Íslenskur strákur valinn sem ein af vonarstjörnum CrossFit íþróttarinnar í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 08:30 Haraldur Holgersson sést hér til hægri við hlið Björgvins Karls Guðmundssonar en BKG hefur undanfarin ár verið yfirburðarmaður í karlaflokki í CrossFit íþróttinni á Íslandi. Instagram/@haraldur98 Haraldur Holgersson er tilnefndur af sérfræðingi Morning Chalk Up sem einn af unga CrossFit fólki heimsins sem gæti slegið í gegn á árinu 2021. Morning Chalk Up fékk þrjá sérfræðinga til að tilnefna einn karl og eina kona sem gætu skapað sér nafn á heimsleikunum í CrossFit í ár. Sérfræðingarnir eru þeir Tommy Marquez, Patrick Clark og Brian Friend. Tilnefndu þeir CrossFit fólk frá fjórum löndum og þar á meðal Íslandi. Íþróttafólkið varð að vera 23 ára eða yngri og hafa aldrei tekið þátt áður á heimsleikunum. Tommy Marquez tilnefndi Dallin Pepper, nítján ára Bandaríkjamann og hina sautján ára gömlu Anikha Greer frá Kanada. Patrick Clark tilnefndi 21 árs gamlan Bandaríkjamann að nafni Cole Greashaber og Ellie Turner sem er 23 ára og frá Ástralíu. Brian Friend horfði hins vegar norður til Íslands og tilnefndi hinn 22 ára gamla Harald Holgersson og Sydney Michalyshen sem er 21 árs gömul og frá Kanada. View this post on Instagram A post shared by Haraldur Holgersson (@haraldur98) Haraldur hefur náð góðum árangri í unglingaflokki á heimsleikunum en hann endaði í áttunda sæti í flokki 16 til 17 ára stráka árið 2016. Hann náði þá fimmta besta árangrinum í heimi í The Open í sínum aldursflokki. Haraldur tók þá í liðakeppninni árið 2017 og varð þá í 28. sæti á heimsleikunum með CF XY. Haraldur hefur verið að minna á sig síðustu ár, varð meðal annars sjöundi á Strength in Depth og fimmti á CrossFit móti í Noregi. Haraldur átti fínt Open í fyrra þar sem hann endaði í 94. sæti í heiminum og varð næstefstur karla á Íslandi á eftir Björgvini Karli Guðmundssyni. „Þó að það sé ólíklegt að hann geri betur en BKG þá býst ég við því að hann standi sig enn betur á The Open í ár. Ég held að hann muni berjast um sæti í undanúrslitunum og svo sæti á heimsleikunum í framhaldinu,“ sagði Brian Friend um Harald. Það má finna meira um þetta val á væntanlegum spútnikstjörnum ársins í CrossFit íþróttinni með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Haraldur Holgersson (@haraldur98) CrossFit Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Sjá meira
Morning Chalk Up fékk þrjá sérfræðinga til að tilnefna einn karl og eina kona sem gætu skapað sér nafn á heimsleikunum í CrossFit í ár. Sérfræðingarnir eru þeir Tommy Marquez, Patrick Clark og Brian Friend. Tilnefndu þeir CrossFit fólk frá fjórum löndum og þar á meðal Íslandi. Íþróttafólkið varð að vera 23 ára eða yngri og hafa aldrei tekið þátt áður á heimsleikunum. Tommy Marquez tilnefndi Dallin Pepper, nítján ára Bandaríkjamann og hina sautján ára gömlu Anikha Greer frá Kanada. Patrick Clark tilnefndi 21 árs gamlan Bandaríkjamann að nafni Cole Greashaber og Ellie Turner sem er 23 ára og frá Ástralíu. Brian Friend horfði hins vegar norður til Íslands og tilnefndi hinn 22 ára gamla Harald Holgersson og Sydney Michalyshen sem er 21 árs gömul og frá Kanada. View this post on Instagram A post shared by Haraldur Holgersson (@haraldur98) Haraldur hefur náð góðum árangri í unglingaflokki á heimsleikunum en hann endaði í áttunda sæti í flokki 16 til 17 ára stráka árið 2016. Hann náði þá fimmta besta árangrinum í heimi í The Open í sínum aldursflokki. Haraldur tók þá í liðakeppninni árið 2017 og varð þá í 28. sæti á heimsleikunum með CF XY. Haraldur hefur verið að minna á sig síðustu ár, varð meðal annars sjöundi á Strength in Depth og fimmti á CrossFit móti í Noregi. Haraldur átti fínt Open í fyrra þar sem hann endaði í 94. sæti í heiminum og varð næstefstur karla á Íslandi á eftir Björgvini Karli Guðmundssyni. „Þó að það sé ólíklegt að hann geri betur en BKG þá býst ég við því að hann standi sig enn betur á The Open í ár. Ég held að hann muni berjast um sæti í undanúrslitunum og svo sæti á heimsleikunum í framhaldinu,“ sagði Brian Friend um Harald. Það má finna meira um þetta val á væntanlegum spútnikstjörnum ársins í CrossFit íþróttinni með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Haraldur Holgersson (@haraldur98)
CrossFit Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Sjá meira