Þremeningarnir sungu hvern slagarann á fætur öðrum og var mikil stemning í salnum sem kemur kannski ekki á óvart þegar atvinnustuðboltar mæta til leiks.
Hér fyrir neðan má sjá frábæran og einlægan flutning Geirs Ólafs á lagi Villa Vill, Bíddu pabbi. Lagið tileinkaði Geir dóttur sinni.
Næsti þáttur Í kvöld er gigg er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18:50 og verður þema í anda tíunda áratugarins. Gestir kvöldsins eru þau Svala Björgvins, Heiðar úr Botleðju og Villi Naglbítur.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla fyrri þætti Í kvöld er gigg á Stöð 2+.