í deildinni en þetta má sjá í tölfræði HB Statz um deildina. Dagur er með flestar stoðsendingar í deildinni eða 55 í tíu leikjum sem gera 5,5 stoðsendingar í leik. Hann er tólf stoðsendingum meira en FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson. Dagur er einnig búinn að skora 43 mörk sjálfur. Dagur komst mjög nálægt hundraðinu í leik ÍBV og FH um helgina þar sem hann kom að fimmtán mörkum Eyjaliðsins, skoraði átta og gaf sjö stoðsendingar. Reyndar hefðu liðsfélagar hans getað hjálpað honum upp í hundraðið því þeri klúðruðu fimm sköpuðu skotfærum hjá honum. Dagur skapaði því alls tólf skotfæri í leiknum og átti síðan fjórar sendingar að auki sem gáfu vítaköst. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að strákurinn fékk tíu í einkunn frá HB Statz fyrir frammistöðu sína. Því miður fyrir Eyjamenn þá dugði það ekki til sigurs. FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson átti líka möguleika á að komast í hundraðið í þessum leik í Eyjum en meiðsli komu í veg fyrir það og hann er nú fimm mörkum frá hundrað með 68 mörk og 27 stoðsendingar. Það eru leikmenn á topplistanum sem eiga inni leik í kvöld en þá fara fram síðustu þrír leikirnir í elleftu umferðinni. Af þeim er Valsarinn Anton Rúnarsson hæstur með 80 mörk en Selfyssingurinn Guðmundur Hólmar Helgason er fjórum mörkum á eftir honum. Þáttur í flestum mörkum í Olís deild karla: (Mörk + stoðsendingar / Frá HB Statz) Dagur Arnarsson, ÍBV 98 (43+55) Ásbjörn Friðriksson, FH 95 (68+27) Tandri Már Konráðsson, Stjarnan 85 (58+27) Vilhelm Poulsen, Fram 85 (48+37) Einar Rafn Eiðsson, FH 80 (37+43) Anton Rúnarsson, Val 79 (46+33) Aki Egilsnes, KA 77 (40+37) Guðmundur Hólmar Helgason, Selfossi 76 (46+30) Ihor Kopyshynskyi, Þór Ak. 75 (70+5) Árni Bragi Eyjólfsson, KA 74 (55+19) Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsending frá leik ÍR og Hauka hefst klukkan 17.50 og útsending frá leik Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.30. Seinni bylgjan er síðan á dagskrá klukkan 21.15 á Stöð 2 Sport en þar verður farið yfir alla umferðina. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Þáttur í flestum mörkum í Olís deild karla: (Mörk + stoðsendingar / Frá HB Statz) Dagur Arnarsson, ÍBV 98 (43+55) Ásbjörn Friðriksson, FH 95 (68+27) Tandri Már Konráðsson, Stjarnan 85 (58+27) Vilhelm Poulsen, Fram 85 (48+37) Einar Rafn Eiðsson, FH 80 (37+43) Anton Rúnarsson, Val 79 (46+33) Aki Egilsnes, KA 77 (40+37) Guðmundur Hólmar Helgason, Selfossi 76 (46+30) Ihor Kopyshynskyi, Þór Ak. 75 (70+5) Árni Bragi Eyjólfsson, KA 74 (55+19)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Sjá meira