Sara með nýjan þjálfara og yfirgefur Ísland á næstunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 09:01 Sara Sigmundsdóttir komst síðast á verðlaunpall á heimsleikunum árið 2016. Hún hefur síðan þá upplifað hver vonbrigðin á fætur öðrum á heimsleikunum en nú hefur hún fundið þjálfarann sem á að ná því besta út úr henni á úrslitastundu. Instagram/@wit.fitness Max El-Hag er nýi þjálfarinn sem á að hjálpa Söru Sigmundsdóttur upp úr öldudal heimsleikanna og koma henni aftur upp á verðlaunapall á heimsleikunum. Íslenska CrossFit drottningin Sara Sigmundsdóttir hefur nú opinberað miklar breytingar hjá sér en hún er núna búin að finna sér nýjan þjálfara eftir að hafa verið þjálfaralaus í nokkurn tíma. Sara hefur nefnilega verið sinn eigin þjálfari í rúmt ár en nú hefur Suðurnesjakonan ákveðið að taka algjör U-beygju á sínum ferli. Sara er ekki aðeins komin með nýjan þjálfara heldur ætlar hún einnig að skipta um umhverfi. Eftir mikil vonbrigði á heimsleikunum undanfarin ár þá er það á herðum hins 34 ára gamla Max El-Hag að rífa íslensku CrossFit stjörnuna upp úr öldudalnum. Sara hitti hann í fyrsta sinn árið 2017 og eyddi þá heilli viku í æfingbúðum hjá honum en var þá ekki tilbúin að stíga þetta skref. Morning Chalk Up sagði frá staðfestum þjálfaraskiptum og í fréttinni voru viðtöl við bæði Max El-Hag og Söru sjálfa. „Ég hef lært mikið af mistökunum mínum síðan þá (2017) en síðasta árið hef ég verið með svo mörg járn í eldinum, sem íþróttakona, námsmaður og fjölskyldumeðlimur og það varð bara of mikið. Það sem gerði þessa ákvörðun auðvelda núna var að ég var búin að reyna að vera alveg sjálfstæð lengi en var núna loksins tilbúin að hlusta það sem Max var að segja,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Max hefur búið til gott teymi í kringum sig og það sem ég elska við það að hann sækir í skoðanir frá öðrum og er óhræddur við að spyrja spurninga. Hann þarf ekki að vera þjálfarinn eða sérfræðingurinn á öllum sviðum,“ sagði Sara. „Hann er hreinskilinn og segir þér nákvæmlega það sem hann er að hugsa. Það er ekkert kjaftæði í gangi og ég elska það. Hann er óhræddur við að gagnrýna þig og er góður í að einfalda skilaboðin svo þú ofhugsir ekki hlutina,“ sagði Sara. Max El-Hag segir að það muni taka tíma að búa til gott samband og það taki lengri tíma en nokkra mánuði. Hann segir þó að fyrstu kynnin boði gott. „Við erum enn að læra að vinna saman og það getur verið erfitt fyrir íþróttamann að breyta æfingum sínum og því hvernig hann hugsar hlutina. Mér líður eins og hún sé að byrja að treysta mér,“ sagði Max El-Hag. Max El-Hag stofnaði Training Think Tank og hefur aðstöðu í Alpharetta í Georgíufylki. Einn af þeim sem Max þjálfar er Noah Ohlsen sem varð í öðru sæti á heimsleikunum árið 2019. Sara ræddi við Noah áður en hún tók þessa ákvörðun. „Noah (Ohlsen) var svolítið eins og ég. Það vissu allir hvað bjó í honum en hann var svo leiður og óttasleginn þegar hann var að keppa á heimsleikunum í stað þess að njóta þess að keppa. Þannig hefur mín tilfinning verið. Hann var að setja svo mikla pressu á sig sjálfan að hann myndi ekki ná sínu besta fram á úrslitastundu og ég tengdi við það,“ sagði Sara. „Ég er að byrja að treysta líkamanum mínum aftur um leið og ég er að reyna að bæta formið. Ég er líka að læra að treysta öðrum eftir að hafa verið minn eigin þjálfari í heilt tímabil,“ sagði Sara. Max El-Hag segir það góða auglýsingu fyrir sig að Sara skuli vilja fá hann sem þjálfara en það krefjist þess líka af hinum að einfalda skilaboðin. „Hún skorar á mig að endurhugsa mína aðferðafræði og tengir mig við breiðari hóp til að stækka Training Think Tank umhverfið,“ sagði Max El-Hag. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, auglýsti frétt Morning Chalk Up og staðfesti að Sara sé á leiðinni til Bandaríkjanna við fyrsta tækifæri til að æfa hjá Max El-Hag. Sara mun fara út til hans þegar heimurinn opnar á ný eftir kórónuveirufaraldurinn. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Sara Sigmundsdóttir hefur nú opinberað miklar breytingar hjá sér en hún er núna búin að finna sér nýjan þjálfara eftir að hafa verið þjálfaralaus í nokkurn tíma. Sara hefur nefnilega verið sinn eigin þjálfari í rúmt ár en nú hefur Suðurnesjakonan ákveðið að taka algjör U-beygju á sínum ferli. Sara er ekki aðeins komin með nýjan þjálfara heldur ætlar hún einnig að skipta um umhverfi. Eftir mikil vonbrigði á heimsleikunum undanfarin ár þá er það á herðum hins 34 ára gamla Max El-Hag að rífa íslensku CrossFit stjörnuna upp úr öldudalnum. Sara hitti hann í fyrsta sinn árið 2017 og eyddi þá heilli viku í æfingbúðum hjá honum en var þá ekki tilbúin að stíga þetta skref. Morning Chalk Up sagði frá staðfestum þjálfaraskiptum og í fréttinni voru viðtöl við bæði Max El-Hag og Söru sjálfa. „Ég hef lært mikið af mistökunum mínum síðan þá (2017) en síðasta árið hef ég verið með svo mörg járn í eldinum, sem íþróttakona, námsmaður og fjölskyldumeðlimur og það varð bara of mikið. Það sem gerði þessa ákvörðun auðvelda núna var að ég var búin að reyna að vera alveg sjálfstæð lengi en var núna loksins tilbúin að hlusta það sem Max var að segja,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Max hefur búið til gott teymi í kringum sig og það sem ég elska við það að hann sækir í skoðanir frá öðrum og er óhræddur við að spyrja spurninga. Hann þarf ekki að vera þjálfarinn eða sérfræðingurinn á öllum sviðum,“ sagði Sara. „Hann er hreinskilinn og segir þér nákvæmlega það sem hann er að hugsa. Það er ekkert kjaftæði í gangi og ég elska það. Hann er óhræddur við að gagnrýna þig og er góður í að einfalda skilaboðin svo þú ofhugsir ekki hlutina,“ sagði Sara. Max El-Hag segir að það muni taka tíma að búa til gott samband og það taki lengri tíma en nokkra mánuði. Hann segir þó að fyrstu kynnin boði gott. „Við erum enn að læra að vinna saman og það getur verið erfitt fyrir íþróttamann að breyta æfingum sínum og því hvernig hann hugsar hlutina. Mér líður eins og hún sé að byrja að treysta mér,“ sagði Max El-Hag. Max El-Hag stofnaði Training Think Tank og hefur aðstöðu í Alpharetta í Georgíufylki. Einn af þeim sem Max þjálfar er Noah Ohlsen sem varð í öðru sæti á heimsleikunum árið 2019. Sara ræddi við Noah áður en hún tók þessa ákvörðun. „Noah (Ohlsen) var svolítið eins og ég. Það vissu allir hvað bjó í honum en hann var svo leiður og óttasleginn þegar hann var að keppa á heimsleikunum í stað þess að njóta þess að keppa. Þannig hefur mín tilfinning verið. Hann var að setja svo mikla pressu á sig sjálfan að hann myndi ekki ná sínu besta fram á úrslitastundu og ég tengdi við það,“ sagði Sara. „Ég er að byrja að treysta líkamanum mínum aftur um leið og ég er að reyna að bæta formið. Ég er líka að læra að treysta öðrum eftir að hafa verið minn eigin þjálfari í heilt tímabil,“ sagði Sara. Max El-Hag segir það góða auglýsingu fyrir sig að Sara skuli vilja fá hann sem þjálfara en það krefjist þess líka af hinum að einfalda skilaboðin. „Hún skorar á mig að endurhugsa mína aðferðafræði og tengir mig við breiðari hóp til að stækka Training Think Tank umhverfið,“ sagði Max El-Hag. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, auglýsti frétt Morning Chalk Up og staðfesti að Sara sé á leiðinni til Bandaríkjanna við fyrsta tækifæri til að æfa hjá Max El-Hag. Sara mun fara út til hans þegar heimurinn opnar á ný eftir kórónuveirufaraldurinn. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira