Lífið

Norð­menn senda „fallinn engil“ í Euro­vision

Sylvía Hall skrifar
Frá lokakeppninni í kvöld.
Frá lokakeppninni í kvöld. Skjáskot

Tónlistarmaðurinn TIX vann í kvöld Melodi Grand Prix, undankeppni Norðmanna fyrir Eurovision-söngvakeppnina, í kvöld. Lagið heitir Fallen Angel og verður framlag Noregs í ár.

Norðmenn keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu í Rotterdam í Hollandi þann 18. maí.

Úrslitin fóru fram í kvöld en mikið var lagt í undankeppnina í ár. Undankeppnin spannaði fimm vikur og var það á endanum TIX sem varð hlutskarpastur.

TIX er 27 ára gamall tónlistarmaður frá Bærum í Noregi, en hann heitir í raun Andreas Haukeland. Hann tók upp listamannanafnið TIX sem skírskotun í Tourette-heilkennið sem veldur oft kækjum, sem á ensku kallast tics, en hann er sjálfur með Tourette.

Hér að neðan má sjá flutning hans á laginu sem keppir fyrir hönd Norðmanna í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×