Bandarísku landsliðskonurnar hættar að krjúpa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 09:00 Allir leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins stóðu á meðan bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leikinn á móti Brasilíu. Getty/Alex Menendez Bandaríska kvennalandsliðið hélt sigurgöngu sinni áfram í gærkvöldi en það vakti líka talsverða athygli sem þær gerðu ekki fyrir leikinn sinn í gær. Bandaríkin vann 2-0 sigur á Brasilíu í öðrum leik sínum á SheBelieves æfingamótinu í Orlando í Flórída. Þetta var fimmtándi sigur bandaríska kvennalandsliðsins í röð og 36. leikur liðsins í röð án taps. Christen Press og Megan Rapinoe skoruðu mörkin. Þetta var líka annar leikur liðsins í SheBelieves mótinu en þær bandarísku höfðu unnið Kanada fyrir nokkrum dögum. Crystal Dunn says the #USWNT stood for the national anthem today because the team is "past the protesting phase" and is now "putting all the talk into actual work." https://t.co/ryPdlfzVI9— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) February 22, 2021 Bandaríska liðið vakti heimsathygli á sínum tíma fyrir að krjúpa í bandaríska þjóðsöngnum til að mótmæla óréttlæti svartra í heimalandi sínu. Sumar fór niður á hné í þjóðsöngnum fyrir leikinn á móti Kanada en í leiknum á móti Brasilíu í gær þá stóðu þær allar þegar „The Star-Spangled Banner“ var spilaður. Crystal Dunn, varnarmaður bandaríska liðsins, sagði fjölmiðlamönnum eftir leikinn að leikmenn liðsins væru hættar að mótmæla með því að krjúpa á meðan þjóðsöngurinn er spilaður. Í staðinn ætla þeir að einbeita sér að láta verkin tala utan vallar. Landsliðskonurnar voru þó í upphitunarjökkum þar sem á stóð „Black Lives Matter“ og það hafði ekki breyst frá því í síðustu leikjum. Stellar goals, skill all over the pitch, well-timed tackles and whatever it took to get the win : vs. pic.twitter.com/EyoxHaY9pH— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 21, 2021 Dunn sagði að það hefði ekki farið fram kosning innan liðsins en þetta engu að síður sameiginleg ákvörðun leikmannanna. „Þær sem voru að mótmæla með því að fara að niður á hnén vildu vekja athygli á harðræði lögregluþjóna og kynþáttafordómum í garð þeldökkra í landinu. Ég held að við höfum ákveðið að hætta þessu af því okkur finnst við ekki lengur þurfa að krjúpa í þjóðsöngnum af því að við erum að vinna vinnuna á bak við tjöldin. Við erum að berjast á móti kerfisbundnum rasisma og við ætluðum aldrei að krjúpa endalaust. Ég held að við séum allar stoltar af vinnu okkar á bak við tjöldin og þetta var leikurinn þar sem okkur fannst kominn tími til að færa okkur yfir á næsta stig í baráttunni fyrir breytingum,“ sagði Crystal Dunn. Crystal Dunn er 28 ára gömul og ein af þeldökkum leikmönnum bandaríska landsliðsins. Hún hefur spilað yfir hundrað landsleiki á sínum ferli og var í heimsmeistaraliðinu 2019. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira
Bandaríkin vann 2-0 sigur á Brasilíu í öðrum leik sínum á SheBelieves æfingamótinu í Orlando í Flórída. Þetta var fimmtándi sigur bandaríska kvennalandsliðsins í röð og 36. leikur liðsins í röð án taps. Christen Press og Megan Rapinoe skoruðu mörkin. Þetta var líka annar leikur liðsins í SheBelieves mótinu en þær bandarísku höfðu unnið Kanada fyrir nokkrum dögum. Crystal Dunn says the #USWNT stood for the national anthem today because the team is "past the protesting phase" and is now "putting all the talk into actual work." https://t.co/ryPdlfzVI9— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) February 22, 2021 Bandaríska liðið vakti heimsathygli á sínum tíma fyrir að krjúpa í bandaríska þjóðsöngnum til að mótmæla óréttlæti svartra í heimalandi sínu. Sumar fór niður á hné í þjóðsöngnum fyrir leikinn á móti Kanada en í leiknum á móti Brasilíu í gær þá stóðu þær allar þegar „The Star-Spangled Banner“ var spilaður. Crystal Dunn, varnarmaður bandaríska liðsins, sagði fjölmiðlamönnum eftir leikinn að leikmenn liðsins væru hættar að mótmæla með því að krjúpa á meðan þjóðsöngurinn er spilaður. Í staðinn ætla þeir að einbeita sér að láta verkin tala utan vallar. Landsliðskonurnar voru þó í upphitunarjökkum þar sem á stóð „Black Lives Matter“ og það hafði ekki breyst frá því í síðustu leikjum. Stellar goals, skill all over the pitch, well-timed tackles and whatever it took to get the win : vs. pic.twitter.com/EyoxHaY9pH— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 21, 2021 Dunn sagði að það hefði ekki farið fram kosning innan liðsins en þetta engu að síður sameiginleg ákvörðun leikmannanna. „Þær sem voru að mótmæla með því að fara að niður á hnén vildu vekja athygli á harðræði lögregluþjóna og kynþáttafordómum í garð þeldökkra í landinu. Ég held að við höfum ákveðið að hætta þessu af því okkur finnst við ekki lengur þurfa að krjúpa í þjóðsöngnum af því að við erum að vinna vinnuna á bak við tjöldin. Við erum að berjast á móti kerfisbundnum rasisma og við ætluðum aldrei að krjúpa endalaust. Ég held að við séum allar stoltar af vinnu okkar á bak við tjöldin og þetta var leikurinn þar sem okkur fannst kominn tími til að færa okkur yfir á næsta stig í baráttunni fyrir breytingum,“ sagði Crystal Dunn. Crystal Dunn er 28 ára gömul og ein af þeldökkum leikmönnum bandaríska landsliðsins. Hún hefur spilað yfir hundrað landsleiki á sínum ferli og var í heimsmeistaraliðinu 2019.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira