Börn nú í tífalt meiri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum Eiður Þór Árnason skrifar 19. febrúar 2021 00:00 Talið er að eitt af hverjum sex börnum sem búa á átakasvæðum eigi á hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi. Getty/Ismael Adnan Rannsóknir sýna að börn eiga í tífalt meiri hættu núna en árið 1990 að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum. 72 milljónir barna eru sögð búa á átakasvæðum nálægt hópum sem eru líklegir til að beita kynferðisofbeldi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá alþjóðasamtökum Barnaheilla – Save the Children en þar segir að alls 426 milljónir barna búi á átakasvæðum og þar af séu 17% nálægt vopnuðum hópum sem beiti kynferðisofbeldi. Jafngildir það því að eitt af hverjum sex börnum á átakasvæðum geti orðið fyrir slíku ofbeldi. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að vopnaðir hópar noti kynferðisofbeldi víða sem stríðsvopn gegn börnum og öðrum óbreyttum borgurum, einna helst til að hræða þau í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi. „Löndin þar sem börn eru í hvað mestri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum eru Kólumbía, Írak, Sómalía, Suður Súdan og Jemen. Þetta felur í sér hættu á nauðgun, kynlífsþrælkun, vændi, þvingaðri meðgöngu, þvingaðri fóstureyðingu, kynferðislegri limlestingu, kynferðislegri misnotkun eða áreitni af hendi vopnaðra hópa, stjórnarhers og/eða löggæslu aðila.“ Staðfest tilfelli segi ekki alla söguna Að sögn Barnaheilla hafa yfir 20 þúsund tilfelli kynferðisofbeldis gegn börnum á átakasvæðum verið staðfest af Sameinuðu þjóðunum en fjöldi staðfestra tilfella er talinn vera brot af raunverulegum fjölda. ,,Að meðaltali var aðeins tilkynnt um tvö kynferðisbrot gagnvart börnum á átakasvæðum á dag árið 2019. En við vitum að nauðganir og annars konar kynferðislegt ofbeldi og áreiti hefur verið notað í auknum mæli sem stríðsvopn í átökum. Þess vegna teljum við að þessi tvö brot á dag sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Það eru miklu fleiri börn sem eru fórnarlömb kynferðisofbeldis sem ekki segja frá - en hafa samt sem áður mikla þörf á stuðningi. Hvers konar ofbeldi gagnvart barni er hræðilegt og verður að stöðva strax,“ segir Inger Ashing, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla - Save the Children, í tilkynningu. „Sú staðreynd að kynferðisofbeldi gegn börnum sem framið er af ríkisherjum hafi tvöfaldast frá árinu 2018 til 2019 er skammarlegt. Stjórnvöld og ríkisherir ættu að vernda börn gegn ofbeldi, ekki beita því.“ Kalla Barnaheill – Save the Children meðal annars eftir því að tryggt sé að börn verði miðpunktur allra alþjóðlegra aðgerða gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum, refsileysi kynferðisofbeldis gegn börnum verði afnumið og að gagnasöfnun sé aukin. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hernaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá alþjóðasamtökum Barnaheilla – Save the Children en þar segir að alls 426 milljónir barna búi á átakasvæðum og þar af séu 17% nálægt vopnuðum hópum sem beiti kynferðisofbeldi. Jafngildir það því að eitt af hverjum sex börnum á átakasvæðum geti orðið fyrir slíku ofbeldi. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að vopnaðir hópar noti kynferðisofbeldi víða sem stríðsvopn gegn börnum og öðrum óbreyttum borgurum, einna helst til að hræða þau í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi. „Löndin þar sem börn eru í hvað mestri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum eru Kólumbía, Írak, Sómalía, Suður Súdan og Jemen. Þetta felur í sér hættu á nauðgun, kynlífsþrælkun, vændi, þvingaðri meðgöngu, þvingaðri fóstureyðingu, kynferðislegri limlestingu, kynferðislegri misnotkun eða áreitni af hendi vopnaðra hópa, stjórnarhers og/eða löggæslu aðila.“ Staðfest tilfelli segi ekki alla söguna Að sögn Barnaheilla hafa yfir 20 þúsund tilfelli kynferðisofbeldis gegn börnum á átakasvæðum verið staðfest af Sameinuðu þjóðunum en fjöldi staðfestra tilfella er talinn vera brot af raunverulegum fjölda. ,,Að meðaltali var aðeins tilkynnt um tvö kynferðisbrot gagnvart börnum á átakasvæðum á dag árið 2019. En við vitum að nauðganir og annars konar kynferðislegt ofbeldi og áreiti hefur verið notað í auknum mæli sem stríðsvopn í átökum. Þess vegna teljum við að þessi tvö brot á dag sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Það eru miklu fleiri börn sem eru fórnarlömb kynferðisofbeldis sem ekki segja frá - en hafa samt sem áður mikla þörf á stuðningi. Hvers konar ofbeldi gagnvart barni er hræðilegt og verður að stöðva strax,“ segir Inger Ashing, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla - Save the Children, í tilkynningu. „Sú staðreynd að kynferðisofbeldi gegn börnum sem framið er af ríkisherjum hafi tvöfaldast frá árinu 2018 til 2019 er skammarlegt. Stjórnvöld og ríkisherir ættu að vernda börn gegn ofbeldi, ekki beita því.“ Kalla Barnaheill – Save the Children meðal annars eftir því að tryggt sé að börn verði miðpunktur allra alþjóðlegra aðgerða gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum, refsileysi kynferðisofbeldis gegn börnum verði afnumið og að gagnasöfnun sé aukin.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hernaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira