Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. febrúar 2021 12:23 Ný kirkja og Sæmundarstofa verður byggð á Rangárvöllum. Oddafélagið fer fyrir verkefninu en Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra er formaðru Oddafélagsins. Aðsend Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. Oddi á Rangárvöllum er sögufrægur staður. Þar bjuggu Oddaverjar, ein merkasta ætt þjóðveldisaldar. Þeirra á meðal voru Sæmundur fróði, lærðasti maður á landinu um sína daga og Snorri Sturluson svo einhverjir séu nefndir. Oddafélagið, sem eru samtök áhugamanna um endurreisn fræðaseturs á Odda ætla sér í miklar framkvæmdir á staðnum því það stendur til að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu þar sem verður fjölnotasalur fyrir sýningar, viðburði, móttökur, fyrirlestra, ráðstefnur og einkasamkomur. Friðrik Erlingsson, rithöfundur var nýlega ráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins. „Þetta er ansi merkilegt félag og margir félagar eru merkilegir og hafa verið í gegnum tíðina og skilað frábæru starfi. Og núna frá því að fornleifauppgröfturinn hófst 2018 hefur komið aukin kraftur í starfi félagsins og meiri athygli á Odda í kjölfarið,“ segir Friðrik og bætir við. „Stærsta verkefnið, sem er í framtíðinni hjá okkur og við stefnum að er að reisa Sæmundarstofu í Odda, ásamt nýrri Oddakirkju, sem væri þá líka tónlistarhús í héraði.“ Friðrik er nú þegar farin að undirbúa Oddahátíð, sem verður haldin um Þingmaríumessu, eða laugardaginn 3. júlí í sumar. Í undirbúningi er glæsileg hátíð þar sem Sinfóníuhljómsveit Suðurlands mun koma fram í fyrsta sinn á almennum tónleikum ásamt Karlakór Rangæinga, en þar verður m.a. frumflutt nýtt lag við kvæði séra Matthíasar Jochumssonar „Á Gammabrekku.“ Friðrik segir að Sæmundi Fróða hafi verið margt til lista lagt og að hann hafi verið mögnuð persóna. „Já, hann hefur verið nefndur fyrsti íslenski rithöfundurinn þar sem er vitað að hann skráði Noregskonunga tal, sem er fyrsta ritverk, sem við vitum um að hafi verið skrifað á Íslandi.“ Friðrik Erlingsson, nýráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins á Rangárvöllum. Friðrik hefur setið í stjórn Oddafélagsins síðan árið 2017. Hann þekkir vel til verkefna félagsins, hefur skrifað greinar um sögu Oddastaðar og hélt á síðasta sumri vel sóttan fyrirlestur í Hlöðunni á Kvoslæk í Fljótshlíð um „Fingraför Sæmundar fróða.“Aðsend Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Íslensk fræði Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Oddi á Rangárvöllum er sögufrægur staður. Þar bjuggu Oddaverjar, ein merkasta ætt þjóðveldisaldar. Þeirra á meðal voru Sæmundur fróði, lærðasti maður á landinu um sína daga og Snorri Sturluson svo einhverjir séu nefndir. Oddafélagið, sem eru samtök áhugamanna um endurreisn fræðaseturs á Odda ætla sér í miklar framkvæmdir á staðnum því það stendur til að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu þar sem verður fjölnotasalur fyrir sýningar, viðburði, móttökur, fyrirlestra, ráðstefnur og einkasamkomur. Friðrik Erlingsson, rithöfundur var nýlega ráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins. „Þetta er ansi merkilegt félag og margir félagar eru merkilegir og hafa verið í gegnum tíðina og skilað frábæru starfi. Og núna frá því að fornleifauppgröfturinn hófst 2018 hefur komið aukin kraftur í starfi félagsins og meiri athygli á Odda í kjölfarið,“ segir Friðrik og bætir við. „Stærsta verkefnið, sem er í framtíðinni hjá okkur og við stefnum að er að reisa Sæmundarstofu í Odda, ásamt nýrri Oddakirkju, sem væri þá líka tónlistarhús í héraði.“ Friðrik er nú þegar farin að undirbúa Oddahátíð, sem verður haldin um Þingmaríumessu, eða laugardaginn 3. júlí í sumar. Í undirbúningi er glæsileg hátíð þar sem Sinfóníuhljómsveit Suðurlands mun koma fram í fyrsta sinn á almennum tónleikum ásamt Karlakór Rangæinga, en þar verður m.a. frumflutt nýtt lag við kvæði séra Matthíasar Jochumssonar „Á Gammabrekku.“ Friðrik segir að Sæmundi Fróða hafi verið margt til lista lagt og að hann hafi verið mögnuð persóna. „Já, hann hefur verið nefndur fyrsti íslenski rithöfundurinn þar sem er vitað að hann skráði Noregskonunga tal, sem er fyrsta ritverk, sem við vitum um að hafi verið skrifað á Íslandi.“ Friðrik Erlingsson, nýráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins á Rangárvöllum. Friðrik hefur setið í stjórn Oddafélagsins síðan árið 2017. Hann þekkir vel til verkefna félagsins, hefur skrifað greinar um sögu Oddastaðar og hélt á síðasta sumri vel sóttan fyrirlestur í Hlöðunni á Kvoslæk í Fljótshlíð um „Fingraför Sæmundar fróða.“Aðsend
Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Íslensk fræði Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira