Kerfisbundnar brottvísanir og stríðið gegn flóttafólki Eyrún Ólöf Sigurðardóttir skrifar 11. febrúar 2021 07:00 Fregnir af málum Blessing Newton og Uhunoma Osayomore, sem embættismenn íslenska ríkisins hafa tekið ákvörðun um að endursenda til Nígeríu þar sem bæði voru þolendur mansals, þurfa engum að koma á óvart sem á annað borð fylgist með fréttum eða samfélagsumræðu hér á landi. Síðastliðin misseri hafa sambærilegar fregnir af málum fólks á flótta orðið jafn fastur punktur í tilverunni eins og sú staðreynd að dagur fylgir nóttu eða að úrkoma fylgir oft kuldakasti. Eini munurinn er sá að fyrrnefndar staðreyndir eru óumflýjanleg náttúrulögmál en það eru endurteknar brottvísanir í flóttafólki ekki. Þvert á móti eru þær fylgifiskur pólitískrar stefnu og framfylgd hennar, sem fræðimenn hafa gengið svo langt að kalla „stríð gegn flóttafólki“ (1). Ýmsir hafa fært rök fyrir að sú stefna sem er við lýði í fólksflutningastjórnun samtímans sé ríkismiðuð (2) og stefni ekki að því marki að tryggja vernd eða velferð fólks á flótta (3). Þvert á móti sé markmiðið að byggja undir hagsmuni einstakra ríkja (einkum Vesturlanda) og áframhaldandi forréttindastöðu þeirra gagnvart öðrum ríkjum og íbúum þar (4). Þannig er í opinberri umræðu og við stefnumótun staðfastlega litið fram hjá þeirri staðreynd að vaxandi umfang á smygli á fólki, og æ hættulegri aðferðir við það, eru bein afleiðing af tálmunum á borð við þær að loka löglegum leiðum og aðferðum við að ferðast eða flýja úr einum stað í annan (5). Hið sama á við um mansal sem, eins og dæmin sýna, blómstrar í umhverfi þar sem öruggum leiðum fólks til að sjá sér og sínum farborða og lifa í friði frá vopnuðum átökum eru verulegar skorður settar. Lögfræðingurinn Violeta Moreno-Lax (3), sem hefur rannsakað fólksflutningastjórnun í Evrópu, bendir á að núverandi stefna í þeim málum smættar flótta- og farandfólk niður í tæknileg úrvinnsluefni fremur en manneskjur með persónulega sögu og bakgrunn. Um leið verður til visst stigveldi þjáninga, þar sem ákveðnar þjáningar og ákveðið magn af þeim trompar annars konar þjáningar með tilliti til þess hvort einstaklingur teljist þess verður að hljóta vernd í lagalegum skilningi. Þrátt fyrir almenna andstöðu við mansal, og viðleitni yfirvalda til að setja lög og reglur sem ætlað er að stemma stigu við því, hafa fræðimenn sýnt fram á að fæst ríki veita þolendum mansals dvalarleyfi (6). Endurtekin mótmæli almennings á Íslandi gegn meðferð Útlendingastofnunar og Kærunefnd útlendingamála á flóttafólki og hælisleitendum, þar með talið þolendum mansals, benda til að sú hefð samræmist ekki vilja fólksins í landinu. Fregnir af ríkisofbeldi í formi brottvísana og þvingaðra endursendinga í hættulegar aðstæður, eins og þær sem bíða Blessing og Uhunoma ef ÚTL og KNÚ fá sínu fram, eru svo tíðar að hætt er við því að þær fái á sig yfirbragð hins óhjákvæmilega, rétt eins og sú staðreynd að dagur fylgir nóttu og stundum er veðrið leiðinlegt. Af viðbrögðum ráðamanna mætti vissulega ætla að um brottvísanir gildi svipuð lögmál og um náttúrufyrirbæri á borð við leiðindaveður: Vissulega afleitt, en lítið við því að gera. Hið rétta er hins vegar að kerfið er jafn manngert og lögin sem það byggir á, og þar af leiðandi hvorki algilt né óbreytanlegt. Mikilvægt