Enn af auðlindaskatti í sjávarútvegi Helgi Áss Grétarsson skrifar 11. febrúar 2021 13:00 Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. Megininntakið í málflutningi viðmælanda fréttamannsins var að álögð veiðigjöld væri of lág hér á landi; að til bóta væri að setja tiltekið ákvæði í stjórnarskrá og ef það væri bundið í stjórnarskrá „hefði verið mögulegt að taka upp annars konar gjaldtöku sem við vitum út frá reynslu nágrannalandanna að gefi betri raun heldur en þessi gerir“. Það eru hin tilvitnuðu ummæli sem lagt verður út frá í þessu greinakorni. Hvaða nágrannalönd? Víðast hvar um heiminn eru atvinnufiskveiðar í sjó styrktar af hinu opinbera, m.a. í ESB, (sjá t.d. Facts and Figure on the Common Fisheries Policy, Basic statistical data – 2020 edition, bls. 47–48). Það sama á við um Bretland, sem er nýgengið úr ESB. Beinir ríkisstyrkir til norsks sjávarútvegs voru nánast aflagðir árið 2005 en eru eigi að síður enn til staðar (sjá t.d. Økonomiske og biologiske nøkkeltal frå dei norske fiskeria 2019, bls. 32). Auðlindaskattar á sjávarútveg tíðkast því ekki í þessum nágrannaríkjum, þvert á móti, sjávarútvegurinn nýtur opinberra styrkja í öllum þessum ríkjum. Til hvaða nágrannalanda var þá fræðimaðurinn og varaformaðurinn að vísa? Hér er lagt til grundvallar að ummælin kunni að vísa til reynslu Færeyinga og eftir atvikum Grænlendinga. Hvað síðarnefnda ríkið varðar eru aðstæður þar svo ólíkar þeim sem hér eru að allur samanburður er óraunhæfur, t.d. hefur grænlenska heimastjórnin um langt skeið selt ESB umtalsvert magn aflaheimilda innan grænlensku fiskveiðilandhelginnar, sbr. samning hennar og ESB sem ritað var undir 8. janúar síðastliðinn. Eftir stendur þá að ummælin hljóta að hverfast um samanburð íslenska veiðigjaldakerfisins við aðgerðir færeyskra stjórnvalda á undanförnum árum. Hver er reynslan af færeyskri fiskveiðistjórn? Svo sem sjá má af lestri skýrslna Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ices.dk.) hefur ástand verðmætustu botnfisktegunda (þorskur, ýsa og ufsi) á færeysku heimamiðunum lengi verið óviðunandi. Sóknardagakerfi hefur verið við lýði við stjórn þessara veiða og hefur enginn auðlindaskattur verið lagður á þá sem stunda þær. Árið 2016 hrinti færeyska heimastjórnin hins vegar þeirri stefnu í framkvæmd að setja tiltekið magn aflaheimilda á uppboð í uppsjávartegundum og í tegundum sem eru veiddar utan færeysku fiskveiðilandhelginnar. Það þarf vart að leita lengi á netinu til að sjá að þessi stefna er á engan hátt óumdeild í Færeyjum og ekki hefur verið sýnt fram á, með ótvíræðum hætti, að hún hafi skilað þeim árangri sem vænst var. Hvað stendur þá eftir? Að spila inn á öfund náungans er eitthvað sem hefur tíðkast í umræðum um stjórn fiskveiða hér á landi. Það á ekki síst við þegar stutt er í kosningar til Alþingis. Þegar af þeirri ástæðu er freistandi fyrir stjórnmálamenn í ár að hoppa á þann vagn að gera þá tortryggilega sem stunda atvinnurekstur í sjávarútvegi. Þessi freistnivandi stjórnmálamanna réttlætir þó ekki að sú óraunsæja mynd sé teiknuð upp að nágrannaríki okkar standi sig betur í að innheimta auðlindaskatt af þeim sem stunda fiskveiðar í sjó. Þvert á móti, slík fullyrðing stenst vart skoðun, jafnvel þegar hún er sett fram af manni sem í senn ber skikkju fræðimanns og stjórnmálamanns. