Bill Russell blés á 87 kerti á afmælisdaginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2021 17:00 Bill Russell, mesti sigurvegari körfuboltasögunnar. getty/Alex Wong Körfuboltagoðsögnin Bill Russell fagnar 87 ára afmæli sínu í dag. Í tilefni þess fékk hann veglega köku frá eiginkonu sinni. Hún var skreytt með smáranum, einkennismarki Boston Celtics, liðsins sem Russell lék með allan sinn feril í NBA-deildinni. Þá voru 87 kerti á kökunni sem Russell blés á. Til öryggis stóð Shawn Kemp yngri, alnafni og sonur gömlu Seattle SuperSonics hetjunnar, við hlið Russells vopnaður slökkvitæki ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis. Í færslu á Twitter grínaðist Russell með það að á 88 ára afmælinu þyrfti að beita hann endurlífgun eftir kertablásturinn. Whew, I made it to 87! I want to thank my wife for another amazing cake & the small forest fire upon it. Thanks @SKJR40 for standing by with the extinguisher just in case, next time bring a cpr kit. @legends_unite #Deepbreath #fridaymorning @BleacherReport @NBA @espn @celtics pic.twitter.com/TscoGkRhxv— TheBillRussell (@RealBillRussell) February 12, 2021 Russell varð ellefu sinnum meistari á þeim þrettán tímabilum sem hann lék í NBA. Síðustu tvo titlanna (1968 og 1969) vann hann sem spilandi þjálfari Boston. Auk titlanna ellefu sem Russell vann með Boston varð hann tvisvar háskólameistari með San Francisco Dons og Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 1956. Þá hefur Russell alla tíð verið ötull baráttumaður fyrir réttindum svartra. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, sæmdi hann Friðarorðu forsetans 2011. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Hún var skreytt með smáranum, einkennismarki Boston Celtics, liðsins sem Russell lék með allan sinn feril í NBA-deildinni. Þá voru 87 kerti á kökunni sem Russell blés á. Til öryggis stóð Shawn Kemp yngri, alnafni og sonur gömlu Seattle SuperSonics hetjunnar, við hlið Russells vopnaður slökkvitæki ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis. Í færslu á Twitter grínaðist Russell með það að á 88 ára afmælinu þyrfti að beita hann endurlífgun eftir kertablásturinn. Whew, I made it to 87! I want to thank my wife for another amazing cake & the small forest fire upon it. Thanks @SKJR40 for standing by with the extinguisher just in case, next time bring a cpr kit. @legends_unite #Deepbreath #fridaymorning @BleacherReport @NBA @espn @celtics pic.twitter.com/TscoGkRhxv— TheBillRussell (@RealBillRussell) February 12, 2021 Russell varð ellefu sinnum meistari á þeim þrettán tímabilum sem hann lék í NBA. Síðustu tvo titlanna (1968 og 1969) vann hann sem spilandi þjálfari Boston. Auk titlanna ellefu sem Russell vann með Boston varð hann tvisvar háskólameistari með San Francisco Dons og Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 1956. Þá hefur Russell alla tíð verið ötull baráttumaður fyrir réttindum svartra. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, sæmdi hann Friðarorðu forsetans 2011. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum