Alaba staðfestir að hann sé á förum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2021 18:30 David Alaba mun yfirgefa Bayern eftir 13 ára dvöl í sumar. M. Donato/Getty Images David Alaba, varnarmaður heims-, Evrópu- og Þýskalandsmeistara Bayern München, staðfesti í dag það sem hefur verið vitað undanfarnar vikur. Að hann muni yfirgefa félagið í sumar er samningur hans rennur út. Hinn 28 ára gamli Alaba hefur verið orðaður við Spánarmeistara Real Madrid undanfarið og er eftirsóttur af nær öllum stóru liðum Evrópu. Alaba hefur verið á mála hjá Bayern í 13 ár en hefur ákveðið að kalla þetta gott. Er talið að launakröfur hans séu of háar fyrir Bayern. „Fyrst og fremst vil ég nýja áskorun. Ég vill þróa minn leik,“ sagði Alaba í viðtali í dag. Alaba er einkar fjölhæfur leikmaður og hefur leikið í stöðu miðvarðar undanfarið hjá Bayern. Einnig hefur hann spilað sem vinstri bakvörður og miðjumaður. Með austurríska landsliðinu hefur hann spilað framarlega á miðjunni eða í „holunni“ á bakvið framherja liðsins. Bæjarar hafa nú þegar fyllt skarðið sem Alaba mun skilja eftir sig en félagið staðfesti kaup á franska varnarmanninn Dayot Upamecano fyrr í vikunni. Sá kemur frá RB Leipzig, einum af helstu keppinautum Bayern í Þýskalandi. Alaba hefur á sínum tíma hjá Bayern unnið níu meistaratitla – sem verða eflaust tíu að loknu þessu leiktímabili – ásamt því að hafa unnið þýska bikarinn sex sinnum og Meistaradeild Evrópu tvívegis. Það er því ljóst að þessi sigursæli leikmaður mun vilja fara í lið þar sem barist er um alla titla sem eru í boði. Hvaða lið það verður á eftir að koma í ljós. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Alaba hefur verið orðaður við Spánarmeistara Real Madrid undanfarið og er eftirsóttur af nær öllum stóru liðum Evrópu. Alaba hefur verið á mála hjá Bayern í 13 ár en hefur ákveðið að kalla þetta gott. Er talið að launakröfur hans séu of háar fyrir Bayern. „Fyrst og fremst vil ég nýja áskorun. Ég vill þróa minn leik,“ sagði Alaba í viðtali í dag. Alaba er einkar fjölhæfur leikmaður og hefur leikið í stöðu miðvarðar undanfarið hjá Bayern. Einnig hefur hann spilað sem vinstri bakvörður og miðjumaður. Með austurríska landsliðinu hefur hann spilað framarlega á miðjunni eða í „holunni“ á bakvið framherja liðsins. Bæjarar hafa nú þegar fyllt skarðið sem Alaba mun skilja eftir sig en félagið staðfesti kaup á franska varnarmanninn Dayot Upamecano fyrr í vikunni. Sá kemur frá RB Leipzig, einum af helstu keppinautum Bayern í Þýskalandi. Alaba hefur á sínum tíma hjá Bayern unnið níu meistaratitla – sem verða eflaust tíu að loknu þessu leiktímabili – ásamt því að hafa unnið þýska bikarinn sex sinnum og Meistaradeild Evrópu tvívegis. Það er því ljóst að þessi sigursæli leikmaður mun vilja fara í lið þar sem barist er um alla titla sem eru í boði. Hvaða lið það verður á eftir að koma í ljós.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira