Bresk stjórnvöld verja tíu ára fangelsisrefsingu fyrir að ljúga um nýleg ferðalög Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2021 14:56 Þeir sem koma frá „rauðum svæðum“ þurfa að dvelja í einangrun á hóteli í tiu daga og greiða fyrir það um 300 þúsund krónur. epa/Andy Rain Bresk stjórnvöld hafa varið þá ákvörðun sína að láta lygar um nýleg ferðalög varða allt að tíu ára fangelsi. Samgönguráðherrann Grant Shapps segir viðurlögin endurspegla alvarleika glæpsins. Nýjar reglur vegna Covid-19 voru kynntar í gær en frá og með mánudeginum munu þeir sem ferðast til Bretlands frá svæðum á svokölluðum „rauða lista“ þurfa að dvelja í tíu daga einangrun á hóteli. Þeir sem gera það ekki eiga yfir höfði sér 5.000 til 10.000 punda sekt en þeir sem gefa rangar upplýsingar um nýleg ferðalög við komuna til landsins geta átt von á því að vera dæmdir í allt að tíu ára fangelsi. Sama refsing og fyrir kynferðisofbeldi „Tíu ár er hámarksrefsing fyrir líflátshótanir, eitranir sem leiða ekki til dauða og kynferðisofbeldi,“ skrifaði Sumption lávarður, fyrrverandi hæstaréttardómari, í Daily Telegraph. Spurði hann að því hvort heilbrigðisráðherrann Matt Hancock teldi virkilega að það að upplýsa ekki um ferð til Portúgal væri alvarlegra en ofbeldisfullir byssuglæpir eða kynferðisbrot gegn börnum. Dominic Grieve, fyrrverandi ríkissaksóknari fyrir England og Wales, sagði viðurlögin mistök og að þeim yrði aldrei beitt. Bólusetning núna og aftur í haust Schapps var spurður út í háar sektir í morgunþættinum BBC Breakfast og sagði að þeir sem yrðu sektaðir um 10.000 pund hefðu „logið og svindlað“ til að verðskulda refsinguna. Hann sagði að um 1.300 einstaklingar kæmu til Bretlands frá rauðu svæðunum í hverri viku en á listanum eru meðal annars Suður-Afríka og Brasilía, þar sem ný afbirgði kórónaveirunnar hafa komið fram og náð mikilli útbreiðslu. Shapps hefur hvatt fólk til að vera ekki að áforma ferðalög, hvorki innanlands né út fyrir landsteinana. Þá sagði Boris Johnson forsætisráðherra að fólk ætti að búa sig undir það að láta bólusetja sig núna og aftur í haust vegna nýrra afbrigða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Ferðalög Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Nýjar reglur vegna Covid-19 voru kynntar í gær en frá og með mánudeginum munu þeir sem ferðast til Bretlands frá svæðum á svokölluðum „rauða lista“ þurfa að dvelja í tíu daga einangrun á hóteli. Þeir sem gera það ekki eiga yfir höfði sér 5.000 til 10.000 punda sekt en þeir sem gefa rangar upplýsingar um nýleg ferðalög við komuna til landsins geta átt von á því að vera dæmdir í allt að tíu ára fangelsi. Sama refsing og fyrir kynferðisofbeldi „Tíu ár er hámarksrefsing fyrir líflátshótanir, eitranir sem leiða ekki til dauða og kynferðisofbeldi,“ skrifaði Sumption lávarður, fyrrverandi hæstaréttardómari, í Daily Telegraph. Spurði hann að því hvort heilbrigðisráðherrann Matt Hancock teldi virkilega að það að upplýsa ekki um ferð til Portúgal væri alvarlegra en ofbeldisfullir byssuglæpir eða kynferðisbrot gegn börnum. Dominic Grieve, fyrrverandi ríkissaksóknari fyrir England og Wales, sagði viðurlögin mistök og að þeim yrði aldrei beitt. Bólusetning núna og aftur í haust Schapps var spurður út í háar sektir í morgunþættinum BBC Breakfast og sagði að þeir sem yrðu sektaðir um 10.000 pund hefðu „logið og svindlað“ til að verðskulda refsinguna. Hann sagði að um 1.300 einstaklingar kæmu til Bretlands frá rauðu svæðunum í hverri viku en á listanum eru meðal annars Suður-Afríka og Brasilía, þar sem ný afbirgði kórónaveirunnar hafa komið fram og náð mikilli útbreiðslu. Shapps hefur hvatt fólk til að vera ekki að áforma ferðalög, hvorki innanlands né út fyrir landsteinana. Þá sagði Boris Johnson forsætisráðherra að fólk ætti að búa sig undir það að láta bólusetja sig núna og aftur í haust vegna nýrra afbrigða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Ferðalög Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira