Íslenskur strákur valinn sem ein af vonarstjörnum CrossFit íþróttarinnar í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 08:30 Haraldur Holgersson sést hér til hægri við hlið Björgvins Karls Guðmundssonar en BKG hefur undanfarin ár verið yfirburðarmaður í karlaflokki í CrossFit íþróttinni á Íslandi. Instagram/@haraldur98 Haraldur Holgersson er tilnefndur af sérfræðingi Morning Chalk Up sem einn af unga CrossFit fólki heimsins sem gæti slegið í gegn á árinu 2021. Morning Chalk Up fékk þrjá sérfræðinga til að tilnefna einn karl og eina kona sem gætu skapað sér nafn á heimsleikunum í CrossFit í ár. Sérfræðingarnir eru þeir Tommy Marquez, Patrick Clark og Brian Friend. Tilnefndu þeir CrossFit fólk frá fjórum löndum og þar á meðal Íslandi. Íþróttafólkið varð að vera 23 ára eða yngri og hafa aldrei tekið þátt áður á heimsleikunum. Tommy Marquez tilnefndi Dallin Pepper, nítján ára Bandaríkjamann og hina sautján ára gömlu Anikha Greer frá Kanada. Patrick Clark tilnefndi 21 árs gamlan Bandaríkjamann að nafni Cole Greashaber og Ellie Turner sem er 23 ára og frá Ástralíu. Brian Friend horfði hins vegar norður til Íslands og tilnefndi hinn 22 ára gamla Harald Holgersson og Sydney Michalyshen sem er 21 árs gömul og frá Kanada. View this post on Instagram A post shared by Haraldur Holgersson (@haraldur98) Haraldur hefur náð góðum árangri í unglingaflokki á heimsleikunum en hann endaði í áttunda sæti í flokki 16 til 17 ára stráka árið 2016. Hann náði þá fimmta besta árangrinum í heimi í The Open í sínum aldursflokki. Haraldur tók þá í liðakeppninni árið 2017 og varð þá í 28. sæti á heimsleikunum með CF XY. Haraldur hefur verið að minna á sig síðustu ár, varð meðal annars sjöundi á Strength in Depth og fimmti á CrossFit móti í Noregi. Haraldur átti fínt Open í fyrra þar sem hann endaði í 94. sæti í heiminum og varð næstefstur karla á Íslandi á eftir Björgvini Karli Guðmundssyni. „Þó að það sé ólíklegt að hann geri betur en BKG þá býst ég við því að hann standi sig enn betur á The Open í ár. Ég held að hann muni berjast um sæti í undanúrslitunum og svo sæti á heimsleikunum í framhaldinu,“ sagði Brian Friend um Harald. Það má finna meira um þetta val á væntanlegum spútnikstjörnum ársins í CrossFit íþróttinni með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Haraldur Holgersson (@haraldur98) CrossFit Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Morning Chalk Up fékk þrjá sérfræðinga til að tilnefna einn karl og eina kona sem gætu skapað sér nafn á heimsleikunum í CrossFit í ár. Sérfræðingarnir eru þeir Tommy Marquez, Patrick Clark og Brian Friend. Tilnefndu þeir CrossFit fólk frá fjórum löndum og þar á meðal Íslandi. Íþróttafólkið varð að vera 23 ára eða yngri og hafa aldrei tekið þátt áður á heimsleikunum. Tommy Marquez tilnefndi Dallin Pepper, nítján ára Bandaríkjamann og hina sautján ára gömlu Anikha Greer frá Kanada. Patrick Clark tilnefndi 21 árs gamlan Bandaríkjamann að nafni Cole Greashaber og Ellie Turner sem er 23 ára og frá Ástralíu. Brian Friend horfði hins vegar norður til Íslands og tilnefndi hinn 22 ára gamla Harald Holgersson og Sydney Michalyshen sem er 21 árs gömul og frá Kanada. View this post on Instagram A post shared by Haraldur Holgersson (@haraldur98) Haraldur hefur náð góðum árangri í unglingaflokki á heimsleikunum en hann endaði í áttunda sæti í flokki 16 til 17 ára stráka árið 2016. Hann náði þá fimmta besta árangrinum í heimi í The Open í sínum aldursflokki. Haraldur tók þá í liðakeppninni árið 2017 og varð þá í 28. sæti á heimsleikunum með CF XY. Haraldur hefur verið að minna á sig síðustu ár, varð meðal annars sjöundi á Strength in Depth og fimmti á CrossFit móti í Noregi. Haraldur átti fínt Open í fyrra þar sem hann endaði í 94. sæti í heiminum og varð næstefstur karla á Íslandi á eftir Björgvini Karli Guðmundssyni. „Þó að það sé ólíklegt að hann geri betur en BKG þá býst ég við því að hann standi sig enn betur á The Open í ár. Ég held að hann muni berjast um sæti í undanúrslitunum og svo sæti á heimsleikunum í framhaldinu,“ sagði Brian Friend um Harald. Það má finna meira um þetta val á væntanlegum spútnikstjörnum ársins í CrossFit íþróttinni með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Haraldur Holgersson (@haraldur98)
CrossFit Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira