„Við erum svo mikið Covid-kærustupar“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 11. febrúar 2021 10:31 Fjölmiðlakonan Íris Hauksdóttir svarar spurningum um ástina, rómantíkina og lífið í viðtalsliðnum Ást er. Íris Hauksdóttir hefur starfað við fjölmiðla síðastliðinn áratug, lengst af hjá útgáfufyrirtækinu Birtingi en nú síðast Frjálsri fjölmiðlun. Hún fann ástina í faðmi píanóleikarans Sigurðar Helga Oddsson en fyrir á hún tvær dætur úr fyrra sambandi. Íris og kærasti hennar Sigurður Helgi Oddsson á góðum degi. „Árið leggst vel í mig þrátt fyrir að hafa alfarið misst af janúar. Ég skil ekki neitt, var bara eitthvað að dúlla mér og allt í einu var kominn febrúar. Mitt heilsufars – göngum 100 km átak hófst þar af leiðandi í febrúar. En vorið hlýtur að fara að koma, er það ekki?“ Fram undan hjá Írisi er margt spennandi en þessa dagana segist hún á fullu að vera dugleg að halda öllum boltum á lofti. Heimsfaraldurinn hefur vissulega haft áhrif á hennar líf eins og svo margra en segist hún þó hafa sloppið tiltölulega vel. Ofsalegt fyrsta heims vandamál að komast ekki í vinkonuferð til Ítalíu og að leikhúsin séu lokuð, ákveðin súrefnisgríma þar sem er farin að þrengja að en ekkert til að tuða yfir í stóra samhenginu. „Allt rómantískt í réttum félagsskap,“ segir Íris þegar hún er spurð hvað henni finnst vera rómantískt stefnumót. Hér fyrir neðan svarar Íris spurningum í viðtalsliðnum Ást er. Fyrsti kossinn: Fyrir framan Snælands Vídeó í Kópavogi örfáum klukkustundum eftir að árið 1998 gekk í garð. Vandræðalegur en fallegur og entist í fjögur ár. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Ég er miklu meira fyrir spennu og hrylling þegar kemur að kvikmyndum, ofsalega góð leið til að hjúfra sig saman. Sú mynd sem ég hef horft hvað oftast á þegar kemur að ástarmyndaflokknum hlýtur samt að vera Titanic. Ég átti lengi í ástar -og haturssambandi við þá mynd en ástin sigraði að lokum. Kosturinn við hana er ekki bara huggulegt útlit aðalleikaranna heldur er myndin líka sagnfræðileg, sem og ákveðin mistería svo ég vísi nú í uppáhalds hlaðvarpið mitt, Þarf alltaf að vera grín og þáttinn um hvarfið á Jack Dawson. Uppáhalds brake-up ballaðan mín er: Páll Óskar hefur komið mér í gegnum allan fjandann en í seinni tíð finnst mér Auður líka ná að fanga listilega vel allt tilfinningalitrófið. Lagið okkar: Ég er svo heppin að fá tónlist beint í æð alla daga en til að velja eitthvað eitt togar lagið Við gengum tvö fast í mig. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Það er allt rómantískt í réttum félagsskap en til að fanga hjartað mitt væri leikhúsferð öruggur valkostur. Göngutúr, bíómynd og búbblur er líka skothelt plan. Við erum svo mikið Covid-kærustupar að við þekkjum varla annað en að allt sé lokað. Til allra lukku henta heimanotalegheit okkur vel, sérstaklega mér sem leggst í hýði yfir vetrarmánuðina. Í eðlilegu ástandi myndum við samt klárlega fara meira út, einkum og sér í lagi á menningarviðburði. Maturinn: Mér finnst fátt skemmtilegra en að dunda mér í eldhúsinu og lít á það sem algjörar gæðastundir. Í flestum tilfellum hefur hverskyns kolvetnisfæða sigurinn en svo er ég líka lúnkin við að gera indverska rétti sem og saltimbocca sem slær alltaf í gegn. Það verður seint sagt að ég sé lítilllát og hógvær þegar kemur að eldamennsku. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Kærastinn minn er sennilega kaffiþyrstasti maður landsins - því sá ég mér leik á borði og gaf honum hágæða kaffivél sem sló í gegn. Fyrsta gjöfinn sem kærastinn minn gaf mér: Hann hitti sömuleiðis beint í mark þegar hann gaf mér dekurhelgi á hóteli og fallega íslenska skartgripahönnun. Kærastinn minn er: Brjálæðislega hæfileikaríkur, skilningsríkur, snjall og sniðugur. Stundum óþolandi jákvæður, fyndinn, hlýr, opinn, skemmtilegur og alltaf til í allt með mér. Rómantískasti staður á landinu: Rómantík felst að mínu mati mikið í hugarfarinu, en til að festa niður einn rómantískan stað verð ég að nefna fallegasta hótel landsins, Hótel Geysi. Það er algjör negla þegar kemur að fegurð og rómantík. Ást er: Óvænt faðmlag frá þeim sem þú elskar og að sjá fegurðina í hversdagsleikanum. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Írisi þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. Íris segir rómantíkina felast í hugarfarinu. Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Föðurland: „Ekki gleyma sambandinu ykkar“ „Aukið álag á manneskjurnar í sambandinu þýðir aukið álag á sambandið. En gleðistundunum fjölgar einnig,“ segir fjölmiðlamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson í viðtalsliðnum Föðurland. 7. febrúar 2021 19:03 Einhleypan: Var skotinn í flestum í Baywatch „Ég hef ekki farið á formlegt stefnumót undanfarna mánuði en Covid má eiga það að við getum lært að gefa extra gott blikk með grímuna,“ segir Birgir Marteinsson Einhleypa vikunnar.Birgir er 33 ára lögfræðingur búsettur í Reykjavík. Þó að hann vissulega starfi sem lögfræðingur þá segist hann ekki endilega vera upptekinn af því að titla sig sem slíkan. 5. febrúar 2021 07:00 „Kveikti kynorku sem var í svo miklum dvala mjög lengi“ „Þetta er ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Mjög stór þáttur í að bjarga hjónabandinu okkar.“ Þetta segir íslensk kona um reynslu sína og eiginmanns hennar af tantranuddi og tantra paranámskeiði sem þau ákváðu að prófa þegar hjónabandið var komið í þrot fyrir nokkrum árum. 2. febrúar 2021 20:10 „Kveikti kynorku sem var í svo miklum dvala mjög lengi“ „Þetta er ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Mjög stór þáttur í að bjarga hjónabandinu okkar.“ Þetta segir íslensk kona um reynslu sína og eiginmanns hennar af tantranuddi og tantra paranámskeiði sem þau ákváðu að prófa þegar hjónabandið var komið í þrot fyrir nokkrum árum. 2. febrúar 2021 20:10 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál Ríma-búið-bless Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Íris og kærasti hennar Sigurður Helgi Oddsson á góðum degi. „Árið leggst vel í mig þrátt fyrir að hafa alfarið misst af janúar. Ég skil ekki neitt, var bara eitthvað að dúlla mér og allt í einu var kominn febrúar. Mitt heilsufars – göngum 100 km átak hófst þar af leiðandi í febrúar. En vorið hlýtur að fara að koma, er það ekki?“ Fram undan hjá Írisi er margt spennandi en þessa dagana segist hún á fullu að vera dugleg að halda öllum boltum á lofti. Heimsfaraldurinn hefur vissulega haft áhrif á hennar líf eins og svo margra en segist hún þó hafa sloppið tiltölulega vel. Ofsalegt fyrsta heims vandamál að komast ekki í vinkonuferð til Ítalíu og að leikhúsin séu lokuð, ákveðin súrefnisgríma þar sem er farin að þrengja að en ekkert til að tuða yfir í stóra samhenginu. „Allt rómantískt í réttum félagsskap,“ segir Íris þegar hún er spurð hvað henni finnst vera rómantískt stefnumót. Hér fyrir neðan svarar Íris spurningum í viðtalsliðnum Ást er. Fyrsti kossinn: Fyrir framan Snælands Vídeó í Kópavogi örfáum klukkustundum eftir að árið 1998 gekk í garð. Vandræðalegur en fallegur og entist í fjögur ár. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Ég er miklu meira fyrir spennu og hrylling þegar kemur að kvikmyndum, ofsalega góð leið til að hjúfra sig saman. Sú mynd sem ég hef horft hvað oftast á þegar kemur að ástarmyndaflokknum hlýtur samt að vera Titanic. Ég átti lengi í ástar -og haturssambandi við þá mynd en ástin sigraði að lokum. Kosturinn við hana er ekki bara huggulegt útlit aðalleikaranna heldur er myndin líka sagnfræðileg, sem og ákveðin mistería svo ég vísi nú í uppáhalds hlaðvarpið mitt, Þarf alltaf að vera grín og þáttinn um hvarfið á Jack Dawson. Uppáhalds brake-up ballaðan mín er: Páll Óskar hefur komið mér í gegnum allan fjandann en í seinni tíð finnst mér Auður líka ná að fanga listilega vel allt tilfinningalitrófið. Lagið okkar: Ég er svo heppin að fá tónlist beint í æð alla daga en til að velja eitthvað eitt togar lagið Við gengum tvö fast í mig. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Það er allt rómantískt í réttum félagsskap en til að fanga hjartað mitt væri leikhúsferð öruggur valkostur. Göngutúr, bíómynd og búbblur er líka skothelt plan. Við erum svo mikið Covid-kærustupar að við þekkjum varla annað en að allt sé lokað. Til allra lukku henta heimanotalegheit okkur vel, sérstaklega mér sem leggst í hýði yfir vetrarmánuðina. Í eðlilegu ástandi myndum við samt klárlega fara meira út, einkum og sér í lagi á menningarviðburði. Maturinn: Mér finnst fátt skemmtilegra en að dunda mér í eldhúsinu og lít á það sem algjörar gæðastundir. Í flestum tilfellum hefur hverskyns kolvetnisfæða sigurinn en svo er ég líka lúnkin við að gera indverska rétti sem og saltimbocca sem slær alltaf í gegn. Það verður seint sagt að ég sé lítilllát og hógvær þegar kemur að eldamennsku. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Kærastinn minn er sennilega kaffiþyrstasti maður landsins - því sá ég mér leik á borði og gaf honum hágæða kaffivél sem sló í gegn. Fyrsta gjöfinn sem kærastinn minn gaf mér: Hann hitti sömuleiðis beint í mark þegar hann gaf mér dekurhelgi á hóteli og fallega íslenska skartgripahönnun. Kærastinn minn er: Brjálæðislega hæfileikaríkur, skilningsríkur, snjall og sniðugur. Stundum óþolandi jákvæður, fyndinn, hlýr, opinn, skemmtilegur og alltaf til í allt með mér. Rómantískasti staður á landinu: Rómantík felst að mínu mati mikið í hugarfarinu, en til að festa niður einn rómantískan stað verð ég að nefna fallegasta hótel landsins, Hótel Geysi. Það er algjör negla þegar kemur að fegurð og rómantík. Ást er: Óvænt faðmlag frá þeim sem þú elskar og að sjá fegurðina í hversdagsleikanum. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Írisi þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. Íris segir rómantíkina felast í hugarfarinu.
Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Föðurland: „Ekki gleyma sambandinu ykkar“ „Aukið álag á manneskjurnar í sambandinu þýðir aukið álag á sambandið. En gleðistundunum fjölgar einnig,“ segir fjölmiðlamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson í viðtalsliðnum Föðurland. 7. febrúar 2021 19:03 Einhleypan: Var skotinn í flestum í Baywatch „Ég hef ekki farið á formlegt stefnumót undanfarna mánuði en Covid má eiga það að við getum lært að gefa extra gott blikk með grímuna,“ segir Birgir Marteinsson Einhleypa vikunnar.Birgir er 33 ára lögfræðingur búsettur í Reykjavík. Þó að hann vissulega starfi sem lögfræðingur þá segist hann ekki endilega vera upptekinn af því að titla sig sem slíkan. 5. febrúar 2021 07:00 „Kveikti kynorku sem var í svo miklum dvala mjög lengi“ „Þetta er ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Mjög stór þáttur í að bjarga hjónabandinu okkar.“ Þetta segir íslensk kona um reynslu sína og eiginmanns hennar af tantranuddi og tantra paranámskeiði sem þau ákváðu að prófa þegar hjónabandið var komið í þrot fyrir nokkrum árum. 2. febrúar 2021 20:10 „Kveikti kynorku sem var í svo miklum dvala mjög lengi“ „Þetta er ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Mjög stór þáttur í að bjarga hjónabandinu okkar.“ Þetta segir íslensk kona um reynslu sína og eiginmanns hennar af tantranuddi og tantra paranámskeiði sem þau ákváðu að prófa þegar hjónabandið var komið í þrot fyrir nokkrum árum. 2. febrúar 2021 20:10 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál Ríma-búið-bless Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Föðurland: „Ekki gleyma sambandinu ykkar“ „Aukið álag á manneskjurnar í sambandinu þýðir aukið álag á sambandið. En gleðistundunum fjölgar einnig,“ segir fjölmiðlamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson í viðtalsliðnum Föðurland. 7. febrúar 2021 19:03
Einhleypan: Var skotinn í flestum í Baywatch „Ég hef ekki farið á formlegt stefnumót undanfarna mánuði en Covid má eiga það að við getum lært að gefa extra gott blikk með grímuna,“ segir Birgir Marteinsson Einhleypa vikunnar.Birgir er 33 ára lögfræðingur búsettur í Reykjavík. Þó að hann vissulega starfi sem lögfræðingur þá segist hann ekki endilega vera upptekinn af því að titla sig sem slíkan. 5. febrúar 2021 07:00
„Kveikti kynorku sem var í svo miklum dvala mjög lengi“ „Þetta er ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Mjög stór þáttur í að bjarga hjónabandinu okkar.“ Þetta segir íslensk kona um reynslu sína og eiginmanns hennar af tantranuddi og tantra paranámskeiði sem þau ákváðu að prófa þegar hjónabandið var komið í þrot fyrir nokkrum árum. 2. febrúar 2021 20:10
„Kveikti kynorku sem var í svo miklum dvala mjög lengi“ „Þetta er ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Mjög stór þáttur í að bjarga hjónabandinu okkar.“ Þetta segir íslensk kona um reynslu sína og eiginmanns hennar af tantranuddi og tantra paranámskeiði sem þau ákváðu að prófa þegar hjónabandið var komið í þrot fyrir nokkrum árum. 2. febrúar 2021 20:10