Einn stærsti dagur mótmælanna í Mjanmar þrátt fyrir hótanir um handtökur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2021 10:32 Stuðningsmenn mótmælenda í Mjanmar ganga í gegn um miðbæ Tókíó. Getty/Takashi Aoyama Tugir þúsunda tóku þátt í fjöldamótmælum í Mjanmar, níunda daginn í röð, í nótt og í morgun. Í gær skrifaði herforinginn Min Aung Hlaing undir tilskipun sem takmarkar frelsi og réttarstöðu almennra borgara, auk þess sem löggæsluyfirvöldum var skipað að handtaka þekkta stjórnarandstæðinga tafarlaust. Verkfræðinemar marseruðu í gegn um miðborg Yangon, stærstu borgar landsins, klæddir hvítum fötum og haldandi á skiltum þar sem krafist var að Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, yrði sleppt úr haldi. Suu Kyi hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar frá 1. febrúar þegar herinn framdi valdarán. Mótmælin eru meðal þeirra stærstu sem sést hafa í landinu undanfarna áratugi. Það er óhætt að segja að mótmælin í dag hafi verið mikið sjónarspil en í Yangon var heilum flota af rútum keyrt um göturnar og flautum þeirra flautað í mótmælaskini. Mótmælendur keyrðu í gegn um höfuðborgina Naypyitaw á mótorhjólum og bílum og í bænum Dawei spiluðu tónlistarmenn á trommur. Í Waimaw héldu mótmælendur uppi fánum og sungu byltingarsöngva. Valdaránið og mótmælin hafa vakið athygli alls heimsins en Tókíóbúar gengu kröfugöngu í dag til stuðnings mótmælendum í Mjanmar. Margir héldu á myndum af Suu Kyi og segja skipuleggjendur göngunnar að um sé að ræða stærstu og fjölmennustu kröfugöngu í sögu Japan. Meira en fjögur þúsund manns tóku þátt í göngunni og kyrjuðu mótmælendur „hjálpið okkur að bjarga Mjanmar“ og „stöðvum glæpi gegn mannkyni.“ Þetta eru ekki fyrstu mótmælin til stuðnings mótmælendum í Mjanmar frá valaráninu en nokkrar kröfugöngur og mótmæli hafa verið haldin í Japan síðan þá. Sérstaklega hafa það verið mjanmarskir íbúar í Japan. Japan Mjanmar Tengdar fréttir Þekktir stjórnarandstæðingar verða handteknir Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir. 13. febrúar 2021 21:57 Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01 Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Verkfræðinemar marseruðu í gegn um miðborg Yangon, stærstu borgar landsins, klæddir hvítum fötum og haldandi á skiltum þar sem krafist var að Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, yrði sleppt úr haldi. Suu Kyi hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar frá 1. febrúar þegar herinn framdi valdarán. Mótmælin eru meðal þeirra stærstu sem sést hafa í landinu undanfarna áratugi. Það er óhætt að segja að mótmælin í dag hafi verið mikið sjónarspil en í Yangon var heilum flota af rútum keyrt um göturnar og flautum þeirra flautað í mótmælaskini. Mótmælendur keyrðu í gegn um höfuðborgina Naypyitaw á mótorhjólum og bílum og í bænum Dawei spiluðu tónlistarmenn á trommur. Í Waimaw héldu mótmælendur uppi fánum og sungu byltingarsöngva. Valdaránið og mótmælin hafa vakið athygli alls heimsins en Tókíóbúar gengu kröfugöngu í dag til stuðnings mótmælendum í Mjanmar. Margir héldu á myndum af Suu Kyi og segja skipuleggjendur göngunnar að um sé að ræða stærstu og fjölmennustu kröfugöngu í sögu Japan. Meira en fjögur þúsund manns tóku þátt í göngunni og kyrjuðu mótmælendur „hjálpið okkur að bjarga Mjanmar“ og „stöðvum glæpi gegn mannkyni.“ Þetta eru ekki fyrstu mótmælin til stuðnings mótmælendum í Mjanmar frá valaráninu en nokkrar kröfugöngur og mótmæli hafa verið haldin í Japan síðan þá. Sérstaklega hafa það verið mjanmarskir íbúar í Japan.
Japan Mjanmar Tengdar fréttir Þekktir stjórnarandstæðingar verða handteknir Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir. 13. febrúar 2021 21:57 Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01 Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Þekktir stjórnarandstæðingar verða handteknir Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir. 13. febrúar 2021 21:57
Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01
Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31