„Hættum að þvinga hugmyndafræði á diska barnanna okkar,“ skrifaði landbúnaðarráðherrann Julien Denormandie á Twitter. Hann sagði kjöt nauðsynlegt svo börn gætu þroskast vel.
Arrêtons de mettre de l’idéologie dans l’assiette de nos enfants !
— Julien Denormandie (@J_Denormandie) February 21, 2021
Donnons-leur simplement ce dont ils ont besoin pour bien grandir. La viande en fait partie.
J’ai saisi le Préfet du Rhône. https://t.co/Kiw0v5ZaNC
Innanríkisráðherrann Gerald Darmanin tók í sama streng og sagði ákvörðunina óásættanlega mógðun við franska bændur og slátrara.
Doucet, sem er meðlimur í franska græningjaflokknum, sagði forvera sinn í starfi hafa gripið til sömu úrræða þegar faraldurinn hófst. Darmanin sagði ákvörðunina þó merki um „elítíska stefnu“ græningjaflokksins og að sum börn fengju aðeins kjöt í skólamötuneytinu.