„Mikill listrænn metnaður var lagður í einstaka muni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 08:47 1.Vasi, Funi, Ragnar Kjartansson, 1957. 2.Kaffistell, Glit, Dieter Roth, 1960. 3.Kanna, Listvinahúsið, Guðmundur Einarson frá Miðdal, 1935. Vigfús Birgisson Um helgina opnaði á Hönnunarsafni Ísland sýningin Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930 – 1970. Á sýningunni verður þetta frjóa tímabili í leirlistarsögunni rifjað upp. Ekki var haldin sérstök sýningaropnun en safnið er opið þriðjudaga til sunnudaga frá frá 12 til 17. „Brautryðjandinn, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, stofnaði Listvinahúsið 1927. Listvinahúsið var fyrsta leirmunaverkstæðið, sem starfrækt var á Íslandi og með stofnun þess var brotið blað í sögu listiðnaðar landsins. Á árunum 1946 til 1957 voru síðan stofnuð fimm leirmunaverkstæði í Reykjavík: Leirbrennsla Benedikts Guðmundssonar, Funi, Laugarnesleir, Roði og Glit. Öll áttu þau það sameiginlegt að nota íslenskan leir, fram til um 1970.“ Á sýningunni Deiglumór eru verk frá ofangreindum verkstæðum. Leitast er við að gefa innsýn í framleiðslu þeirra og draga fram sérstöðu hvers og eins. Þar voru hannaðir og framleiddir bæði einstakir módelgripir og fjöldaframleiddir skrautmunir. Meðal annars stórir vasar, einstök matarstell, styttur og minjagripir fyrir ferðamenn. Starfsfólk Funa fremri röð f.v.: Ásta Sigurðardóttir, ekki þekkt, Kristrún Gottliebsdóttir, Ásta Hannesardóttir, aftari röð: Hjálmar Kjartansson, Haukur Kristófersson, Ragnar Kjartansson, Páll Sigurbjörnsson og Björgvin Kristófersson.Ljósmyndari óþekktur „Mikill listrænn metnaður var lagður í einstaka muni og leitast var við að leiða almenningi fyrir sjónir, að módelhlutir úr leir stæðu jafnfætis málverki eða skúlptúr. Hönnun og framleiðsla íslenskra leirmuna markaði upphaf íslensks listiðnaðar í nútímaskilningi þess orðs,“ segir um sýninguna. Sýningarstjórar eru Inga S. Ragnarsdóttir leirlistamaður og Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur. Sýningin er unnin á grunni bókarinnar Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930-1970, sem kemur út á sama tíma. Höfundar bókarinnar eru Inga S. Ragnarsdóttir og Kristín G. Guðnadóttir, en bókin byggir á rannsóknum Ingu á sögu íslenskrar leirlistar. Í henni er fjallað um aðdraganda, upphaf og þróun íslenskrar leirlistar frá um 1930 í máli og myndum, auk þess sem saga leirnýtingar á Íslandi er rakin. Hönnuður bókarinnar er Arnar Freyr Guðmundson hjá Studio Studio en Minningarsjóður um Ragnar Kjartansson 1923 - 1988 gefur bókina út. Menning Tíska og hönnun Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Brautryðjandinn, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, stofnaði Listvinahúsið 1927. Listvinahúsið var fyrsta leirmunaverkstæðið, sem starfrækt var á Íslandi og með stofnun þess var brotið blað í sögu listiðnaðar landsins. Á árunum 1946 til 1957 voru síðan stofnuð fimm leirmunaverkstæði í Reykjavík: Leirbrennsla Benedikts Guðmundssonar, Funi, Laugarnesleir, Roði og Glit. Öll áttu þau það sameiginlegt að nota íslenskan leir, fram til um 1970.“ Á sýningunni Deiglumór eru verk frá ofangreindum verkstæðum. Leitast er við að gefa innsýn í framleiðslu þeirra og draga fram sérstöðu hvers og eins. Þar voru hannaðir og framleiddir bæði einstakir módelgripir og fjöldaframleiddir skrautmunir. Meðal annars stórir vasar, einstök matarstell, styttur og minjagripir fyrir ferðamenn. Starfsfólk Funa fremri röð f.v.: Ásta Sigurðardóttir, ekki þekkt, Kristrún Gottliebsdóttir, Ásta Hannesardóttir, aftari röð: Hjálmar Kjartansson, Haukur Kristófersson, Ragnar Kjartansson, Páll Sigurbjörnsson og Björgvin Kristófersson.Ljósmyndari óþekktur „Mikill listrænn metnaður var lagður í einstaka muni og leitast var við að leiða almenningi fyrir sjónir, að módelhlutir úr leir stæðu jafnfætis málverki eða skúlptúr. Hönnun og framleiðsla íslenskra leirmuna markaði upphaf íslensks listiðnaðar í nútímaskilningi þess orðs,“ segir um sýninguna. Sýningarstjórar eru Inga S. Ragnarsdóttir leirlistamaður og Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur. Sýningin er unnin á grunni bókarinnar Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930-1970, sem kemur út á sama tíma. Höfundar bókarinnar eru Inga S. Ragnarsdóttir og Kristín G. Guðnadóttir, en bókin byggir á rannsóknum Ingu á sögu íslenskrar leirlistar. Í henni er fjallað um aðdraganda, upphaf og þróun íslenskrar leirlistar frá um 1930 í máli og myndum, auk þess sem saga leirnýtingar á Íslandi er rakin. Hönnuður bókarinnar er Arnar Freyr Guðmundson hjá Studio Studio en Minningarsjóður um Ragnar Kjartansson 1923 - 1988 gefur bókina út.
Menning Tíska og hönnun Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira