Segja það markmið forsetans að loka Guantanamo Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2021 12:03 Úr Guantanamo-fangelsinu á Kúbu. Joe Raedle/Getty Joe Biden Bandaríkforseti hefur falið ráðgjöfum sínum að ráðast í formlega endurskoðun á starfsháttum Guantanamo-herfangelsisins sem rekið er af Bandaríkjaher á Kúbu, með það að markmiði að fangelsinu verði lokað áður en Biden lætur af embætti. Lokun fangelsisins var á meðal þeirra metnaðarfullu markmiða Baracks Obama, sem var forseti á árunum 2009-2017, sem ekki náðu fram að ganga. Biden var varaforseti Obama. Reuters-fréttastofan greinir frá áformum forsetans og vísar til óformlegra viðræðna innan herbúða forsetans um að hann muni skrifa undir forsetatilskipun um endurskoðun á starfsháttum fangelsisins á næstu tveimur vikum. Þá hefur Reuters eftir Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúa forsetans, að markmið Biden-stjórnarinnar sé að loka fangelsinu. Það er þó talið ólíklegt að sú endurskoðun sem Biden hefur falið ráðgjöfum sínum muni skila slíkum árangri á næstunni, þar sem áformum um lokun Guantanamo myndi mæta álíka pólitískri og lagalegri viðspyrnu og þau gerðu í valdatíð Obama. Joe Biden sagðist í kosningabaráttu sinni vera fylgjandi því að Guantanamo-fangelsinu yrði lokað. Getty Eitt alræmdasta fangelsi heims Guantanamo-fangelsinu var komið á fót í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana þann 11. september 2001 til þess að hýsa erlenda fanga sem grunaðir eru um hryðjuverk. Mannréttindasamtök hafa verið afar gagnrýnin á fangelsið og þær aðferðir sem þar er beitt til að yfirheyra fanga. Margir sem setið hafa í fangelsinu hafa lýst hræðilegum pyndingum á hendur sér og er fangelsið í hugum margra tákmynd þess harðræðis sem bandarísk stjórnvöld beita meinta hryðuverkamenn. Í valdatíð sinni hafði Obama komið fyrirhugaðri lokun fangelsisins í ákveðið ferli. Því ferli var þó hætt árið 2017, um leið og Donald Trump tók við embætti forseta. Trump hélt fangelsinu opnu í þau fjögur ár sem hann sat á forsetastóli. Fjörutíu fangar eru nú í fangelsinu. Flestum þeirra hefur verið haldið í vel á annan áratug, án þess að hafa verið ákærðir eða dæmdir. Bandaríkin Joe Biden Kúba Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Lokun fangelsisins var á meðal þeirra metnaðarfullu markmiða Baracks Obama, sem var forseti á árunum 2009-2017, sem ekki náðu fram að ganga. Biden var varaforseti Obama. Reuters-fréttastofan greinir frá áformum forsetans og vísar til óformlegra viðræðna innan herbúða forsetans um að hann muni skrifa undir forsetatilskipun um endurskoðun á starfsháttum fangelsisins á næstu tveimur vikum. Þá hefur Reuters eftir Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúa forsetans, að markmið Biden-stjórnarinnar sé að loka fangelsinu. Það er þó talið ólíklegt að sú endurskoðun sem Biden hefur falið ráðgjöfum sínum muni skila slíkum árangri á næstunni, þar sem áformum um lokun Guantanamo myndi mæta álíka pólitískri og lagalegri viðspyrnu og þau gerðu í valdatíð Obama. Joe Biden sagðist í kosningabaráttu sinni vera fylgjandi því að Guantanamo-fangelsinu yrði lokað. Getty Eitt alræmdasta fangelsi heims Guantanamo-fangelsinu var komið á fót í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana þann 11. september 2001 til þess að hýsa erlenda fanga sem grunaðir eru um hryðjuverk. Mannréttindasamtök hafa verið afar gagnrýnin á fangelsið og þær aðferðir sem þar er beitt til að yfirheyra fanga. Margir sem setið hafa í fangelsinu hafa lýst hræðilegum pyndingum á hendur sér og er fangelsið í hugum margra tákmynd þess harðræðis sem bandarísk stjórnvöld beita meinta hryðuverkamenn. Í valdatíð sinni hafði Obama komið fyrirhugaðri lokun fangelsisins í ákveðið ferli. Því ferli var þó hætt árið 2017, um leið og Donald Trump tók við embætti forseta. Trump hélt fangelsinu opnu í þau fjögur ár sem hann sat á forsetastóli. Fjörutíu fangar eru nú í fangelsinu. Flestum þeirra hefur verið haldið í vel á annan áratug, án þess að hafa verið ákærðir eða dæmdir.
Bandaríkin Joe Biden Kúba Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira