Blóðugur dagur í Mjanmar Elín Margrét Böðvarsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 20. febrúar 2021 15:25 Dagurinn í dag er sagður einn sá blóðugasti til þessa en mótmæli hafa staðið yfir í um tvær vikur eftir að herinn hrifsaði til sín völdin í landinu. EPA/KAUNG ZAW HEIN Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. Harka hermanna gegn mótmælendum hefur aukist verulega á undanförnum dögum, samhliða auknum ágangi mótmælenda sem hafa ekki látið af mótmælum þrátt fyrir aukna hörku hermanna. Blaðamaður AP fréttaveitunnar segir að hermenn hafi byrjað að skjóta á mótmælendur með gúmmíkúlum og beitt þá táragasi auk þess sem nokkrir hafi verið fluttir á sjúkrahús. Annar hinna látnu er sagður hafa verið skotinn í höfuðið og hafi látist samstundis. Hinn var skotinn í bringuna og lést af sárum sínum á leiðinni á sjúkrahús að því er fréttamiðillinn Frontier Myanmar greinir frá og haft er eftir í frétt AP. Fjölmargir hafa birt myndir og myndbönd frá mótmælunum á samfélagsmiðlum, þeirra á meðal blaðamenn og aðgerðasinnar fyrir mannréttindum. #Myanmar : this was the scene at a market in #Myitkyina (#Kachin) earlier today. Riot police cracked down on a anti-coup rally, beating protesters as they tried to run away. #WhatsHappeningInMyanmar pic.twitter.com/0gKLRcmOGW— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 19, 2021 Blaðamaður AP sem varð vitni að átökunum á vettvangi segir að um fimm hundruð lögregluþjónar og hermenn hafi lagt leið sína niður að hafnarsvæðinu eftir að starfsfólk sem vinnur við höfnina gengu til liðs við mótmælendur og hafa hótað að leggja niður störf ef herinn gefst ekki upp og hleypir lýðræðslega kjörnum stjórnvöldum aftur til valda. Bæði mótmælendur og íbúar á svæðinu hafa séð sig knúna til að flýja vegna ofbeldis af hálfu hermanna. Hópur blaðamanna hefur sömuleiðis neyðst til að flýja eftir að verða fyrir aðkasti af hálfu öryggissveita sem meðal annars munu hafa beitt táragasi gegn blaðamönnum. Mótmælendur minnast Mya Thwe Thwe Khaing sem var skotin til bana fyrr í þessum mánuði. EPA/LYNN BO BO Þá hafa þúsundir mótmælenda í tveimur stærstu borgum landsins komið saman og vottað Mya Thwet Thwet Khine virðingu sína en Mya var skotin til bana í höfuðborginni Naypyitaw þann 9. Febrúar, tveimur dögum fyrir tuttugu ára afmælisdaginn sinn. Andlát hennar er fyrsta dauðsfallið sem staðfest hefur verið í tengslum við mótmælin sem brutust út í kjölfar valdaránsins. Fréttastofa Reuters hefur eftir viðbragðsaðilum og heilbrigðisstarfsfólki að dagurinn í dag sé líklega sá blóðugasti til þessa, en mótmælin hafa staðið yfir í um tvær vikur. Mjanmar Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Sjá meira
Harka hermanna gegn mótmælendum hefur aukist verulega á undanförnum dögum, samhliða auknum ágangi mótmælenda sem hafa ekki látið af mótmælum þrátt fyrir aukna hörku hermanna. Blaðamaður AP fréttaveitunnar segir að hermenn hafi byrjað að skjóta á mótmælendur með gúmmíkúlum og beitt þá táragasi auk þess sem nokkrir hafi verið fluttir á sjúkrahús. Annar hinna látnu er sagður hafa verið skotinn í höfuðið og hafi látist samstundis. Hinn var skotinn í bringuna og lést af sárum sínum á leiðinni á sjúkrahús að því er fréttamiðillinn Frontier Myanmar greinir frá og haft er eftir í frétt AP. Fjölmargir hafa birt myndir og myndbönd frá mótmælunum á samfélagsmiðlum, þeirra á meðal blaðamenn og aðgerðasinnar fyrir mannréttindum. #Myanmar : this was the scene at a market in #Myitkyina (#Kachin) earlier today. Riot police cracked down on a anti-coup rally, beating protesters as they tried to run away. #WhatsHappeningInMyanmar pic.twitter.com/0gKLRcmOGW— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 19, 2021 Blaðamaður AP sem varð vitni að átökunum á vettvangi segir að um fimm hundruð lögregluþjónar og hermenn hafi lagt leið sína niður að hafnarsvæðinu eftir að starfsfólk sem vinnur við höfnina gengu til liðs við mótmælendur og hafa hótað að leggja niður störf ef herinn gefst ekki upp og hleypir lýðræðslega kjörnum stjórnvöldum aftur til valda. Bæði mótmælendur og íbúar á svæðinu hafa séð sig knúna til að flýja vegna ofbeldis af hálfu hermanna. Hópur blaðamanna hefur sömuleiðis neyðst til að flýja eftir að verða fyrir aðkasti af hálfu öryggissveita sem meðal annars munu hafa beitt táragasi gegn blaðamönnum. Mótmælendur minnast Mya Thwe Thwe Khaing sem var skotin til bana fyrr í þessum mánuði. EPA/LYNN BO BO Þá hafa þúsundir mótmælenda í tveimur stærstu borgum landsins komið saman og vottað Mya Thwet Thwet Khine virðingu sína en Mya var skotin til bana í höfuðborginni Naypyitaw þann 9. Febrúar, tveimur dögum fyrir tuttugu ára afmælisdaginn sinn. Andlát hennar er fyrsta dauðsfallið sem staðfest hefur verið í tengslum við mótmælin sem brutust út í kjölfar valdaránsins. Fréttastofa Reuters hefur eftir viðbragðsaðilum og heilbrigðisstarfsfólki að dagurinn í dag sé líklega sá blóðugasti til þessa, en mótmælin hafa staðið yfir í um tvær vikur.
Mjanmar Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Sjá meira