Bandarísku landsliðskonurnar hættar að krjúpa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 09:00 Allir leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins stóðu á meðan bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leikinn á móti Brasilíu. Getty/Alex Menendez Bandaríska kvennalandsliðið hélt sigurgöngu sinni áfram í gærkvöldi en það vakti líka talsverða athygli sem þær gerðu ekki fyrir leikinn sinn í gær. Bandaríkin vann 2-0 sigur á Brasilíu í öðrum leik sínum á SheBelieves æfingamótinu í Orlando í Flórída. Þetta var fimmtándi sigur bandaríska kvennalandsliðsins í röð og 36. leikur liðsins í röð án taps. Christen Press og Megan Rapinoe skoruðu mörkin. Þetta var líka annar leikur liðsins í SheBelieves mótinu en þær bandarísku höfðu unnið Kanada fyrir nokkrum dögum. Crystal Dunn says the #USWNT stood for the national anthem today because the team is "past the protesting phase" and is now "putting all the talk into actual work." https://t.co/ryPdlfzVI9— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) February 22, 2021 Bandaríska liðið vakti heimsathygli á sínum tíma fyrir að krjúpa í bandaríska þjóðsöngnum til að mótmæla óréttlæti svartra í heimalandi sínu. Sumar fór niður á hné í þjóðsöngnum fyrir leikinn á móti Kanada en í leiknum á móti Brasilíu í gær þá stóðu þær allar þegar „The Star-Spangled Banner“ var spilaður. Crystal Dunn, varnarmaður bandaríska liðsins, sagði fjölmiðlamönnum eftir leikinn að leikmenn liðsins væru hættar að mótmæla með því að krjúpa á meðan þjóðsöngurinn er spilaður. Í staðinn ætla þeir að einbeita sér að láta verkin tala utan vallar. Landsliðskonurnar voru þó í upphitunarjökkum þar sem á stóð „Black Lives Matter“ og það hafði ekki breyst frá því í síðustu leikjum. Stellar goals, skill all over the pitch, well-timed tackles and whatever it took to get the win : vs. pic.twitter.com/EyoxHaY9pH— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 21, 2021 Dunn sagði að það hefði ekki farið fram kosning innan liðsins en þetta engu að síður sameiginleg ákvörðun leikmannanna. „Þær sem voru að mótmæla með því að fara að niður á hnén vildu vekja athygli á harðræði lögregluþjóna og kynþáttafordómum í garð þeldökkra í landinu. Ég held að við höfum ákveðið að hætta þessu af því okkur finnst við ekki lengur þurfa að krjúpa í þjóðsöngnum af því að við erum að vinna vinnuna á bak við tjöldin. Við erum að berjast á móti kerfisbundnum rasisma og við ætluðum aldrei að krjúpa endalaust. Ég held að við séum allar stoltar af vinnu okkar á bak við tjöldin og þetta var leikurinn þar sem okkur fannst kominn tími til að færa okkur yfir á næsta stig í baráttunni fyrir breytingum,“ sagði Crystal Dunn. Crystal Dunn er 28 ára gömul og ein af þeldökkum leikmönnum bandaríska landsliðsins. Hún hefur spilað yfir hundrað landsleiki á sínum ferli og var í heimsmeistaraliðinu 2019. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Bandaríkin vann 2-0 sigur á Brasilíu í öðrum leik sínum á SheBelieves æfingamótinu í Orlando í Flórída. Þetta var fimmtándi sigur bandaríska kvennalandsliðsins í röð og 36. leikur liðsins í röð án taps. Christen Press og Megan Rapinoe skoruðu mörkin. Þetta var líka annar leikur liðsins í SheBelieves mótinu en þær bandarísku höfðu unnið Kanada fyrir nokkrum dögum. Crystal Dunn says the #USWNT stood for the national anthem today because the team is "past the protesting phase" and is now "putting all the talk into actual work." https://t.co/ryPdlfzVI9— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) February 22, 2021 Bandaríska liðið vakti heimsathygli á sínum tíma fyrir að krjúpa í bandaríska þjóðsöngnum til að mótmæla óréttlæti svartra í heimalandi sínu. Sumar fór niður á hné í þjóðsöngnum fyrir leikinn á móti Kanada en í leiknum á móti Brasilíu í gær þá stóðu þær allar þegar „The Star-Spangled Banner“ var spilaður. Crystal Dunn, varnarmaður bandaríska liðsins, sagði fjölmiðlamönnum eftir leikinn að leikmenn liðsins væru hættar að mótmæla með því að krjúpa á meðan þjóðsöngurinn er spilaður. Í staðinn ætla þeir að einbeita sér að láta verkin tala utan vallar. Landsliðskonurnar voru þó í upphitunarjökkum þar sem á stóð „Black Lives Matter“ og það hafði ekki breyst frá því í síðustu leikjum. Stellar goals, skill all over the pitch, well-timed tackles and whatever it took to get the win : vs. pic.twitter.com/EyoxHaY9pH— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 21, 2021 Dunn sagði að það hefði ekki farið fram kosning innan liðsins en þetta engu að síður sameiginleg ákvörðun leikmannanna. „Þær sem voru að mótmæla með því að fara að niður á hnén vildu vekja athygli á harðræði lögregluþjóna og kynþáttafordómum í garð þeldökkra í landinu. Ég held að við höfum ákveðið að hætta þessu af því okkur finnst við ekki lengur þurfa að krjúpa í þjóðsöngnum af því að við erum að vinna vinnuna á bak við tjöldin. Við erum að berjast á móti kerfisbundnum rasisma og við ætluðum aldrei að krjúpa endalaust. Ég held að við séum allar stoltar af vinnu okkar á bak við tjöldin og þetta var leikurinn þar sem okkur fannst kominn tími til að færa okkur yfir á næsta stig í baráttunni fyrir breytingum,“ sagði Crystal Dunn. Crystal Dunn er 28 ára gömul og ein af þeldökkum leikmönnum bandaríska landsliðsins. Hún hefur spilað yfir hundrað landsleiki á sínum ferli og var í heimsmeistaraliðinu 2019.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira