NBA dagsins: Stjarna Hawks endaði á gólfinu í lokin og var mjög ósáttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 15:01 Luka Doncic og Trae Young eru framtíðar stjórstjörnur í NBA deildinni í körfubolta. Getty/Todd Kirkland Það var dramatískur endir í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar tveir af bestu ungu leikmönnum deildarinnar áttust við í leik Dallas Mavericks og Atlanta Hawks. Luka Doncic hjá Dallas Mavericks er 21 árs og Trae Young hjá Atlanta Hawks er 22 ára. Báðir eru þeir fyrir löngu búnir að skapa sér nafn í bestu körfuboltadeild í heimi. Luka Doncic er á sínu þriðja tímabili og með 27,8 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik og Trae Young er líka á sínu þriðja tímabili og er með 26,6 stig og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það lítur allt út fyrir að þeir verði í stjörnuhlutverki miklu meira en áratug í viðbót. Í kvöld mættust þessir skemmtilegu leikmenn og hafði Luka Doncic betur. Doncic var með þrennu í 118-117 sigri Dallas Mavericks en hann skoraði 28 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Young átti ekkert slæman dag heldur og var með 25 stig, 15 stoðsendingar og 7 fráköst. Úrslitin leiksins réðust hins vegar á umdeildu atviki. Trae Young hafði minnkað muninn í eitt stig með þriggja stiga körfu og bæði lið fengu í framhaldi sóknir en tókst ekki að skora. Atlanta Hawks átti loksins boltann þegar 4,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Klippa: NBA dagsins (frá 10. febrúar 2021) Það bjuggust auðvitað allir við því að Trae Young fengi að taka lokaskotið en hetja Hawks liðsins lá í gólfinu á úrslitastundu og þess í stað tók Danilo Gallinari erfitt skot sem geigaði. Trae Young var mjög ósáttur en dómararnir gleyptu flautuna. „Ég er ekki að reyna að hlaupa frá boltanum þegar það eru fjórar sekúndur eftir og við erum að reyna að vinna leikinn,“ sagði Trae Young ósáttur eftir leikinn. „Ég ætlaði ekki að fljúga á hausinn í lokin. Það var mjög pirrandi að fá ekki tækifæri til að fá skotið,“ sagði Trae Young. Trae Young hafði lent í samstuði við miðherjann Willie Cauley-Stein þegar hann ætlaði að setja upp hindrun en dómarar leiksins töldu Cauley-Stein ekki hafa brotið af sér. Dómararnir horfðu aftur á atvikið á myndbandi og breyttu ekki dómi sínum. Eftir sat Trae Young með sárt ennið og þótti á sér brotið. Hér fyrir ofan má svipmyndir frá einvígi Luka Doncic og Trae Young sem og myndir frá sigurleikjum Los Angeles Lakers, Phoenix Suns og Brooklyn Nets. Í lokin eru síðan tíu flottustu tilþrif næturinnar. NBA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Luka Doncic hjá Dallas Mavericks er 21 árs og Trae Young hjá Atlanta Hawks er 22 ára. Báðir eru þeir fyrir löngu búnir að skapa sér nafn í bestu körfuboltadeild í heimi. Luka Doncic er á sínu þriðja tímabili og með 27,8 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik og Trae Young er líka á sínu þriðja tímabili og er með 26,6 stig og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það lítur allt út fyrir að þeir verði í stjörnuhlutverki miklu meira en áratug í viðbót. Í kvöld mættust þessir skemmtilegu leikmenn og hafði Luka Doncic betur. Doncic var með þrennu í 118-117 sigri Dallas Mavericks en hann skoraði 28 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Young átti ekkert slæman dag heldur og var með 25 stig, 15 stoðsendingar og 7 fráköst. Úrslitin leiksins réðust hins vegar á umdeildu atviki. Trae Young hafði minnkað muninn í eitt stig með þriggja stiga körfu og bæði lið fengu í framhaldi sóknir en tókst ekki að skora. Atlanta Hawks átti loksins boltann þegar 4,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Klippa: NBA dagsins (frá 10. febrúar 2021) Það bjuggust auðvitað allir við því að Trae Young fengi að taka lokaskotið en hetja Hawks liðsins lá í gólfinu á úrslitastundu og þess í stað tók Danilo Gallinari erfitt skot sem geigaði. Trae Young var mjög ósáttur en dómararnir gleyptu flautuna. „Ég er ekki að reyna að hlaupa frá boltanum þegar það eru fjórar sekúndur eftir og við erum að reyna að vinna leikinn,“ sagði Trae Young ósáttur eftir leikinn. „Ég ætlaði ekki að fljúga á hausinn í lokin. Það var mjög pirrandi að fá ekki tækifæri til að fá skotið,“ sagði Trae Young. Trae Young hafði lent í samstuði við miðherjann Willie Cauley-Stein þegar hann ætlaði að setja upp hindrun en dómarar leiksins töldu Cauley-Stein ekki hafa brotið af sér. Dómararnir horfðu aftur á atvikið á myndbandi og breyttu ekki dómi sínum. Eftir sat Trae Young með sárt ennið og þótti á sér brotið. Hér fyrir ofan má svipmyndir frá einvígi Luka Doncic og Trae Young sem og myndir frá sigurleikjum Los Angeles Lakers, Phoenix Suns og Brooklyn Nets. Í lokin eru síðan tíu flottustu tilþrif næturinnar.
NBA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli