Nær öllum húsum Borgarbyggðar í Brákarey lokað vegna slæmra brunavarna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 20:08 Fjórtán rekstraraðilar munu þurfa að yfirgefa húsnæði sitt í Brákarey í Borgarnesi á morgun vegna slæmra brunavarna. Vísir/Vilhelm Nær öllu húsnæði í eigu Borgarbyggðar í Brákarey verður lokað frá og með morgundeginum vegna alvarlegra athugasemda eldvarnareftirlits og byggingafulltrúa. Fjórtán rekstraraðilar munu þurfa að yfirgefa húsnæði sín á morgun og var þeim tilkynnt þetta í dag. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við brunavarnir í húsinu, en þar segir ljóst að nauðsynlegt sé að gera töluverðar úrbætur á húsnæðinu. Þær breytingar varða sérstaklega flóttaleiðir, vatnsleka, brunahólfun, rafmagnsmál og leiðir til reyklosunar. Skessuhorn greinir frá þessu. Um er að ræða húsnæði við Brákarbraut 25 og 27 í Brákarey, þar sem félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir eru með starfsemi. Rekstraraðilum í húsnæðinu var tilkynnt um lokunina á fundi í dag. Grímshús í Brákarey verður eina húsnæðið í eyjunni í eigu sveitarfélagsins sem fær að vera opið áfram. Eldvarnareftirlitið og byggingafulltrúi gerðu úttekt í húsnæði Ölunnar í síðustu viku og var í kjölfarið ákveðið að framkvæma heildarúttekt á húsnæðinu að Brákarbraut 25-27. Fram kemur hjá Skessuhorni að í kjölfar þess að niðurstöður lágu fyrir var ekki annað í stöðunni en að loka húsnæðinu um óákveðinn tíma. Eldvarnareftirlitið og byggingafulltrúi gerðu alvarlegar athugasemdir vegna brunavarna í húsinu og segir Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn að ekki hafi annað komið til greina en að loka húsnæðinu. „Þessi ákvörðun er okkur ekki léttvæg en við erum fyrst og fremst að hugsa um öryggi þeirra aðila sem hafa notað aðstöðuna í húsnæðinu. Niðurstöður úr úttektunum hafa leitt í ljós að nauðsynlegt er að gera töluverðar úrbætur á húsnæðinu, m.t.t. til eldvarna- og öryggismála. Helstu athugasemdir varða flóttaleiðir, vatnsleka, brunahólfun, rafmagnsmál og leiðir til reyklosunar,“ segir Þórdís. Engin ákvörðun hefur verið tekin um næstu skref í málinu og framtíð húsanna. Byggðarráð Borgarbyggðar mun í næstu viku ræða málið á fundi sínum og ákvörðun verður þá tekin um næstu skref. Borgarbyggð Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við brunavarnir í húsinu, en þar segir ljóst að nauðsynlegt sé að gera töluverðar úrbætur á húsnæðinu. Þær breytingar varða sérstaklega flóttaleiðir, vatnsleka, brunahólfun, rafmagnsmál og leiðir til reyklosunar. Skessuhorn greinir frá þessu. Um er að ræða húsnæði við Brákarbraut 25 og 27 í Brákarey, þar sem félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir eru með starfsemi. Rekstraraðilum í húsnæðinu var tilkynnt um lokunina á fundi í dag. Grímshús í Brákarey verður eina húsnæðið í eyjunni í eigu sveitarfélagsins sem fær að vera opið áfram. Eldvarnareftirlitið og byggingafulltrúi gerðu úttekt í húsnæði Ölunnar í síðustu viku og var í kjölfarið ákveðið að framkvæma heildarúttekt á húsnæðinu að Brákarbraut 25-27. Fram kemur hjá Skessuhorni að í kjölfar þess að niðurstöður lágu fyrir var ekki annað í stöðunni en að loka húsnæðinu um óákveðinn tíma. Eldvarnareftirlitið og byggingafulltrúi gerðu alvarlegar athugasemdir vegna brunavarna í húsinu og segir Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn að ekki hafi annað komið til greina en að loka húsnæðinu. „Þessi ákvörðun er okkur ekki léttvæg en við erum fyrst og fremst að hugsa um öryggi þeirra aðila sem hafa notað aðstöðuna í húsnæðinu. Niðurstöður úr úttektunum hafa leitt í ljós að nauðsynlegt er að gera töluverðar úrbætur á húsnæðinu, m.t.t. til eldvarna- og öryggismála. Helstu athugasemdir varða flóttaleiðir, vatnsleka, brunahólfun, rafmagnsmál og leiðir til reyklosunar,“ segir Þórdís. Engin ákvörðun hefur verið tekin um næstu skref í málinu og framtíð húsanna. Byggðarráð Borgarbyggðar mun í næstu viku ræða málið á fundi sínum og ákvörðun verður þá tekin um næstu skref.
Borgarbyggð Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira