Það er félag Heimis í Katar, Al Arabi, sem greinir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum. Í stuttri tilkynningu kemur fram að Heimir hafi greinst með veiruna og verði því ekki með liðinu á næstunni. Er honum óskað skjóts bata.
— Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) February 18, 2021
Al Arabi hefur átt góðu gengi að fagna að undanförnu og er taplaust í síðustu átta leikjum sínum. Liðið er í 6. sæti af 12 liðum í katörsku úrvalsdeildinni.
Freyr Alexandersson gerðist aðstoðarþjálfari Al Arabi fyrr í vetur og Bjarki Már Ólafsson er einnig í starfsliði Heimis. Aron Einar Gunnarsson er leikmaður liðsins.