Mourinho segir þjálfunaraðferðir sínar og þjálfara sinna með þeim bestu í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2021 21:21 Mourinho bendir réttilega á að Tottenham hefði þurft þrjú mörk til að vinna leik dagsins. Þeir skoruðu aðeins eitt og töpuðu 2-1. EPA-EFE/Kirsty Wigglesworth José Mourinho hrósaði leikmönnum sínum eftir að Tottenham Hotspur tapaði 2-1 gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá sagði Portúgalinn geðþekki að það væri engin krísa í gangi. Mourinho hrósaði leikmönnum sínum óvænt eftir tap dagsins og sagði þá hafa átt meira skilið. „Ég veit ekki hvað þú átt við með krísu. Ef krísa er pirringur og sorg í búningsklefanum þá myndi ég taka undir það því enginn er ánægður og við sýndum það í þessum leik,“ sagði Mourinho í viðtali eftir leik. „Þegar lið berst eins og við gerðum þangað til á síðustu sekúndu leiksins þá er aldrei um krísu að ræða. Lið í krísu standa ekki saman í leit sinni að betri úrslitum. Ég myndi ekki segja að um krísu væri að ræða, ég myndi segja að við værum ekki að ná í nægilega góð úrslit. Það er augljóst. Við erum að tapa of mörgum leikjum.“ 'My coaching methods are second to nobody in the world' - Mourinho digs in after fifth Spurs loss in six league gameshttps://t.co/Pg1wKWLXoE pic.twitter.com/tdnM6KlKnw— Independent Sport (@IndoSport) February 21, 2021 „Úrslitin í dag hefðu átt að vera önnur. Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik, það er mín tilfinning. Varnarlínan þeirra var frábær, þetta er eins og deja vu. Þeir gerðu allt sem þeir gátu og gerðu okkur erfitt fyrir.“ „Nei alls ekki, engan veginn,“ sagði Mourinho aðspurður út í hvort þjálfunaraðferðir hans ættu sinn hlut í slæmu gengi Tottenham. „Stundum eru úrslitin niðurstaða margra mismunandi hluta í fótbolta og þjálfunaraðferðir mínar og þjálfarateymisins míns eru með þeim bestu í heimi.“ Að lokum var Mourinho spurður út í Gareth Bale en hann lagði upp mark Tottenham og átti skot í slá. Þjálfarinn sagði að þeir væru að reyna koma honum í gang en þar sem hann spilaði 65 mínútur á fimmtudaginn í 4-1 sigrinum á Wolfsberger í Evrópudeildinni þá hafi hann ekki getað byrjað leik dagsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Mourinho hrósaði leikmönnum sínum óvænt eftir tap dagsins og sagði þá hafa átt meira skilið. „Ég veit ekki hvað þú átt við með krísu. Ef krísa er pirringur og sorg í búningsklefanum þá myndi ég taka undir það því enginn er ánægður og við sýndum það í þessum leik,“ sagði Mourinho í viðtali eftir leik. „Þegar lið berst eins og við gerðum þangað til á síðustu sekúndu leiksins þá er aldrei um krísu að ræða. Lið í krísu standa ekki saman í leit sinni að betri úrslitum. Ég myndi ekki segja að um krísu væri að ræða, ég myndi segja að við værum ekki að ná í nægilega góð úrslit. Það er augljóst. Við erum að tapa of mörgum leikjum.“ 'My coaching methods are second to nobody in the world' - Mourinho digs in after fifth Spurs loss in six league gameshttps://t.co/Pg1wKWLXoE pic.twitter.com/tdnM6KlKnw— Independent Sport (@IndoSport) February 21, 2021 „Úrslitin í dag hefðu átt að vera önnur. Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik, það er mín tilfinning. Varnarlínan þeirra var frábær, þetta er eins og deja vu. Þeir gerðu allt sem þeir gátu og gerðu okkur erfitt fyrir.“ „Nei alls ekki, engan veginn,“ sagði Mourinho aðspurður út í hvort þjálfunaraðferðir hans ættu sinn hlut í slæmu gengi Tottenham. „Stundum eru úrslitin niðurstaða margra mismunandi hluta í fótbolta og þjálfunaraðferðir mínar og þjálfarateymisins míns eru með þeim bestu í heimi.“ Að lokum var Mourinho spurður út í Gareth Bale en hann lagði upp mark Tottenham og átti skot í slá. Þjálfarinn sagði að þeir væru að reyna koma honum í gang en þar sem hann spilaði 65 mínútur á fimmtudaginn í 4-1 sigrinum á Wolfsberger í Evrópudeildinni þá hafi hann ekki getað byrjað leik dagsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira