Það voru ekki áhorfendur sem tóku á móti Durant en fyrrum liðsfélagar hans tóku á móti honum með faðmlögum og öðru til heyrandi.
Kevin Durant hugging everyone on the Warriors after the game
— Mark Medina (@MarkG_Medina) February 14, 2021
Það var hins vegar Durant og félagar sem höfðu sigurinn í miklum stigaleik. Lokatölur 134-117 en Durant sjálfur gerði tuttugu stig.
James Harden bætti við nítján stigum og sextán stoðsendingum en stigahæstur stjörnuliðs Brooklyn var Kyrie Irving með 23 stig.
Stephen Curry var einu sinni sem oftar stigahæstur hjá Warriors. Hann gerði 27 stig.
The Warriors welcomed Kevin Durant back to The Bay with a special tribute video.
— BarDown (@BarDown) February 14, 2021
WATCH @ https://t.co/9aZWqKmG1L pic.twitter.com/WawqHT3gNL
Philadelphia 76ers tapaði sínum öðrum leik í röð í nótt er liðið mætti Phoenix Suns. Phoenix hafði betur 120-111.
Stórleikur Joel Embiid dugði ekki til í nótt. Embiid fór á kostum í liði Philadelphia og gerði 35 stig og tók átta fráköst en Devin Booker gerði 36 fyrir Phoenix.
Öll úrslit næturinnar:
Philadelphia - Phoenix 111-120
Indiana - Atlanta 125-113
Houston - New York 99-121
Brooklyn - Golden State 134-117
Miami - Utah 94-112

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.