Skuggi Firmino virðist hafa „platað“ VAR til að dæma mark Leicester gilt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 09:31 Eins og sést á þessari mynd þá snýr skór Roberto Firmino ekki í átt að markinu eins og Varsjáin teiknaði heldur í átt að James Maddison sem tók aukaspyrnuna. Samsett/Getty/Carl Recine Það gengur flest Englandsmeisturum Liverpol í óhag þessa dagana og markið sem breytti öllu í leik liðsins um helgina var mjög vafasamt. Liverpool menn voru mjög ósáttir með Varsjána í jöfnunarmarki Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og við nánari skoðun lítur út fyrir að þeir hafi haft mikið til síns máls. Liverpool var í góðum málum á móti Leicester, 1-0 yfir í leiknum og búið að vera með yfirburði nær allan leikinn. Jöfnunarmarkið breytti hins vegar öllu, Liverpool menn virtust hálfvankaðir í framhaldinu, Leicester skoraði tvö mörk til viðbótar og vann 3-1 sigur. Í stað þess að rífa sig aftur í gang þá þurftu Liverpool menn að sætta sig við þriðja tapið í röð og krísan herjar enn frekar á menn á Anfield. Jürgen Klopp var mjög óhress með jöfnunarmarkið. Þar dæmdi aðstoðardómarinn rangstöðu og þar með markið af. Varsjáin breytti aftur á móti þeim dómi. "The blue line that defines Firmino offside appears to be drawn on his foot's shadow" No wonder Jurgen Klopp said: "VAR should be completely objective, but it s not." Posted by GiveMeSport on Laugardagur, 13. febrúar 2021 Flestir sem sáu endursýninguna af markinu gátu ekki séð betur en að Daniel Amartey hafi réttilega verið dæmdur rangstæður þar sem Amartey var fyrir utan fót Roberto Firmino. Þá birtust hins vegar línurnar frægu hjá Varsjánni og umræddur fótur Roberto Firmino var „teiknaður“ til að gera Amartey réttstæðan. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði eftir leikinn að lið sitt hafa fengið á sig skrýtið mark og þó að Varsjáin eigi að vera hlutlaus þá sé hún það ekki alltaf. Klopp hélt því líka fram að Varsjáin hafi dæmt rangstöðuna áður en James Maddison hafði í raun snert boltann. Við nánari skoðun lítur einnig út fyrir það að Varsjáin hafi notast við skuggann af skó Firmino en ekki sjálfan skóinn til að gera Daniel Amartey réttstæðan. Eins sorglega og það hljómar þá viðist það hafa verið skuggi af skó Firmino sem „plataði“ þarna VAR til að dæma mark Leicester gilt. Enski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Liverpool menn voru mjög ósáttir með Varsjána í jöfnunarmarki Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og við nánari skoðun lítur út fyrir að þeir hafi haft mikið til síns máls. Liverpool var í góðum málum á móti Leicester, 1-0 yfir í leiknum og búið að vera með yfirburði nær allan leikinn. Jöfnunarmarkið breytti hins vegar öllu, Liverpool menn virtust hálfvankaðir í framhaldinu, Leicester skoraði tvö mörk til viðbótar og vann 3-1 sigur. Í stað þess að rífa sig aftur í gang þá þurftu Liverpool menn að sætta sig við þriðja tapið í röð og krísan herjar enn frekar á menn á Anfield. Jürgen Klopp var mjög óhress með jöfnunarmarkið. Þar dæmdi aðstoðardómarinn rangstöðu og þar með markið af. Varsjáin breytti aftur á móti þeim dómi. "The blue line that defines Firmino offside appears to be drawn on his foot's shadow" No wonder Jurgen Klopp said: "VAR should be completely objective, but it s not." Posted by GiveMeSport on Laugardagur, 13. febrúar 2021 Flestir sem sáu endursýninguna af markinu gátu ekki séð betur en að Daniel Amartey hafi réttilega verið dæmdur rangstæður þar sem Amartey var fyrir utan fót Roberto Firmino. Þá birtust hins vegar línurnar frægu hjá Varsjánni og umræddur fótur Roberto Firmino var „teiknaður“ til að gera Amartey réttstæðan. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði eftir leikinn að lið sitt hafa fengið á sig skrýtið mark og þó að Varsjáin eigi að vera hlutlaus þá sé hún það ekki alltaf. Klopp hélt því líka fram að Varsjáin hafi dæmt rangstöðuna áður en James Maddison hafði í raun snert boltann. Við nánari skoðun lítur einnig út fyrir það að Varsjáin hafi notast við skuggann af skó Firmino en ekki sjálfan skóinn til að gera Daniel Amartey réttstæðan. Eins sorglega og það hljómar þá viðist það hafa verið skuggi af skó Firmino sem „plataði“ þarna VAR til að dæma mark Leicester gilt.
Enski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira