Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2021 17:01 Mjög kalt hefur verið í Texas og víðar. AP/LM Otero Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. Milljónir eru án rafmagns og hita og minnst tuttugu hafa dáið. Þar á meðal ein fjölskylda sem bjó í nágrenni Houston í Texas. Þau köfnuðu vegna koltvísýringseitrunar frá bíl í bílskúr þeirra. Þau voru að hlýja sér í bílnum. Önnur fjölskylda kafnaði frá eldi sem þau höfðu kveikt í eldstæði á heimili þeirra. Fjölmargir hafa þurft að fara á sjúkrahús vegna koltvísýringseitrunar þar sem fólk hefur ítrekað kveikt elda á heimilum sínum. Bara í Harrissýslu, þar sem Houston er, hafa rúmlega 300 þurft á sjúkrahús. Þetta kuldakast er til komið vegna heimskautalægðarinnar svokölluðu, sem heldur sig iðulega á heimskautasvæðinu, eins og nafnið gefur til kynna. Lægð þessi hefur nú verið að færa sig sunnar á bóginn og haldið sig þar lengur en gengur og gerist. Vísindamenn segja það afleiðingu veðurfarsbreytinga og að mögulega muni kuldaköstum sem þessum fara fjölgandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni spá veðurfræðingar því að lægðin færist norðaustur annað kvöld. Undirbúningur vegna þessa stendur nú yfir allt frá Baltimore til Boston. Íhaldsmenn í Texas og víðar um Bandaríkin hafa bent fingrum sínum á umhverfisvæna orkugjafa eins og vind- og sólarorku og rafmagnsleysið sé þeim orkugjöfum að kenna. Það er í grunninn ekki rétt. Eins og bent er á í grein AP og í grein Washington Post um þessar ásakanir út í umhverfisvæna orkugjafa, þá er það rétt að ráðamenn í Texas hafi auki vægi þeirra í raforkukerfi ríkisins. Allt frá tíu til 25 prósent rafmagns Texas er nú tilkomið vegna vindorku. Orkustofnun Texas, ERCOT, gaf það út í gær að um rafmagnskerfi ríkisins væri um 46 þúsund megtavöttum undir hámarksframleiðslu og var það vegna kuldakastsins. Þar af vantaði um 30 þúsund MV upp á hjá orkuverum sem reiða á kol, gas og kjarnorku og um sextán þúsund MV hjá vindorkuverum. Í grein Houston Chronicle segir segir að rafmagnskerfi Texas sé vel undirbúið fyrir hitabylgjur, þegar notkun hækkar verulega. Það sama megi ekki segja um kuldaköst. Framleiðsla ríkisins á olíu hafi dregist saman um tvær milljónir tunna á dag og framleiðsla á náttúrugasi um sjö rúmfet á dag. Ekki hafi því reynst mögulegt að keyra orkuver á fullum afköstum. Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Minnst ellefu látnir vegna aftakaveðurs Minnst ellefu hafa látist í suðurríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu. Þrír létust og tíu slösuðust eftir að hvirfilbylur reið yfir í Norður-Karólínu í morgun. Björgunaraðgerðir eru enn í gangi. 16. febrúar 2021 18:22 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Milljónir eru án rafmagns og hita og minnst tuttugu hafa dáið. Þar á meðal ein fjölskylda sem bjó í nágrenni Houston í Texas. Þau köfnuðu vegna koltvísýringseitrunar frá bíl í bílskúr þeirra. Þau voru að hlýja sér í bílnum. Önnur fjölskylda kafnaði frá eldi sem þau höfðu kveikt í eldstæði á heimili þeirra. Fjölmargir hafa þurft að fara á sjúkrahús vegna koltvísýringseitrunar þar sem fólk hefur ítrekað kveikt elda á heimilum sínum. Bara í Harrissýslu, þar sem Houston er, hafa rúmlega 300 þurft á sjúkrahús. Þetta kuldakast er til komið vegna heimskautalægðarinnar svokölluðu, sem heldur sig iðulega á heimskautasvæðinu, eins og nafnið gefur til kynna. Lægð þessi hefur nú verið að færa sig sunnar á bóginn og haldið sig þar lengur en gengur og gerist. Vísindamenn segja það afleiðingu veðurfarsbreytinga og að mögulega muni kuldaköstum sem þessum fara fjölgandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni spá veðurfræðingar því að lægðin færist norðaustur annað kvöld. Undirbúningur vegna þessa stendur nú yfir allt frá Baltimore til Boston. Íhaldsmenn í Texas og víðar um Bandaríkin hafa bent fingrum sínum á umhverfisvæna orkugjafa eins og vind- og sólarorku og rafmagnsleysið sé þeim orkugjöfum að kenna. Það er í grunninn ekki rétt. Eins og bent er á í grein AP og í grein Washington Post um þessar ásakanir út í umhverfisvæna orkugjafa, þá er það rétt að ráðamenn í Texas hafi auki vægi þeirra í raforkukerfi ríkisins. Allt frá tíu til 25 prósent rafmagns Texas er nú tilkomið vegna vindorku. Orkustofnun Texas, ERCOT, gaf það út í gær að um rafmagnskerfi ríkisins væri um 46 þúsund megtavöttum undir hámarksframleiðslu og var það vegna kuldakastsins. Þar af vantaði um 30 þúsund MV upp á hjá orkuverum sem reiða á kol, gas og kjarnorku og um sextán þúsund MV hjá vindorkuverum. Í grein Houston Chronicle segir segir að rafmagnskerfi Texas sé vel undirbúið fyrir hitabylgjur, þegar notkun hækkar verulega. Það sama megi ekki segja um kuldaköst. Framleiðsla ríkisins á olíu hafi dregist saman um tvær milljónir tunna á dag og framleiðsla á náttúrugasi um sjö rúmfet á dag. Ekki hafi því reynst mögulegt að keyra orkuver á fullum afköstum.
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Minnst ellefu látnir vegna aftakaveðurs Minnst ellefu hafa látist í suðurríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu. Þrír létust og tíu slösuðust eftir að hvirfilbylur reið yfir í Norður-Karólínu í morgun. Björgunaraðgerðir eru enn í gangi. 16. febrúar 2021 18:22 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55
Minnst ellefu látnir vegna aftakaveðurs Minnst ellefu hafa látist í suðurríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu. Þrír létust og tíu slösuðust eftir að hvirfilbylur reið yfir í Norður-Karólínu í morgun. Björgunaraðgerðir eru enn í gangi. 16. febrúar 2021 18:22