Erlent

Hertar sótt­varna­að­gerðir í Mel­bour­ne

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Allar fjöldasamkomur hafa verið bannaðar í Melbourne.
Allar fjöldasamkomur hafa verið bannaðar í Melbourne. Getty/Diego Fedele

Ástralska stórborgin Melbourne er á leið í fimm daga lokun vegna kórónuveirunnar en í gær kom upp smit í borginni þar sem þrettán greindust á hóteli í borginni sem notað hefur verið sem sóttvarnahús.

Af þessum sökum hafa allar fjöldasamkomur verið bannaðar sem þýðir að engir áhorfendur verða á opna ástralska tennismótinu sem nú stendur yfir.

Ástralir hafa sýnt góðan árangur í baráttunni við kórónuveiruna enda hefur landinu að stórum hluta verið lokað fyrir utanaðkomandi gestum og þurfa þeir sem þangað koma að gangast undir stranga sóttkví.

Smitin sem um ræðir nú eru öll af hinu svokallaða breska afbrigði veirunnar sem virðist smitast mun auðveldar á milli manna en fyrri afbrigði. Því var ákveðið að setja borgina á efsta viðbúnaðarstig næstu fimm daga til að tími gefist til að ná tökum á útbreiðslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×