Fyrri hálfleikur var markalaus en eftir tólf mínútna leik í síðari hálfleik kom Giulio Maggiore heimamönnum í Spezia í forystu.
Skömmu síðar, eða á 67.mínútu, tvöfaldaði Simone Bastoni forystuna fyrir heimamenn.
AC Milan tefldi fram fjölda sóknarmanna í leiknum en tókst ekki að eiga svo mikið sem eitt skot á mark Spezia.
2-0 fyrir Spezia því lokatölur og getur Inter Milan því tyllt sér upp í toppsæti deildarinnar þegar liðið fær Lazio í heimsókn á morgun.