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. Megininntakið í málflutningi viðmælanda fréttamannsins var að álögð veiðigjöld væri of lág hér á landi; að til bóta væri að setja tiltekið ákvæði í stjórnarskrá og ef það væri bundið í stjórnarskrá „hefði verið mögulegt að taka upp annars konar gjaldtöku sem við vitum út frá reynslu nágrannalandanna að gefi betri raun heldur en þessi gerir“. Það eru hin tilvitnuðu ummæli sem lagt verður út frá í þessu greinakorni. Hvaða nágrannalönd? Víðast hvar um heiminn eru atvinnufiskveiðar í sjó styrktar af hinu opinbera, m.a. í ESB, (sjá t.d. Facts and Figure on the Common Fisheries Policy, Basic statistical data – 2020 edition, bls. 47–48). Það sama á við um Bretland, sem er nýgengið úr ESB. Beinir ríkisstyrkir til norsks sjávarútvegs voru nánast aflagðir árið 2005 en eru eigi að síður enn til staðar (sjá t.d. Økonomiske og biologiske nøkkeltal frå dei norske fiskeria 2019, bls. 32). Auðlindaskattar á sjávarútveg tíðkast því ekki í þessum nágrannaríkjum, þvert á móti, sjávarútvegurinn nýtur opinberra styrkja í öllum þessum ríkjum. Til hvaða nágrannalanda var þá fræðimaðurinn og varaformaðurinn að vísa? Hér er lagt til grundvallar að ummælin kunni að vísa til reynslu Færeyinga og eftir atvikum Grænlendinga. Hvað síðarnefnda ríkið varðar eru aðstæður þar svo ólíkar þeim sem hér eru að allur samanburður er óraunhæfur, t.d. hefur grænlenska heimastjórnin um langt skeið selt ESB umtalsvert magn aflaheimilda innan grænlensku fiskveiðilandhelginnar, sbr. samning hennar og ESB sem ritað var undir 8. janúar síðastliðinn. Eftir stendur þá að ummælin hljóta að hverfast um samanburð íslenska veiðigjaldakerfisins við aðgerðir færeyskra stjórnvalda á undanförnum árum. Hver er reynslan af færeyskri fiskveiðistjórn? Svo sem sjá má af lestri skýrslna Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ices.dk.) hefur ástand verðmætustu botnfisktegunda (þorskur, ýsa og ufsi) á færeysku heimamiðunum lengi verið óviðunandi. Sóknardagakerfi hefur verið við lýði við stjórn þessara veiða og hefur enginn auðlindaskattur verið lagður á þá sem stunda þær. Árið 2016 hrinti færeyska heimastjórnin hins vegar þeirri stefnu í framkvæmd að setja tiltekið magn aflaheimilda á uppboð í uppsjávartegundum og í tegundum sem eru veiddar utan færeysku fiskveiðilandhelginnar. Það þarf vart að leita lengi á netinu til að sjá að þessi stefna er á engan hátt óumdeild í Færeyjum og ekki hefur verið sýnt fram á, með ótvíræðum hætti, að hún hafi skilað þeim árangri sem vænst var. Hvað stendur þá eftir? Að spila inn á öfund náungans er eitthvað sem hefur tíðkast í umræðum um stjórn fiskveiða hér á landi. Það á ekki síst við þegar stutt er í kosningar til Alþingis. Þegar af þeirri ástæðu er freistandi fyrir stjórnmálamenn í ár að hoppa á þann vagn að gera þá tortryggilega sem stunda atvinnurekstur í sjávarútvegi. Þessi freistnivandi stjórnmálamanna réttlætir þó ekki að sú óraunsæja mynd sé teiknuð upp að nágrannaríki okkar standi sig betur í að innheimta auðlindaskatt af þeim sem stunda fiskveiðar í sjó. Þvert á móti, slík fullyrðing stenst vart skoðun, jafnvel þegar hún er sett fram af manni sem í senn ber skikkju fræðimanns og stjórnmálamanns. Höfundur er lögfræðingur.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun