NBA dagsins: Kyrie Irving sakar liðið sitt um meðalmennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 15:00 Kyrie Irving og James Harden í tapleiknum á móti Detroit Pistons í nótt. Getty/Gregory Shamus Það voru miklar væntingar gerðar til liðs Brooklyn Nets í NBA deildinni í körfubolta eftir að James Harden fullkomnaði þríeykið með þeim Kyrie Irving og Kevin Durant. Tapleikirnir hafa hins vegar safnast óvænt upp og það gengur sérstaklega illa í leikjunum sem liðið á að vinna. Kyrie Irving og Kevin Durant ætluðu sér stóra hluti þegar þeir sameinuðust um að semja við Brooklyn Nets og þegar liðið fékk síðan James Harden í skiptum við Houston Rockets þá var komið á koppinn mjög athyglisvert tilraunaverkefni í New York borg. Geta þrír þessir þrír frábæru leikmenn unnið saman og búið til meistaralið? Það ætti að vera gott að vera með þrjá af bestu sóknarmönnum deildarinnar í sama liðið en þjálfarinn Steve Nash á enn nokkuð í land að fullmóta liðið sitt. Fjarveru Kevin Durant vegna kórnuveirumála er ekki að hjálpa til. Frammstaðan að undanförnu hefur vakið upp enn frekari áhyggjuraddir enda Net búið að tapa þremur leikjum í röð. Kyrie Irving var hálfpirraður á sínu liði eftir tapið í nótt. Hann skoraði 27 stig í leiknum en það var langt frá því að vera nóg. „Ég held ekki að við förum út á hverjum degi í okkar lífi og fórnum okkar tíma til að vera meðaljónar. Við lítum núna út fyrir að vera meðalmennskulið þrátt fyrir að vera með hæfileikana til að vera yfirburðarlið í þessum leikjum,“ sagði Kyrie Irving. Klippa: NBA dagsins (frá 9. febrúar 2021) Brooklyn Nets liðið hefur hingað til oftast verið í mjög góðum gír á móti bestu liðunum NBA-deildarinnar en liðið er aftur á móti í vandræðum á móti slakari liðunum. Þetta sannaðist enn á ný í nótt í tapi liðsins á móti Detroit Pistons. Nets hefur þannig unnið 7 af 8 leikjum sínum á móti liðum með fimmtíu prósent sigurhlutfall eða betra en á sama tíma hefur liðið tapað 11 af 18 leikum sínum á móti lélegu liðunum. Þessi slakari lið eru að skora 122 stig að meðaltali á Brooklyn Nets sem er það mesta í deildinni. „Við verðum að snúa við blaðinu. Það hefur ekki tekist ennþá en það mun takast. Ég lofa ykkur því að öll deildin mun taka eftir því þegar það gerist,“ sagði Kyrie Irving. Hér fyrir ofan má sjá myndband með svipmyndum frá leikjum í NBA-deildinni í nótt þar á meðal leik Detoit Pistons og Brooklyn Nets. Þar má einnig sjá sigur sextánda sigur Utah Jazz í síðustu sautján leikjum og flotta frammistöðu Steph Curry í sigri Golden State á San Antonio Spurs. Svo fylgja eins og vanalega bestu tilþrif næturinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Kyrie Irving og Kevin Durant ætluðu sér stóra hluti þegar þeir sameinuðust um að semja við Brooklyn Nets og þegar liðið fékk síðan James Harden í skiptum við Houston Rockets þá var komið á koppinn mjög athyglisvert tilraunaverkefni í New York borg. Geta þrír þessir þrír frábæru leikmenn unnið saman og búið til meistaralið? Það ætti að vera gott að vera með þrjá af bestu sóknarmönnum deildarinnar í sama liðið en þjálfarinn Steve Nash á enn nokkuð í land að fullmóta liðið sitt. Fjarveru Kevin Durant vegna kórnuveirumála er ekki að hjálpa til. Frammstaðan að undanförnu hefur vakið upp enn frekari áhyggjuraddir enda Net búið að tapa þremur leikjum í röð. Kyrie Irving var hálfpirraður á sínu liði eftir tapið í nótt. Hann skoraði 27 stig í leiknum en það var langt frá því að vera nóg. „Ég held ekki að við förum út á hverjum degi í okkar lífi og fórnum okkar tíma til að vera meðaljónar. Við lítum núna út fyrir að vera meðalmennskulið þrátt fyrir að vera með hæfileikana til að vera yfirburðarlið í þessum leikjum,“ sagði Kyrie Irving. Klippa: NBA dagsins (frá 9. febrúar 2021) Brooklyn Nets liðið hefur hingað til oftast verið í mjög góðum gír á móti bestu liðunum NBA-deildarinnar en liðið er aftur á móti í vandræðum á móti slakari liðunum. Þetta sannaðist enn á ný í nótt í tapi liðsins á móti Detroit Pistons. Nets hefur þannig unnið 7 af 8 leikjum sínum á móti liðum með fimmtíu prósent sigurhlutfall eða betra en á sama tíma hefur liðið tapað 11 af 18 leikum sínum á móti lélegu liðunum. Þessi slakari lið eru að skora 122 stig að meðaltali á Brooklyn Nets sem er það mesta í deildinni. „Við verðum að snúa við blaðinu. Það hefur ekki tekist ennþá en það mun takast. Ég lofa ykkur því að öll deildin mun taka eftir því þegar það gerist,“ sagði Kyrie Irving. Hér fyrir ofan má sjá myndband með svipmyndum frá leikjum í NBA-deildinni í nótt þar á meðal leik Detoit Pistons og Brooklyn Nets. Þar má einnig sjá sigur sextánda sigur Utah Jazz í síðustu sautján leikjum og flotta frammistöðu Steph Curry í sigri Golden State á San Antonio Spurs. Svo fylgja eins og vanalega bestu tilþrif næturinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira