Umfjöllun og viðtöl: Þór - KA 19-21 | KA hafði betur í spennutrylli Ester Ósk Árnadóttir skrifar 21. febrúar 2021 18:15 Ragnar Snær Njálsson stóð vaktina í miðri vörn KA. vísir/hulda margrét KA hafði betur gegn Þór í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Um var að ræða sannkallaðan spennutrylli sem KA vann með tveimur mörkum, 21-19. Það var vitað mál að þetta yrði spennandi leikur og það varð raunin. Þór var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að halda í við Gróttu sem er sæti fyrir ofan. KA var í áttunda sæti deildarinnar með 10 stig og gat með sigri klifrað upp töfluna þar sem aðeins eitt stig skilur liðin að í áttunda sæti og upp í það fjórða. Fyrri háfleikur var stál í stál og liðin skiptust á að ná forystunni. KA komst í 3-1 með þremur mörkum frá Áka Egilnes. Þá tók Þór við og skoraði næstu fjögur mörk og staðan orðinn 4-3. Þór átti einungis eftir að auka þá forystu og var munurinn mestur í stöðunni 8-4. KA tók þá leikhlé sem skilaði sér í fjórum mörkum. Allt jafnt, 8-8 og liðin skiptust á að skora fram að leikhléi. Þór þó alltaf einu skrefi á undan. Hálfleikstölur í Íþróttahöllinni á Akureyri 12-12 og spennan mikil. Seinni hálfleikur var ekki mikið fyrir augað. Sóknaleikur beggja liða fremur dapur, mikið um klaufalega mistök á báða bóga sem sást best á markaskoruninni. Þór skoraði 8 mörk í seinni hálfleik og KA menn 10 mörk. Varnarleikurinn var nokkuð góður hjá báðum liðum og markverðirnir í miklu stuði. Það var nánast jafnt á öllum tölum í seinni hálfleik og bæði liðin fengu fína sénsa til að koma sér í góðar stöður en allt kom fyrir ekki og yfirleitt skildi ekki meira en eitt mark liðin að. Aðeins eitt mark var skorað á síðustu fimm mínútum leiksins en staðan þá 19-20. Þórsarar fengu lokasókn þegar 35 sekúndur voru eftir og gátu jafnað en ruðningur dæmdur á Gísla Jörgen. KA menn nýttu sér það og skoruðu mark á síðustu sekúndnum leiksins. Lokatölur 19-21 í nágrannaslagnum fyrir norðan. Af hverju vann KA? Þetta hefði geta fallið hvoru meginn sem var í dag. Þór fengu sína sénsa og KA sömuleiðis. Það sem ræður úrslitum í dag er að Þór gerði fleiri mistök á lokakaflanum. Taugarnar voru augljóslega þandar hjá báðum liðum á loka andartökum leiksins og mögulega einhver þreyta sem spilar inn í eftir leikjaálag vikurnar. Hverjar stóðu upp úr? Markverðirnir stóðu sig báðir fínt og tóku mikilvæga bolta. Jovan í marki Þórs með 14 bolta varða og Nicholas í marki KA tók 12 bolta. Þórður var öruggur inn á línunni hjá Þór og skoraði 5 mörk úr 5 skotum. Áki sýndi mikilvægi sitt hjá KA, kom oft með mörk utan af velli þegar lítið var að gerast í sóknarleik KA manna en hann skoraði 7 mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var fremur hægur og stirður eins og lokatölurnar sýna. Það var mikið af mistökum á báða bóga. Þá má nefna að lokakaflinn var ekki góður hjá Ihor Kopyshynskyi sem hefur verið frábær fyrir Þór. Þegar átta mínútur eru eftir af leiknum leiða Þórsarar með einu marki. KA á aðeins eina sendingu eftir í sókninni og ákveða að stilla upp fyrir Áka sem er með varnarmúr fyrir framan sig. Ihor ákveður að fara út í hann og uppsker tvær mínútur. KA fær nýja sókn og ná skora úr henni og jafna. Ihor átti svo eftir að klúðra víti þegar þrjár mínútur voru til leiksloka og klúðra færi úr horninu þegar innan við ein mínúta var eftir, eitthvað sem maður er ekki vanur að sjá frá þessum góða leikmanni. Hvað gerist næst? KA fær Hauka í heimsókn en það er hluti af fimmtu umferð deildarinnar. Sá leikur fer fram á fimmtudaginn. Þórsarar fá stórt verkefni þegar þeir taka á móti Aftureldingu á sunnudaginn næstkomandi. Jónatan: Við kláruðum erfiða viku með tveimur stigum Jónatan Magnússon var sáttur með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét „Ég er mjög sáttur með þennan sigur. Þetta er það sem við komum til að sækja og við náum í þessi tvö stig,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir sigur á nágrönnum sínum í Þór. „Þetta er þriðji leikurinn í þessari viku. Mér fannst hann hægur og leikmennirnir þungir á sér. Sóknarleikurinn var ekki góður. Við fórum með rosa mikið af dauðafærum sem kannski skýrist af því að það sé lítið bensín eftir á tanknum, ég veit það ekki. Þessi leikir KA-Þór hafa alltaf verið svona, í minningunni allavega. Þetta er yfirleitt ekki fallegur handbolti. Við kláruðum erfiða viku með tveimur stigum og það er það sem við ætluðum að gera.“ „Ég er mjög sáttur við þessa viku. Við eigum náttúrulega einn leik eftir í fyrri umferðinni og þá er hægt að fara að skoða hvernig þessi fyrri umferð fór en ég tek mikið úr þessari viku. Við höfum bætt leikinn okkar helling. Við vorum t.d. að spila varnarleikinn mjög vel og fengum frábæra markvörslu í seinni hálfleiknum. Heilt yfir erum við bara að vinna í okkar markmiðum.“ „Þetta er gríðarlega jöfn deild og þess vegna eru stigin svo mikilvæg. Þótt við séum ekki að spila fallegasta handboltann í heimi akkúrat núna þá erum við allavega að fá eitthvað út úr leikjunum. Það er karakter og hjartað sem ég ánægðastur með hjá mínu liði. Ég er ofboðslega stoltur af strákunum.“ Halldór Örn Tryggvason: Sjálfum okkur verstir Halldór Örn Tryggvason hefði viljað sjá sína menn gera betur á lokakaflanum gegn KA.vísir/hulda margrét „Ég er hundsvekktur. Við erum sjálfum okkur verstir í þessum leik. Vondar ákvarðanartökur og léleg skot.Varnarleikurinn var fínn hjá okkur. Við náðum að gera það sem við ætluðum þar og sóknarleikurinn var ágætur á tímabili en það er samt marg sem við þurfum að bæta,“ sagði Halldór Örn þjálfari Þór eftir tapið á móti KA. „Við ætluðum að keyra upp tempóið sem gekk ágætlega. Við breytum aðeins varnarleiknum, fækkuðum skiptingum og ákváðum að keyra aðeins á þá og það gekk bara fínt til að byrja með en svo einhvern veginn hættum við því. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að halda því áfram og náðum því aðeins. Ég hef hins vegar áhyggjur af því hvað við erum alltaf seinir í gang í seinni hálfleik og það þarf að skoða það.“ Ingimundur Ingimundarson spilaði allann leikinn í miðju varnar Þórs. „Það er bara undir honum Didda komið hvort hann vilji spila meira. Hann er náttúrulega frábær viðbót, frábær varnarmaður og frábær karakter. Hann kemur með mikið inn í liðið okkar sem við þurfum þannig að ég segi bara vonandi er hann til í að spila meira.“ Þór mætir Aftureldingu á heimavelli næsta sunnudag. „Við höfum viku núna til að undirbúa okkur. Það er meira en við höfum haft undanfarið, það er búið að vera að spila þétt. Við þurfum bara að fara að vinna í okkar leik. Við þurfum að fara að breyta aðeins aftur okkar leik og vikan verður notuð í það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Þór Akureyri KA
KA hafði betur gegn Þór í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Um var að ræða sannkallaðan spennutrylli sem KA vann með tveimur mörkum, 21-19. Það var vitað mál að þetta yrði spennandi leikur og það varð raunin. Þór var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að halda í við Gróttu sem er sæti fyrir ofan. KA var í áttunda sæti deildarinnar með 10 stig og gat með sigri klifrað upp töfluna þar sem aðeins eitt stig skilur liðin að í áttunda sæti og upp í það fjórða. Fyrri háfleikur var stál í stál og liðin skiptust á að ná forystunni. KA komst í 3-1 með þremur mörkum frá Áka Egilnes. Þá tók Þór við og skoraði næstu fjögur mörk og staðan orðinn 4-3. Þór átti einungis eftir að auka þá forystu og var munurinn mestur í stöðunni 8-4. KA tók þá leikhlé sem skilaði sér í fjórum mörkum. Allt jafnt, 8-8 og liðin skiptust á að skora fram að leikhléi. Þór þó alltaf einu skrefi á undan. Hálfleikstölur í Íþróttahöllinni á Akureyri 12-12 og spennan mikil. Seinni hálfleikur var ekki mikið fyrir augað. Sóknaleikur beggja liða fremur dapur, mikið um klaufalega mistök á báða bóga sem sást best á markaskoruninni. Þór skoraði 8 mörk í seinni hálfleik og KA menn 10 mörk. Varnarleikurinn var nokkuð góður hjá báðum liðum og markverðirnir í miklu stuði. Það var nánast jafnt á öllum tölum í seinni hálfleik og bæði liðin fengu fína sénsa til að koma sér í góðar stöður en allt kom fyrir ekki og yfirleitt skildi ekki meira en eitt mark liðin að. Aðeins eitt mark var skorað á síðustu fimm mínútum leiksins en staðan þá 19-20. Þórsarar fengu lokasókn þegar 35 sekúndur voru eftir og gátu jafnað en ruðningur dæmdur á Gísla Jörgen. KA menn nýttu sér það og skoruðu mark á síðustu sekúndnum leiksins. Lokatölur 19-21 í nágrannaslagnum fyrir norðan. Af hverju vann KA? Þetta hefði geta fallið hvoru meginn sem var í dag. Þór fengu sína sénsa og KA sömuleiðis. Það sem ræður úrslitum í dag er að Þór gerði fleiri mistök á lokakaflanum. Taugarnar voru augljóslega þandar hjá báðum liðum á loka andartökum leiksins og mögulega einhver þreyta sem spilar inn í eftir leikjaálag vikurnar. Hverjar stóðu upp úr? Markverðirnir stóðu sig báðir fínt og tóku mikilvæga bolta. Jovan í marki Þórs með 14 bolta varða og Nicholas í marki KA tók 12 bolta. Þórður var öruggur inn á línunni hjá Þór og skoraði 5 mörk úr 5 skotum. Áki sýndi mikilvægi sitt hjá KA, kom oft með mörk utan af velli þegar lítið var að gerast í sóknarleik KA manna en hann skoraði 7 mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var fremur hægur og stirður eins og lokatölurnar sýna. Það var mikið af mistökum á báða bóga. Þá má nefna að lokakaflinn var ekki góður hjá Ihor Kopyshynskyi sem hefur verið frábær fyrir Þór. Þegar átta mínútur eru eftir af leiknum leiða Þórsarar með einu marki. KA á aðeins eina sendingu eftir í sókninni og ákveða að stilla upp fyrir Áka sem er með varnarmúr fyrir framan sig. Ihor ákveður að fara út í hann og uppsker tvær mínútur. KA fær nýja sókn og ná skora úr henni og jafna. Ihor átti svo eftir að klúðra víti þegar þrjár mínútur voru til leiksloka og klúðra færi úr horninu þegar innan við ein mínúta var eftir, eitthvað sem maður er ekki vanur að sjá frá þessum góða leikmanni. Hvað gerist næst? KA fær Hauka í heimsókn en það er hluti af fimmtu umferð deildarinnar. Sá leikur fer fram á fimmtudaginn. Þórsarar fá stórt verkefni þegar þeir taka á móti Aftureldingu á sunnudaginn næstkomandi. Jónatan: Við kláruðum erfiða viku með tveimur stigum Jónatan Magnússon var sáttur með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét „Ég er mjög sáttur með þennan sigur. Þetta er það sem við komum til að sækja og við náum í þessi tvö stig,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir sigur á nágrönnum sínum í Þór. „Þetta er þriðji leikurinn í þessari viku. Mér fannst hann hægur og leikmennirnir þungir á sér. Sóknarleikurinn var ekki góður. Við fórum með rosa mikið af dauðafærum sem kannski skýrist af því að það sé lítið bensín eftir á tanknum, ég veit það ekki. Þessi leikir KA-Þór hafa alltaf verið svona, í minningunni allavega. Þetta er yfirleitt ekki fallegur handbolti. Við kláruðum erfiða viku með tveimur stigum og það er það sem við ætluðum að gera.“ „Ég er mjög sáttur við þessa viku. Við eigum náttúrulega einn leik eftir í fyrri umferðinni og þá er hægt að fara að skoða hvernig þessi fyrri umferð fór en ég tek mikið úr þessari viku. Við höfum bætt leikinn okkar helling. Við vorum t.d. að spila varnarleikinn mjög vel og fengum frábæra markvörslu í seinni hálfleiknum. Heilt yfir erum við bara að vinna í okkar markmiðum.“ „Þetta er gríðarlega jöfn deild og þess vegna eru stigin svo mikilvæg. Þótt við séum ekki að spila fallegasta handboltann í heimi akkúrat núna þá erum við allavega að fá eitthvað út úr leikjunum. Það er karakter og hjartað sem ég ánægðastur með hjá mínu liði. Ég er ofboðslega stoltur af strákunum.“ Halldór Örn Tryggvason: Sjálfum okkur verstir Halldór Örn Tryggvason hefði viljað sjá sína menn gera betur á lokakaflanum gegn KA.vísir/hulda margrét „Ég er hundsvekktur. Við erum sjálfum okkur verstir í þessum leik. Vondar ákvarðanartökur og léleg skot.Varnarleikurinn var fínn hjá okkur. Við náðum að gera það sem við ætluðum þar og sóknarleikurinn var ágætur á tímabili en það er samt marg sem við þurfum að bæta,“ sagði Halldór Örn þjálfari Þór eftir tapið á móti KA. „Við ætluðum að keyra upp tempóið sem gekk ágætlega. Við breytum aðeins varnarleiknum, fækkuðum skiptingum og ákváðum að keyra aðeins á þá og það gekk bara fínt til að byrja með en svo einhvern veginn hættum við því. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að halda því áfram og náðum því aðeins. Ég hef hins vegar áhyggjur af því hvað við erum alltaf seinir í gang í seinni hálfleik og það þarf að skoða það.“ Ingimundur Ingimundarson spilaði allann leikinn í miðju varnar Þórs. „Það er bara undir honum Didda komið hvort hann vilji spila meira. Hann er náttúrulega frábær viðbót, frábær varnarmaður og frábær karakter. Hann kemur með mikið inn í liðið okkar sem við þurfum þannig að ég segi bara vonandi er hann til í að spila meira.“ Þór mætir Aftureldingu á heimavelli næsta sunnudag. „Við höfum viku núna til að undirbúa okkur. Það er meira en við höfum haft undanfarið, það er búið að vera að spila þétt. Við þurfum bara að fara að vinna í okkar leik. Við þurfum að fara að breyta aðeins aftur okkar leik og vikan verður notuð í það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.