Rush Limbaugh látinn 70 ára að aldri Eiður Þór Árnason skrifar 17. febrúar 2021 20:51 Rush Limbaugh við orðuafhendingu í fyrra þar sem hann fékk frelsisorðu Bandaríkjaforseta. Getty/Jonathan Newton Hinn umdeildi bandaríski útvarpsmaður Rush Limbaugh er látinn, 70 ára að aldri. Eiginkona hans Kathryn Adams greindi frá andlátinu í vinsælum útvarpsþætti hans í dag en fjölmiðlamaðurinn hafði glímt við krabbamein í lungum. Limbaugh var stórveldi í útvarpssenu bandarískra íhaldsmanna og naut mikillar hylli í röðum repúblikana. Þrír forsetar Bandaríkjanna mættu í sett The Rush Limbaugh Show í rúmlega þriggja áratuga sögu þáttarins og töldu margir þeirra mikilvægt að njóta opinbers stuðnings þáttastjórnandans. Limbaugh var meðal annars þekktur fyrir umdeildar og harðskeyttar skoðanir sínar og var um leið gagnrýndur fyrir málflutning sem var meðal annars sagður litast af kynþáttahyggju, hómófóbíu, kynjamismunun og afneitun á loftslagsvísindum. Útvarpsmaðurinn var dyggur stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem veitti honum frelsisorðu forsetaembættisins í fyrra. Tengdi gosið í Eyjafjallajökli við Obamacare Rush Limbaugh fæddist þann 12. janúar árið 1951 í Missouri og byrjaði snemma að vinna í útvarpi en ferill hans tók fyrst á loft árið 1984 þegar The Rush Limbaugh Show hóf göngu sína á KFBK-útvarpsstöðinni í Kaliforníu. Vinsældir þáttarins hófust fyrir alvöru þegar eftirlitsnefnd alríkisfjarskipta í Bandaríkjunum, FCC, afnam reglur sem kváðu á um að útvarpsstöðvar þyrftu að gæta jafnræðis í umfjöllun sinni um umdeild málefni. Í kjölfarið hjálpuðu afdráttarlausar skoðanir Limbaugh að tryggja þætti hans dreifingu á hundruðum útvarpsstöðva um allt land. Hlustuðu um 27 milljónir manna vikulega á þátt hans í fyrra. Ísland kom við sögu í þætti Limbaugh árið 2010 þegar hann fullyrti að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi verið viðbrögð Guðs við því að Obamacare, heilbrigðisfrumvarp Barack Obama þáverandi Bandaríkjaforseta, hafi hlotið brautargengi á þinginu. Bandaríkin Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Limbaugh var stórveldi í útvarpssenu bandarískra íhaldsmanna og naut mikillar hylli í röðum repúblikana. Þrír forsetar Bandaríkjanna mættu í sett The Rush Limbaugh Show í rúmlega þriggja áratuga sögu þáttarins og töldu margir þeirra mikilvægt að njóta opinbers stuðnings þáttastjórnandans. Limbaugh var meðal annars þekktur fyrir umdeildar og harðskeyttar skoðanir sínar og var um leið gagnrýndur fyrir málflutning sem var meðal annars sagður litast af kynþáttahyggju, hómófóbíu, kynjamismunun og afneitun á loftslagsvísindum. Útvarpsmaðurinn var dyggur stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem veitti honum frelsisorðu forsetaembættisins í fyrra. Tengdi gosið í Eyjafjallajökli við Obamacare Rush Limbaugh fæddist þann 12. janúar árið 1951 í Missouri og byrjaði snemma að vinna í útvarpi en ferill hans tók fyrst á loft árið 1984 þegar The Rush Limbaugh Show hóf göngu sína á KFBK-útvarpsstöðinni í Kaliforníu. Vinsældir þáttarins hófust fyrir alvöru þegar eftirlitsnefnd alríkisfjarskipta í Bandaríkjunum, FCC, afnam reglur sem kváðu á um að útvarpsstöðvar þyrftu að gæta jafnræðis í umfjöllun sinni um umdeild málefni. Í kjölfarið hjálpuðu afdráttarlausar skoðanir Limbaugh að tryggja þætti hans dreifingu á hundruðum útvarpsstöðva um allt land. Hlustuðu um 27 milljónir manna vikulega á þátt hans í fyrra. Ísland kom við sögu í þætti Limbaugh árið 2010 þegar hann fullyrti að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi verið viðbrögð Guðs við því að Obamacare, heilbrigðisfrumvarp Barack Obama þáverandi Bandaríkjaforseta, hafi hlotið brautargengi á þinginu.
Bandaríkin Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira