Íslandsmeistararnir hefja mótið fyrir hádegi Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2021 09:01 Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa misst sannkallaðar kanónur úr sínu liði í vetur og mæta því með mikið breytt lið til leiks í Lengjubikarnum í dag. vísir/hulda Það verða Íslandsmeistarar á ferð í Lengjubikar karla og kvenna í fótbolta í dag nú þegar boltinn er farinn að rúlla í þessu síðasta undirbúningsmóti áður en Íslandsmótið hefst í vor. Keppni í Lengjubikar kvenna hefst fyrir hádegi í dag þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Stjörnunni í Fífunni kl. 10.30. Þess má geta að leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Blikar hefja tímabilið með nýjan þjálfara í brúnni eftir að Þorsteinn Halldórsson tók við landsliðinu. Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrir nú liðinu sem hefur misst þungavigtarleikmenn á borð við Sveindísi Jane Jónsdóttur, Alexöndru Jóhannsdóttur, Karólínu Leu dóttur Vilhjálms, og Sonný Láru Þráinsdóttur. Breiðablik vann Lengjubikarinn árið 2019 en ekki tókst að ljúka keppninni í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Leikið er í tveimur riðlum og komast tvö efstu liðin upp úr hvorum riðli. Leikir helgarinnar í A-deild kvenna: Laugardagur: 10.30 Breiðablik - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 12.00 Keflavík - Selfoss 13.00 Fylkir - FH Sunnudagur: 14.00 KR - Þróttur R. 14.00 Valur - ÍBV 15.00 Þór/KA - Tindastóll Keppni í A-deild Lengjubikar karla hófst í gær og hún heldur áfram með sjö leikjum í dag. Þar ber hæst viðureign KA og Íslandsmeistara Vals sem sýnd er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 kl. 15. KA-menn hafa verið að bæta við sig mannskap en Daníel Hafsteinsson og Belgarnir Jonathan Hendrickx og Sebastiaan Brebels þurfa að bíða í nokkra daga í viðbót til að fá félagaskipti sín í gegn. Hið sama gildir um Skagamennina Arnór Smárason og Tryggva Hrafn Haraldsson sem komnir eru til Vals. Valur og KA eru í riðli með HK og Grindavík sem mætast kl. 11.30, og Aftureldingu og Víkingi Ó. sem mættust í gær. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í 8-liða úrslit en leikið er í fjórum riðlum í A-deild karla. Leikir dagsins í A-deild karla: 11.00 FH - Kórdrengir 11.30 HK - Grindavík 12.00 ÍA - Selfoss 12.00 Stjarnan - Vestri 14.00 Grótta - Keflavík 14.30 Fram - Þór 15.00 KA – Valur (Stöð 2 Sport 3) Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Sjá meira
Keppni í Lengjubikar kvenna hefst fyrir hádegi í dag þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Stjörnunni í Fífunni kl. 10.30. Þess má geta að leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Blikar hefja tímabilið með nýjan þjálfara í brúnni eftir að Þorsteinn Halldórsson tók við landsliðinu. Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrir nú liðinu sem hefur misst þungavigtarleikmenn á borð við Sveindísi Jane Jónsdóttur, Alexöndru Jóhannsdóttur, Karólínu Leu dóttur Vilhjálms, og Sonný Láru Þráinsdóttur. Breiðablik vann Lengjubikarinn árið 2019 en ekki tókst að ljúka keppninni í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Leikið er í tveimur riðlum og komast tvö efstu liðin upp úr hvorum riðli. Leikir helgarinnar í A-deild kvenna: Laugardagur: 10.30 Breiðablik - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 12.00 Keflavík - Selfoss 13.00 Fylkir - FH Sunnudagur: 14.00 KR - Þróttur R. 14.00 Valur - ÍBV 15.00 Þór/KA - Tindastóll Keppni í A-deild Lengjubikar karla hófst í gær og hún heldur áfram með sjö leikjum í dag. Þar ber hæst viðureign KA og Íslandsmeistara Vals sem sýnd er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 kl. 15. KA-menn hafa verið að bæta við sig mannskap en Daníel Hafsteinsson og Belgarnir Jonathan Hendrickx og Sebastiaan Brebels þurfa að bíða í nokkra daga í viðbót til að fá félagaskipti sín í gegn. Hið sama gildir um Skagamennina Arnór Smárason og Tryggva Hrafn Haraldsson sem komnir eru til Vals. Valur og KA eru í riðli með HK og Grindavík sem mætast kl. 11.30, og Aftureldingu og Víkingi Ó. sem mættust í gær. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í 8-liða úrslit en leikið er í fjórum riðlum í A-deild karla. Leikir dagsins í A-deild karla: 11.00 FH - Kórdrengir 11.30 HK - Grindavík 12.00 ÍA - Selfoss 12.00 Stjarnan - Vestri 14.00 Grótta - Keflavík 14.30 Fram - Þór 15.00 KA – Valur (Stöð 2 Sport 3)
Laugardagur: 10.30 Breiðablik - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 12.00 Keflavík - Selfoss 13.00 Fylkir - FH Sunnudagur: 14.00 KR - Þróttur R. 14.00 Valur - ÍBV 15.00 Þór/KA - Tindastóll
11.00 FH - Kórdrengir 11.30 HK - Grindavík 12.00 ÍA - Selfoss 12.00 Stjarnan - Vestri 14.00 Grótta - Keflavík 14.30 Fram - Þór 15.00 KA – Valur (Stöð 2 Sport 3)
Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Sjá meira