Steph Curry með fjörutíu stiga og tíu þrista leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 08:01 Stephen Curry er hér á undan Dwayne Bacon og skorar fyrir Golden State í nótt. AP/Jeff Chiu Stephen Curry átti enn einn stórleikinn í nótt þegar Golden State Warriors vann í endurkomu sinn á heima til San Francisco eftir fjóra útileiki í röð í Texas. Stephen Curry skoraði 40 stig á 37 mínútum þegar Golden State Warriors vann 111-105 sigur á Orlando Magic en Curry hitti úr 10 af 19 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og var einnig með 8 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Curry hefur verið sjóðheitur að undanförnu og er nú með fjóra þrista eða meira í þrettán leikjum í röð. Þetta var sautjándi leikur hans á ferlinum með tíu þrista eða fleiri. 9 threes for Steph Curry! @warriors 95@OrlandoMagic 91Mid-4th Q on NBA LP pic.twitter.com/3tFBoZfhZK— NBA (@NBA) February 12, 2021 Andrew Wiggins skoraði 21 stig fyrir Golden State liðið og Kelly Oubre Jr. bætti við 17 stigum og 10 fráköstum. Liðið var án nýliðans James Wiseman. Nikola Vucevic var með 25 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar fyrir Orlando Magic og þeir Dwayne Bacon og Terrence Ross voru báðir með tuttugu stig. 1 5 for Melo in the 4th on TNT!@trailblazers 108@sixers 107 4:15 left pic.twitter.com/aOJ2vsCpj9— NBA (@NBA) February 12, 2021 Damian Lillard skoraði 30 stig þegar Portland Trail Blazers vann 118-114 heimasigur á Philadelphia 76ers og Carmelo Anthony kom með 24 stig á 26 mínútum af bekknum en Melo hitti meðal annars úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sínum. Joel Embiid var með 35 stig fyrir Philadelphia 76ers og Ben Simmons bætti við 23 stigum, 11 fráköstum og 9 stoðsendingum. 76ers liðið kastaði boltanum frá sér í blálokin þegar liðið hafði tækifæri til að jafna leikinn með tveggja stiga körfu. 6 threes apiece for Semi Ojeleye & Payton Pritchard in the @celtics win!@semi: 24 PTS (career high)@paytonpritch3: 20 PTS pic.twitter.com/mLmHmYCqCk— NBA (@NBA) February 12, 2021 Það voru tvær óvæntar stjörnur sem voru í aðalhlutverki þegar Boston Celtics vann 120-106 heimasigur á Toronto Raptors. Semi Ojeleye setti nýtt persónulegt met með því að skora 24 stig og sex þrista og nýliðinn Payton Pritchard var með 20 stig og einnig sex þrista. Stjörnuleikmennirnir Jayson Tatum og Jaylen Brown voru saman með 19 stoðsendingar í leiknum, Brown var með 12 stig og 10 stoðsendingar en Tatum með 17 stig og 9 stoðsendingar. Kemba Walker skoraði 21 stig og var með fimm þrista en Boston skoraði alls tuttugu þriggja stiga körfur í leiknum. Boston liðið var búið að tapa tveimur leikjum í röð og þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Kyle Lowry var atkvæðamestur hjá Toronto með 24 stig og 6 stoðsendingar en Pascal Siakam skoraði 23 stig. Triple-double for @JimmyButler in the @MiamiHEAT's 4th-straight win! 27 PTS 10 REB 10 AST pic.twitter.com/sL7ftFTYE6— NBA (@NBA) February 12, 2021 Jimmy Butler var með þrennu, 27 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar, þegar Miami Heat vann 101-94 sigur á Houston Rockets. Þetta var fjórði sigur Miami liðsins í röð en Houston var aftur á moti að tapa sínum fjórða leik í röð. Heat liðið var næstum því með tvo leikmenn með þrennu í þessum leik því Bam Adebayo endaði með 10 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar. Domantas Sabonis var með 26 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Indiana Pacers endaði fjögurra leikja taphrinu með 111-95 sigri á Detroit Pistons. Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Golden State Warriors - Orlando Magic 111-105 Portland Trail Blazers - Philadelphia 76ers 118-114 Boston Celtics - Toronto Raptors 120-106 Detroit Pistons - Indiana Pacers 95-111 Houston Rockets - Miami Heat 94-101 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira
