42 prósent líklegri að ná markmiðunum þínum ef þú ferð að ráðum Anníe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2021 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir hvetur fylgjendur sína til að setja sér markmið. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir hefur talað lengi fyrir mikilvægi markmiðssetningar og hún hvetur sína fylgjendur til að fara að ráðum sínum í nýjum pistli. Anníe Mist Þórisdóttir var fljót að setja sér markmið þegar hún varð ófrísk fyrir rúmu ári síðan. Hún ætlaði sér að koma strax til baka. Anníe Mist ætlaði líka að sína öllum sem vildu fylgjast með hvernig hún færi að því að vinna sig til baka. Anníe Mist hefur skrifað um það oft áður að það hafi tekið lengri tíma en hún bjóst við að koma til baka en þar spilaði líka inn í mjög erfið fæðing. Anníe er hins vegar öll að koma til og nú er bara mánuður í það að opni hluti heimsleikanna byrji. Anníe notaði tækifærið í nýjast pistli sínum til að leggja áherslu á það að setja sér markmið og að skrifa þau líka niður til að þau séu á hreinu. Anníe Mist er með yfir 1,8 milljón fylgjendur á Instagram og skrif hennar fara því víða um heiminn. „Þú hefur kannski séð þetta áður hjá mér en hefur þú gert þetta? Núna er tækifærið,“ skrifar Anníe Mist Þórisdóttir í byrjun pistils síns. „Þetta þarf ekki að taka langan tíma, þetta þarf ekki að vera flókið. Þú getur því gert þetta núna og um leið ertu komin skrefi nær því að láta markmiðin þín rætast,“ skrifaði Anníe Mist. „Það er svo mikilvægt að setja sér markmið í lífinu. Eins og þið gerið ímyndað ykkur þá hef ég stór markmið og ég er viss um að þið eigið líka stór markmið. Ég komst að því nýlega að ef þú skrifar niður markmiðin þín þá ertu 42 prósent líklegri til að ná þeim,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist skrifaði síðan niður nokkra mikilvæga punkta þegar kemur að markmiðssetningu. Þau eru hér fyrir neðan. Enn neðar er síðan pistill Anníe Mistar sem hún skrifaði á ensku. Ráð frá Anníe Mist Þórisdóttur: Skrifaðu markmiðin niður (og lestu þau oft) Búðu til áætlun fyrir hvert markmið. Annars væri það eins og keyra bíl án korts og vonast til að komast á réttan stað. Deildu markmiðunum þínum með fólki sem lætur þig standa við þessi markmið. Skiptu markmiðunum þínum niður í eins lítil skref og hægt er. Stóru markmiðin eru ógnvekjandi en það er oft auðvelt að byrja á litlu skrefi Byrjaðu strax ekki bíða eftir því að fara af stað. Mundu eftir að njóta ferðalagsins en ekki bíða eftir að þú sért búinn að ná markmiðunum. Geymdu markmiðin þín á góðum stað og skoðaðu þau seinna í lífinu. Það hjálpar til að sýna þér hversu langt þú ert kominn. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir var fljót að setja sér markmið þegar hún varð ófrísk fyrir rúmu ári síðan. Hún ætlaði sér að koma strax til baka. Anníe Mist ætlaði líka að sína öllum sem vildu fylgjast með hvernig hún færi að því að vinna sig til baka. Anníe Mist hefur skrifað um það oft áður að það hafi tekið lengri tíma en hún bjóst við að koma til baka en þar spilaði líka inn í mjög erfið fæðing. Anníe er hins vegar öll að koma til og nú er bara mánuður í það að opni hluti heimsleikanna byrji. Anníe notaði tækifærið í nýjast pistli sínum til að leggja áherslu á það að setja sér markmið og að skrifa þau líka niður til að þau séu á hreinu. Anníe Mist er með yfir 1,8 milljón fylgjendur á Instagram og skrif hennar fara því víða um heiminn. „Þú hefur kannski séð þetta áður hjá mér en hefur þú gert þetta? Núna er tækifærið,“ skrifar Anníe Mist Þórisdóttir í byrjun pistils síns. „Þetta þarf ekki að taka langan tíma, þetta þarf ekki að vera flókið. Þú getur því gert þetta núna og um leið ertu komin skrefi nær því að láta markmiðin þín rætast,“ skrifaði Anníe Mist. „Það er svo mikilvægt að setja sér markmið í lífinu. Eins og þið gerið ímyndað ykkur þá hef ég stór markmið og ég er viss um að þið eigið líka stór markmið. Ég komst að því nýlega að ef þú skrifar niður markmiðin þín þá ertu 42 prósent líklegri til að ná þeim,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist skrifaði síðan niður nokkra mikilvæga punkta þegar kemur að markmiðssetningu. Þau eru hér fyrir neðan. Enn neðar er síðan pistill Anníe Mistar sem hún skrifaði á ensku. Ráð frá Anníe Mist Þórisdóttur: Skrifaðu markmiðin niður (og lestu þau oft) Búðu til áætlun fyrir hvert markmið. Annars væri það eins og keyra bíl án korts og vonast til að komast á réttan stað. Deildu markmiðunum þínum með fólki sem lætur þig standa við þessi markmið. Skiptu markmiðunum þínum niður í eins lítil skref og hægt er. Stóru markmiðin eru ógnvekjandi en það er oft auðvelt að byrja á litlu skrefi Byrjaðu strax ekki bíða eftir því að fara af stað. Mundu eftir að njóta ferðalagsins en ekki bíða eftir að þú sért búinn að ná markmiðunum. Geymdu markmiðin þín á góðum stað og skoðaðu þau seinna í lífinu. Það hjálpar til að sýna þér hversu langt þú ert kominn. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
Ráð frá Anníe Mist Þórisdóttur: Skrifaðu markmiðin niður (og lestu þau oft) Búðu til áætlun fyrir hvert markmið. Annars væri það eins og keyra bíl án korts og vonast til að komast á réttan stað. Deildu markmiðunum þínum með fólki sem lætur þig standa við þessi markmið. Skiptu markmiðunum þínum niður í eins lítil skref og hægt er. Stóru markmiðin eru ógnvekjandi en það er oft auðvelt að byrja á litlu skrefi Byrjaðu strax ekki bíða eftir því að fara af stað. Mundu eftir að njóta ferðalagsins en ekki bíða eftir að þú sért búinn að ná markmiðunum. Geymdu markmiðin þín á góðum stað og skoðaðu þau seinna í lífinu. Það hjálpar til að sýna þér hversu langt þú ert kominn.
CrossFit Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira