Setti svefntöflur í bjór Maradona á kvöldin og lét hann fá áfengi í morgunmat Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2021 08:31 Diego Armando Maradona með einum af aðstoðarmönnum sínum í mars á síðasta ári. Getty/Marcos Brindicci Þær eru ekki mjög fallegar sögurnar af því hvernig hugsað var um Diego Armando Maradona síðustu mánuðina í hans lífi. Knattspyrnugoðsögnin Maradona lést 25. nóvember síðastliðinn aðeins tæpum mánuði eftir að hann hélt upp á sextugsafmælið sitt og tveimur vikum eftir að hann gekkst undir vel heppnaða heilaaðgerð. Fjölskylda Maradona heimtaði strax rannsókn á láti Maradona og setti fram efasemdir um hvernig var hugsað um karlinn á lokasprettinum. Nú eru menn í Argentínu farnir að velta steinum og ýmislegt að koma fram í dagsljósið. Það var vitað að Diego Maradona barðist við alkóhólisma og eiturlyfjafíkn síðustu árin í lífi hans en ekki fundust þó eiturlyf í honum við krufningu. Diego Maradona's carer crushed sleeping pills into his beer so he wasn't a nuisance at night https://t.co/UMmMN6tcUf— MailOnline Sport (@MailSport) February 17, 2021 Nýjar fréttir af því frá Argentínu mála upp sláandi mynd af aðstæðum Maradona síðustu mánuðina í hans lífi. Griselda Morel, námssálfræðingur Diego sem er átta ára sonur Maradona, hefur sagt frá því sem hún var vitni af. Hún sagði að umsjónarmaður Maradona hafi sem dæmi mulið niður svefntöflur og sett út í bjór Maradona til að róa hann á nóttinni en aðallega til að losna við truflanir. Maradona á líka að hafa fengið áfengi þegar hann vaknaði á morgnanna. „Ef hann vaknaði klukkan níu um morguninn og bað um bjór þá fékk hann bjór,“ sagði umrædd Griselda Morel í yfirheyrslu sinni sem var lekið í argentínska fjölmiðla. Hún sagði líka frá því að andleg heilsa Maradona hefði hrakað mikið og dæmi um það var þegar hann sást tala í síma án þess að vera með síma í hendi. Morel kom með Dieguito þegar strákurinn heimsótti föður sinn og eyddi tíma með honum á heimili Maradona í Buenos Aires. „Í síðasta skiptið sem ég sá Diego þá kvartaði hann yfir að baðherbergið hafi verið uppi á efri hæðinni og þeir enduðu á að baða hann með slöngu,“ sagði Morel. „Hann sagðist hafa rekið eina af hjúkrunarfræðingum sínum af því að hún átti að hafa stolið frá honum,“ sagði Morel. Fótbolti Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Dóttir Maradona ældi eftir að hafa heyrt upptöku frá dauðastund föður síns Dalma, dóttir Diego Maradona heitins, vill að réttlætinu verði fullnægt en hún pressar á það að tveir menn verði sóttir til saka vegna fráfalls föður síns. 3. febrúar 2021 09:01 Mega ekki brenna lík Maradona Argentínskur dómstóll gaf í gær út úrskurð sinn í sérstöku máli þar sem menn voru að deila um hvað megi gera við líkama Diego heitins Maradona. 17. desember 2020 09:30 Napoli endurskírir völlinn í höfuðið á Maradona Ítalska knattspyrnufélagið Napoli staðfesti í kvöld að það hefði endurskírt knattspyrnuvöll sinn í höfuðið á Argentínumanninum Diego Armando Maradona sem lést þann 25. nóvember. 4. desember 2020 23:01 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Knattspyrnugoðsögnin Maradona lést 25. nóvember síðastliðinn aðeins tæpum mánuði eftir að hann hélt upp á sextugsafmælið sitt og tveimur vikum eftir að hann gekkst undir vel heppnaða heilaaðgerð. Fjölskylda Maradona heimtaði strax rannsókn á láti Maradona og setti fram efasemdir um hvernig var hugsað um karlinn á lokasprettinum. Nú eru menn í Argentínu farnir að velta steinum og ýmislegt að koma fram í dagsljósið. Það var vitað að Diego Maradona barðist við alkóhólisma og eiturlyfjafíkn síðustu árin í lífi hans en ekki fundust þó eiturlyf í honum við krufningu. Diego Maradona's carer crushed sleeping pills into his beer so he wasn't a nuisance at night https://t.co/UMmMN6tcUf— MailOnline Sport (@MailSport) February 17, 2021 Nýjar fréttir af því frá Argentínu mála upp sláandi mynd af aðstæðum Maradona síðustu mánuðina í hans lífi. Griselda Morel, námssálfræðingur Diego sem er átta ára sonur Maradona, hefur sagt frá því sem hún var vitni af. Hún sagði að umsjónarmaður Maradona hafi sem dæmi mulið niður svefntöflur og sett út í bjór Maradona til að róa hann á nóttinni en aðallega til að losna við truflanir. Maradona á líka að hafa fengið áfengi þegar hann vaknaði á morgnanna. „Ef hann vaknaði klukkan níu um morguninn og bað um bjór þá fékk hann bjór,“ sagði umrædd Griselda Morel í yfirheyrslu sinni sem var lekið í argentínska fjölmiðla. Hún sagði líka frá því að andleg heilsa Maradona hefði hrakað mikið og dæmi um það var þegar hann sást tala í síma án þess að vera með síma í hendi. Morel kom með Dieguito þegar strákurinn heimsótti föður sinn og eyddi tíma með honum á heimili Maradona í Buenos Aires. „Í síðasta skiptið sem ég sá Diego þá kvartaði hann yfir að baðherbergið hafi verið uppi á efri hæðinni og þeir enduðu á að baða hann með slöngu,“ sagði Morel. „Hann sagðist hafa rekið eina af hjúkrunarfræðingum sínum af því að hún átti að hafa stolið frá honum,“ sagði Morel.
Fótbolti Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Dóttir Maradona ældi eftir að hafa heyrt upptöku frá dauðastund föður síns Dalma, dóttir Diego Maradona heitins, vill að réttlætinu verði fullnægt en hún pressar á það að tveir menn verði sóttir til saka vegna fráfalls föður síns. 3. febrúar 2021 09:01 Mega ekki brenna lík Maradona Argentínskur dómstóll gaf í gær út úrskurð sinn í sérstöku máli þar sem menn voru að deila um hvað megi gera við líkama Diego heitins Maradona. 17. desember 2020 09:30 Napoli endurskírir völlinn í höfuðið á Maradona Ítalska knattspyrnufélagið Napoli staðfesti í kvöld að það hefði endurskírt knattspyrnuvöll sinn í höfuðið á Argentínumanninum Diego Armando Maradona sem lést þann 25. nóvember. 4. desember 2020 23:01 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Dóttir Maradona ældi eftir að hafa heyrt upptöku frá dauðastund föður síns Dalma, dóttir Diego Maradona heitins, vill að réttlætinu verði fullnægt en hún pressar á það að tveir menn verði sóttir til saka vegna fráfalls föður síns. 3. febrúar 2021 09:01
Mega ekki brenna lík Maradona Argentínskur dómstóll gaf í gær út úrskurð sinn í sérstöku máli þar sem menn voru að deila um hvað megi gera við líkama Diego heitins Maradona. 17. desember 2020 09:30
Napoli endurskírir völlinn í höfuðið á Maradona Ítalska knattspyrnufélagið Napoli staðfesti í kvöld að það hefði endurskírt knattspyrnuvöll sinn í höfuðið á Argentínumanninum Diego Armando Maradona sem lést þann 25. nóvember. 4. desember 2020 23:01