Umræða um hálendisþjóðgarð þarfnist lengri tíma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 13:52 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. vísir/Vilhelm Umræða um stofnun hálendisþjóðgarðs þarfnast lengri tíma að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Það er mín persónulega skoðun að mér fyndist allt í lagi að hugsa, í ljósi umræðu um málið, hvort það sé möguleiki að taka fleiri skref en smærri,“ sagði Þórdís aðspurð um stöðu málsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, vísaði til gagnrýni ferðaþjónustuaðila á málið og spurði hvers vegna ráðherra telur óánægjuna svo mikla. Þórdís sagði málið af þeirri stærðargráðu að ekki væri óeðlilegt að afgreiðsla þess taki jafnvel lengri tíma en áætlanir gera ráð fyrir. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, spurði ráðherra um óánægjuraddir innan ferðaþjónustunnar með fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð.vísir/vilhelm Kveðið er á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í desember mælti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir frumvarpi þess efnis. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að þjóðgarðurinn nái yfir um þrjátíu prósent landsins, en um helmingur svæðisins nýtur nú þegar verndar. Málið hefur mætt mikilli mótstöðu sveitarfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd og borist hafa 154 umsagnir um málið. Í flestum ber við neikvæðan tón. Þórdís Kolbrún sagði marga innan ferðaþjónustunnar hlynnta þjóðgarðinum, aðra mjög mótfallna en stórum hluta vanti frekari svör um þýðingu málsins. Meðal annars hvernig fari fyrir úthlutunum á leyfum fyrir starfsemi á sæðinu. Málið þurfi lengri tíma þrátt fyrir að mikil tækifæri felist í stofnun þjóðgarðs á hálendinu. „Það að koma á fót svona stórum þjóðgarði, svona stórum hluta af landinu, þarf auðvitað að vera í sátt og það er okkar verkefni að vinna að því. Það er erfitt að koma á fót risastórum þjóðgarði ef mjög takmörkuð sátt ríkir um það og ég ætla ekki að fullyrða hvernig málin þróast í þeim efnum, en þessi sátt þarf að vera til staðar. Ég held að þetta þurfi tíma og ég er sammála því að það eru margir sem hafa ákveðnar hugmyndir um þjóðgarðinn en vantar svörin og kannski vantar frekari tíma til að kynna sér það,“ sagði Þórdís. Hálendisþjóðgarður Alþingi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, vísaði til gagnrýni ferðaþjónustuaðila á málið og spurði hvers vegna ráðherra telur óánægjuna svo mikla. Þórdís sagði málið af þeirri stærðargráðu að ekki væri óeðlilegt að afgreiðsla þess taki jafnvel lengri tíma en áætlanir gera ráð fyrir. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, spurði ráðherra um óánægjuraddir innan ferðaþjónustunnar með fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð.vísir/vilhelm Kveðið er á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í desember mælti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir frumvarpi þess efnis. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að þjóðgarðurinn nái yfir um þrjátíu prósent landsins, en um helmingur svæðisins nýtur nú þegar verndar. Málið hefur mætt mikilli mótstöðu sveitarfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd og borist hafa 154 umsagnir um málið. Í flestum ber við neikvæðan tón. Þórdís Kolbrún sagði marga innan ferðaþjónustunnar hlynnta þjóðgarðinum, aðra mjög mótfallna en stórum hluta vanti frekari svör um þýðingu málsins. Meðal annars hvernig fari fyrir úthlutunum á leyfum fyrir starfsemi á sæðinu. Málið þurfi lengri tíma þrátt fyrir að mikil tækifæri felist í stofnun þjóðgarðs á hálendinu. „Það að koma á fót svona stórum þjóðgarði, svona stórum hluta af landinu, þarf auðvitað að vera í sátt og það er okkar verkefni að vinna að því. Það er erfitt að koma á fót risastórum þjóðgarði ef mjög takmörkuð sátt ríkir um það og ég ætla ekki að fullyrða hvernig málin þróast í þeim efnum, en þessi sátt þarf að vera til staðar. Ég held að þetta þurfi tíma og ég er sammála því að það eru margir sem hafa ákveðnar hugmyndir um þjóðgarðinn en vantar svörin og kannski vantar frekari tíma til að kynna sér það,“ sagði Þórdís.
Hálendisþjóðgarður Alþingi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Sjá meira