Stephen Curry skoraði 40 stig á 37 mínútum þegar Golden State Warriors vann 111-105 sigur á Orlando Magic en Curry hitti úr 10 af 19 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og var einnig með 8 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Curry hefur verið sjóðheitur að undanförnu og er nú með fjóra þrista eða meira í þrettán leikjum í röð. Þetta var sautjándi leikur hans á ferlinum með tíu þrista eða fleiri. 9 threes for Steph Curry! @warriors 95@OrlandoMagic 91Mid-4th Q on NBA LP pic.twitter.com/3tFBoZfhZK— NBA (@NBA) February 12, 2021 Andrew Wiggins skoraði 21 stig fyrir Golden State liðið og Kelly Oubre Jr. bætti við 17 stigum og 10 fráköstum. Liðið var án nýliðans James Wiseman. Nikola Vucevic var með 25 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar fyrir Orlando Magic og þeir Dwayne Bacon og Terrence Ross voru báðir með tuttugu stig. 1 5 for Melo in the 4th on TNT!@trailblazers 108@sixers 107 4:15 left pic.twitter.com/aOJ2vsCpj9— NBA (@NBA) February 12, 2021 Damian Lillard skoraði 30 stig þegar Portland Trail Blazers vann 118-114 heimasigur á Philadelphia 76ers og Carmelo Anthony kom með 24 stig á 26 mínútum af bekknum en Melo hitti meðal annars úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sínum. Joel Embiid var með 35 stig fyrir Philadelphia 76ers og Ben Simmons bætti við 23 stigum, 11 fráköstum og 9 stoðsendingum. 76ers liðið kastaði boltanum frá sér í blálokin þegar liðið hafði tækifæri til að jafna leikinn með tveggja stiga körfu. 6 threes apiece for Semi Ojeleye & Payton Pritchard in the @celtics win!@semi: 24 PTS (career high)@paytonpritch3: 20 PTS pic.twitter.com/mLmHmYCqCk— NBA (@NBA) February 12, 2021 Það voru tvær óvæntar stjörnur sem voru í aðalhlutverki þegar Boston Celtics vann 120-106 heimasigur á Toronto Raptors. Semi Ojeleye setti nýtt persónulegt met með því að skora 24 stig og sex þrista og nýliðinn Payton Pritchard var með 20 stig og einnig sex þrista. Stjörnuleikmennirnir Jayson Tatum og Jaylen Brown voru saman með 19 stoðsendingar í leiknum, Brown var með 12 stig og 10 stoðsendingar en Tatum með 17 stig og 9 stoðsendingar. Kemba Walker skoraði 21 stig og var með fimm þrista en Boston skoraði alls tuttugu þriggja stiga körfur í leiknum. Boston liðið var búið að tapa tveimur leikjum í röð og þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Kyle Lowry var atkvæðamestur hjá Toronto með 24 stig og 6 stoðsendingar en Pascal Siakam skoraði 23 stig. Triple-double for @JimmyButler in the @MiamiHEAT's 4th-straight win! 27 PTS 10 REB 10 AST pic.twitter.com/sL7ftFTYE6— NBA (@NBA) February 12, 2021 Jimmy Butler var með þrennu, 27 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar, þegar Miami Heat vann 101-94 sigur á Houston Rockets. Þetta var fjórði sigur Miami liðsins í röð en Houston var aftur á moti að tapa sínum fjórða leik í röð. Heat liðið var næstum því með tvo leikmenn með þrennu í þessum leik því Bam Adebayo endaði með 10 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar. Domantas Sabonis var með 26 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Indiana Pacers endaði fjögurra leikja taphrinu með 111-95 sigri á Detroit Pistons. Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Golden State Warriors - Orlando Magic 111-105 Portland Trail Blazers - Philadelphia 76ers 118-114 Boston Celtics - Toronto Raptors 120-106 Detroit Pistons - Indiana Pacers 95-111 Houston Rockets - Miami Heat 94-101 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Golden State Warriors - Orlando Magic 111-105 Portland Trail Blazers - Philadelphia 76ers 118-114 Boston Celtics - Toronto Raptors 120-106 Detroit Pistons - Indiana Pacers 95-111 Houston Rockets - Miami Heat 94-101
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira