Bresk stjórnvöld verja tíu ára fangelsisrefsingu fyrir að ljúga um nýleg ferðalög Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2021 14:56 Þeir sem koma frá „rauðum svæðum“ þurfa að dvelja í einangrun á hóteli í tiu daga og greiða fyrir það um 300 þúsund krónur. epa/Andy Rain Bresk stjórnvöld hafa varið þá ákvörðun sína að láta lygar um nýleg ferðalög varða allt að tíu ára fangelsi. Samgönguráðherrann Grant Shapps segir viðurlögin endurspegla alvarleika glæpsins. Nýjar reglur vegna Covid-19 voru kynntar í gær en frá og með mánudeginum munu þeir sem ferðast til Bretlands frá svæðum á svokölluðum „rauða lista“ þurfa að dvelja í tíu daga einangrun á hóteli. Þeir sem gera það ekki eiga yfir höfði sér 5.000 til 10.000 punda sekt en þeir sem gefa rangar upplýsingar um nýleg ferðalög við komuna til landsins geta átt von á því að vera dæmdir í allt að tíu ára fangelsi. Sama refsing og fyrir kynferðisofbeldi „Tíu ár er hámarksrefsing fyrir líflátshótanir, eitranir sem leiða ekki til dauða og kynferðisofbeldi,“ skrifaði Sumption lávarður, fyrrverandi hæstaréttardómari, í Daily Telegraph. Spurði hann að því hvort heilbrigðisráðherrann Matt Hancock teldi virkilega að það að upplýsa ekki um ferð til Portúgal væri alvarlegra en ofbeldisfullir byssuglæpir eða kynferðisbrot gegn börnum. Dominic Grieve, fyrrverandi ríkissaksóknari fyrir England og Wales, sagði viðurlögin mistök og að þeim yrði aldrei beitt. Bólusetning núna og aftur í haust Schapps var spurður út í háar sektir í morgunþættinum BBC Breakfast og sagði að þeir sem yrðu sektaðir um 10.000 pund hefðu „logið og svindlað“ til að verðskulda refsinguna. Hann sagði að um 1.300 einstaklingar kæmu til Bretlands frá rauðu svæðunum í hverri viku en á listanum eru meðal annars Suður-Afríka og Brasilía, þar sem ný afbirgði kórónaveirunnar hafa komið fram og náð mikilli útbreiðslu. Shapps hefur hvatt fólk til að vera ekki að áforma ferðalög, hvorki innanlands né út fyrir landsteinana. Þá sagði Boris Johnson forsætisráðherra að fólk ætti að búa sig undir það að láta bólusetja sig núna og aftur í haust vegna nýrra afbrigða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Ferðalög Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Sjá meira
Nýjar reglur vegna Covid-19 voru kynntar í gær en frá og með mánudeginum munu þeir sem ferðast til Bretlands frá svæðum á svokölluðum „rauða lista“ þurfa að dvelja í tíu daga einangrun á hóteli. Þeir sem gera það ekki eiga yfir höfði sér 5.000 til 10.000 punda sekt en þeir sem gefa rangar upplýsingar um nýleg ferðalög við komuna til landsins geta átt von á því að vera dæmdir í allt að tíu ára fangelsi. Sama refsing og fyrir kynferðisofbeldi „Tíu ár er hámarksrefsing fyrir líflátshótanir, eitranir sem leiða ekki til dauða og kynferðisofbeldi,“ skrifaði Sumption lávarður, fyrrverandi hæstaréttardómari, í Daily Telegraph. Spurði hann að því hvort heilbrigðisráðherrann Matt Hancock teldi virkilega að það að upplýsa ekki um ferð til Portúgal væri alvarlegra en ofbeldisfullir byssuglæpir eða kynferðisbrot gegn börnum. Dominic Grieve, fyrrverandi ríkissaksóknari fyrir England og Wales, sagði viðurlögin mistök og að þeim yrði aldrei beitt. Bólusetning núna og aftur í haust Schapps var spurður út í háar sektir í morgunþættinum BBC Breakfast og sagði að þeir sem yrðu sektaðir um 10.000 pund hefðu „logið og svindlað“ til að verðskulda refsinguna. Hann sagði að um 1.300 einstaklingar kæmu til Bretlands frá rauðu svæðunum í hverri viku en á listanum eru meðal annars Suður-Afríka og Brasilía, þar sem ný afbirgði kórónaveirunnar hafa komið fram og náð mikilli útbreiðslu. Shapps hefur hvatt fólk til að vera ekki að áforma ferðalög, hvorki innanlands né út fyrir landsteinana. Þá sagði Boris Johnson forsætisráðherra að fólk ætti að búa sig undir það að láta bólusetja sig núna og aftur í haust vegna nýrra afbrigða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Ferðalög Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Sjá meira