NBA dagsins: Antetokounmpo segir engan heimsendi að tapa fjórum leikjum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2021 14:30 Giannis Antetokounmpo fer ekki á taugum þótt illa gangi hjá Milwaukee Bucks um þessar mundir. getty/Christian Petersen Þrátt fyrir að Milwaukee Bucks hafi tapað fjórum leikjum í fyrsta sinn í tvö ár segir leikmaður liðsins, Giannis Antetokounmpo, enga ástæðu til að örvænta. Milwaukee tapaði fyrir Toronto Raptors á heimavelli í nótt, 113-124. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2019 sem Milwaukee tapar fjórum leikjum í röð. Liðið tapaði þá síðustu fjórum leikjunum í úrslitum Austurdeildarinnar fyrir Toronto eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina í einvíginu. Antetokounmpo segist eðlilega vera pirraður eftir slæmu gengi Milwaukee en segist ekki hafa stórar áhyggjur. Milwaukee fær tækifæri til að svara fyrir sig strax á morgun þegar liðið mætir Toronto aftur. „Við höfum tapað fjórum leikjum í röð en erum ekki á heimleið. Þetta er ekki úrslitakeppnin. En auðvitað er þetta svekkjandi. Við viljum vinna, sérstaklega svona stóra leiki,“ sagði Antetokounmpo. „Við verðum að líta á björtu hliðarnar. Við fáum annað tækifæri á morgun. Við þurfum að bæta okkur og þetta er enginn heimsendir.“ Antetokounmpo átti sjálfur mjög góðan leik í nótt; skoraði 34 stig, tók tíu fráköst, gaf átta stoðsendingar, stal boltanum fimm sinnum og varði tvö skot. Eins og svo oft áður í vetur átti Milwaukee í vandræðum í 4. leikhluta í nótt. Antetokounmpo og félagar hafa tapað öllum níu leikjum sínum þar sem þeir hafa verið undir fyrir 4. leikhlutann. Toronto vann síðustu fimm mínútur leiksins í nótt, 12-4. Fred VanVleet skoraði 33 stig fyrir Toronto sem er að koma til eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Pascal Siakam skoraði 23 stig og tók þrettán fráköst. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Milwaukee og Toronto, Phoenix Suns og Brooklyn Nets, Boston Celtics og Denver Nuggets auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 17. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Harden leiddi sögulega endurkomu Brooklyn í fjarveru hinna stjarnanna Brooklyn Nets stöðvaði sex leikja sigurgöngu Phoenix Suns þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn vann fjögurra stiga sigur, 124-128. 17. febrúar 2021 07:31 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Milwaukee tapaði fyrir Toronto Raptors á heimavelli í nótt, 113-124. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2019 sem Milwaukee tapar fjórum leikjum í röð. Liðið tapaði þá síðustu fjórum leikjunum í úrslitum Austurdeildarinnar fyrir Toronto eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina í einvíginu. Antetokounmpo segist eðlilega vera pirraður eftir slæmu gengi Milwaukee en segist ekki hafa stórar áhyggjur. Milwaukee fær tækifæri til að svara fyrir sig strax á morgun þegar liðið mætir Toronto aftur. „Við höfum tapað fjórum leikjum í röð en erum ekki á heimleið. Þetta er ekki úrslitakeppnin. En auðvitað er þetta svekkjandi. Við viljum vinna, sérstaklega svona stóra leiki,“ sagði Antetokounmpo. „Við verðum að líta á björtu hliðarnar. Við fáum annað tækifæri á morgun. Við þurfum að bæta okkur og þetta er enginn heimsendir.“ Antetokounmpo átti sjálfur mjög góðan leik í nótt; skoraði 34 stig, tók tíu fráköst, gaf átta stoðsendingar, stal boltanum fimm sinnum og varði tvö skot. Eins og svo oft áður í vetur átti Milwaukee í vandræðum í 4. leikhluta í nótt. Antetokounmpo og félagar hafa tapað öllum níu leikjum sínum þar sem þeir hafa verið undir fyrir 4. leikhlutann. Toronto vann síðustu fimm mínútur leiksins í nótt, 12-4. Fred VanVleet skoraði 33 stig fyrir Toronto sem er að koma til eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Pascal Siakam skoraði 23 stig og tók þrettán fráköst. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Milwaukee og Toronto, Phoenix Suns og Brooklyn Nets, Boston Celtics og Denver Nuggets auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 17. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Harden leiddi sögulega endurkomu Brooklyn í fjarveru hinna stjarnanna Brooklyn Nets stöðvaði sex leikja sigurgöngu Phoenix Suns þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn vann fjögurra stiga sigur, 124-128. 17. febrúar 2021 07:31 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Harden leiddi sögulega endurkomu Brooklyn í fjarveru hinna stjarnanna Brooklyn Nets stöðvaði sex leikja sigurgöngu Phoenix Suns þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn vann fjögurra stiga sigur, 124-128. 17. febrúar 2021 07:31