er að almenningur og stjórnvöld á Vesturlöndum gangist við ábyrgðinni á að hafa byggt upp kerfi fólksflutningastjórnunar og landamæraeftirlits sem hefur augljósa rasíska slagsíðu (4) frekar en að það grundvallist á virðingu fyrir mannhelgi, frelsi eða mannréttindum (2; 3). Rannsóknir sýna að opinber stefna Evrópusambandsins og Evrópuríkja í fólksflutningastjórnun hefur gert flótta- og farandfólk útsettara fyrir ofbeldi á borð við það sem Blessing og Uhunoma upplifðu og byggja hælisumsókn sína hér á landi á. Það væri því eðlilegt skref í átt að ábyrgð að íslenska ríkið, í umboði eða að kröfu almennings, veitti hér vernd bæði þeim sem og öðrum þolendum þess ofbeldis sem ríkið átti sjálft þátt í að búa til frjósaman jarðveg fyrir. Höfundur er mannfræðingur og háskólakennari. Heimildir 1) Fekete, L. (2005). The Deportation Machine: Europe, Asylum and Human Rights. Race and Class 47(1), 64-91. 2) Fassin, D. (2011). Policing borders, producing boundaries: The governmentality og immigration in Dark Times. Annual Review of Anthropology 40, 213-226. 3) Moreno-Lax, V. (2018). The EU Humanitarian Border and the Securitization of Human Rights: The ‘Rescue-Through-Interdiction/Rescue-Without-Protection‘ Paradigm. Journal of Common Market Studies 56(1), 119-140. 4) Jones, R. (2016). Violent Borders. Refugees and the Right to Move. Verso. 5) Lemberg-Pedersen, M. (2018). Security, industry and migration in European border control. The Routledge Handbook of the Politics of Migration in Europe. 6) Anderson, B. (2016). Trafficking. The Oxford Handbook of Refugee and Forced Migration Studies. Oxford University Press. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Fregnir af málum Blessing Newton og Uhunoma Osayomore, sem embættismenn íslenska ríkisins hafa tekið ákvörðun um að endursenda til Nígeríu þar sem bæði voru þolendur mansals, þurfa engum að koma á óvart sem á annað borð fylgist með fréttum eða samfélagsumræðu hér á landi. Síðastliðin misseri hafa sambærilegar fregnir af málum fólks á flótta orðið jafn fastur punktur í tilverunni eins og sú staðreynd að dagur fylgir nóttu eða að úrkoma fylgir oft kuldakasti. Eini munurinn er sá að fyrrnefndar staðreyndir eru óumflýjanleg náttúrulögmál en það eru endurteknar brottvísanir í flóttafólki ekki. Þvert á móti eru þær fylgifiskur pólitískrar stefnu og framfylgd hennar, sem fræðimenn hafa gengið svo langt að kalla „stríð gegn flóttafólki“ (1). Ýmsir hafa fært rök fyrir að sú stefna sem er við lýði í fólksflutningastjórnun samtímans sé ríkismiðuð (2) og stefni ekki að því marki að tryggja vernd eða velferð fólks á flótta (3). Þvert á móti sé markmiðið að byggja undir hagsmuni einstakra ríkja (einkum Vesturlanda) og áframhaldandi forréttindastöðu þeirra gagnvart öðrum ríkjum og íbúum þar (4). Þannig er í opinberri umræðu og við stefnumótun staðfastlega litið fram hjá þeirri staðreynd að vaxandi umfang á smygli á fólki, og æ hættulegri aðferðir við það, eru bein afleiðing af tálmunum á borð við þær að loka löglegum leiðum og aðferðum við að ferðast eða flýja úr einum stað í annan (5). Hið sama á við um mansal sem, eins og dæmin sýna, blómstrar í umhverfi þar sem öruggum leiðum fólks til að sjá sér og sínum farborða og lifa í friði frá vopnuðum átökum eru verulegar skorður settar. Lögfræðingurinn Violeta Moreno-Lax (3), sem hefur rannsakað fólksflutningastjórnun í Evrópu, bendir á að núverandi stefna í þeim málum smættar flótta- og farandfólk niður í tæknileg úrvinnsluefni fremur en manneskjur með persónulega sögu og bakgrunn. Um leið verður til visst stigveldi þjáninga, þar sem ákveðnar þjáningar og ákveðið magn af þeim trompar annars konar þjáningar með tilliti til þess hvort einstaklingur teljist þess verður að hljóta vernd í lagalegum skilningi. Þrátt fyrir almenna andstöðu við mansal, og viðleitni yfirvalda til að setja lög og reglur sem ætlað er að stemma stigu við því, hafa fræðimenn sýnt fram á að fæst ríki veita þolendum mansals dvalarleyfi (6). Endurtekin mótmæli almennings á Íslandi gegn meðferð Útlendingastofnunar og Kærunefnd útlendingamála á flóttafólki og hælisleitendum, þar með talið þolendum mansals, benda til að sú hefð samræmist ekki vilja fólksins í landinu. Fregnir af ríkisofbeldi í formi brottvísana og þvingaðra endursendinga í hættulegar aðstæður, eins og þær sem bíða Blessing og Uhunoma ef ÚTL og KNÚ fá sínu fram, eru svo tíðar að hætt er við því að þær fái á sig yfirbragð hins óhjákvæmilega, rétt eins og sú staðreynd að dagur fylgir nóttu og stundum er veðrið leiðinlegt. Af viðbrögðum ráðamanna mætti vissulega ætla að um brottvísanir gildi svipuð lögmál og um náttúrufyrirbæri á borð við leiðindaveður: Vissulega afleitt, en lítið við því að gera. Hið rétta er hins vegar að kerfið er jafn manngert og lögin sem það byggir á, og þar af leiðandi hvorki algilt né óbreytanlegt. Mikilvægt er að almenningur og stjórnvöld á Vesturlöndum gangist við ábyrgðinni á að hafa byggt upp kerfi fólksflutningastjórnunar og landamæraeftirlits sem hefur augljósa rasíska slagsíðu (4) frekar en að það grundvallist á virðingu fyrir mannhelgi, frelsi eða mannréttindum (2; 3). Rannsóknir sýna að opinber stefna Evrópusambandsins og Evrópuríkja í fólksflutningastjórnun hefur gert flótta- og farandfólk útsettara fyrir ofbeldi á borð við það sem Blessing og Uhunoma upplifðu og byggja hælisumsókn sína hér á landi á. Það væri því eðlilegt skref í átt að ábyrgð að íslenska ríkið, í umboði eða að kröfu almennings, veitti hér vernd bæði þeim sem og öðrum þolendum þess ofbeldis sem ríkið átti sjálft þátt í að búa til frjósaman jarðveg fyrir. Höfundur er mannfræðingur og háskólakennari. Heimildir 1) Fekete, L. (2005). The Deportation Machine: Europe, Asylum and Human Rights. Race and Class 47(1), 64-91. 2) Fassin, D. (2011). Policing borders, producing boundaries: The governmentality og immigration in Dark Times. Annual Review of Anthropology 40, 213-226. 3) Moreno-Lax, V. (2018). The EU Humanitarian Border and the Securitization of Human Rights: The ‘Rescue-Through-Interdiction/Rescue-Without-Protection‘ Paradigm. Journal of Common Market Studies 56(1), 119-140. 4) Jones, R. (2016). Violent Borders. Refugees and the Right to Move. Verso. 5) Lemberg-Pedersen, M. (2018). Security, industry and migration in European border control. The Routledge Handbook of the Politics of Migration in Europe. 6) Anderson, B. (2016). Trafficking. The Oxford Handbook of Refugee and Forced Migration Studies. Oxford University Press.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun